Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Blaðsíða 10
um kulda. Stjáni kallar á mig og býður mér í stýrishúsið með föt- una, en ég held ég geti spjarað mig í skjólinu framan við kappann. Mikil hetja er maður! Ég tek við stýrinu af Stjána, sem auðvitað er ekki rétt, því nú er komin sjálfstýring í Skúminn. Það er stinningskaldi norðaustan, en við erum á þægilegu undanhaldi. Ég dreg fram sætisbrettið og ræ á því til og frá eftir öldugangi báts- ins. Báturinn rásar talsvert á lens- inu, helst í stjórnborða, því að vindur stendur fremur á þá hlið. Þetta er notalegt rórill og ekkert að gera nema glápa. Sólskinið er mistrað og sjórinn eins og matt silfur. Hillingar á ströndinni, en Eldey stígur ofurhægt úr hafinu framundan í bak. Eftir rúman klukkutíma verð- um við á Brotinu. Skyldi hann gefa sig til þar? í gær vorum við í Röstinni. Þar var eiginlega ekkert að hafa nema milliufsa (og smá- ufsa sem maður henti jafnóðum). Á Brotinu er áreiðanlega þorskur. Bara að hann gefi sig til! Jarlsdæmið Brotið kalla sjómenn miðin vestur — vestnorðvestur af Eldey, frá 5 upp í 8 mílur frá eynni. Hið eiginlega Brot, leifarnar af Geir- fuglaskeri, er aðeins sunnar. Þessi mið stundar Stjáni á Skúmnum mikið á vetrarvertíðinni. Það gerir Svanur á Birgi líka. Hér er botn ákaflega ósléttur, hraun með ein- lægum köntum og hólum. Hér eru góð færamið og til skamms tíma voru færabátar nær einráðir á þessum miðum, en hin síðari ár hafa netabátarnir verið að sækja á þau. Klukkan er að ganga ellefu, þegar við komum á miðin. — Við reynum fyrst í Jarls- dæminu, segir Stjáni, — ég held það sé mest von þar. Mið eru hér glögg, en Stjáni þekkir þau eins og götin í buxna- vöxunum sínum og sumum hefur hann gefið nöfn eftir sínu höfði. Jarlsdæmið er hans ríki. Þar er brattur hraunkantur. En nú hefur verið gerð innrás í Jarlsdæmið. Það er trossa við kantinn. — Þetta á hann Magnús á Bergþóri, segir Stjáni. Hann bölv- ar samt ekki neitt, þótt trossan geri okkur erfitt um vik. Hann keyrir svolítið um, leitar að lóðningum, hér er aldrei rennt nema í lóðn- ingar. Við rennum uppi í kantin- um og fáum rek upp á hraunið. Verðum varir, en fiskurinn er smár. — Það er lítið gaman að draga svona fisk, segir Valdi, — þetta er enginn vertiðarfiskur. VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.