Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Síða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1979, Síða 10
um kulda. Stjáni kallar á mig og býður mér í stýrishúsið með föt- una, en ég held ég geti spjarað mig í skjólinu framan við kappann. Mikil hetja er maður! Ég tek við stýrinu af Stjána, sem auðvitað er ekki rétt, því nú er komin sjálfstýring í Skúminn. Það er stinningskaldi norðaustan, en við erum á þægilegu undanhaldi. Ég dreg fram sætisbrettið og ræ á því til og frá eftir öldugangi báts- ins. Báturinn rásar talsvert á lens- inu, helst í stjórnborða, því að vindur stendur fremur á þá hlið. Þetta er notalegt rórill og ekkert að gera nema glápa. Sólskinið er mistrað og sjórinn eins og matt silfur. Hillingar á ströndinni, en Eldey stígur ofurhægt úr hafinu framundan í bak. Eftir rúman klukkutíma verð- um við á Brotinu. Skyldi hann gefa sig til þar? í gær vorum við í Röstinni. Þar var eiginlega ekkert að hafa nema milliufsa (og smá- ufsa sem maður henti jafnóðum). Á Brotinu er áreiðanlega þorskur. Bara að hann gefi sig til! Jarlsdæmið Brotið kalla sjómenn miðin vestur — vestnorðvestur af Eldey, frá 5 upp í 8 mílur frá eynni. Hið eiginlega Brot, leifarnar af Geir- fuglaskeri, er aðeins sunnar. Þessi mið stundar Stjáni á Skúmnum mikið á vetrarvertíðinni. Það gerir Svanur á Birgi líka. Hér er botn ákaflega ósléttur, hraun með ein- lægum köntum og hólum. Hér eru góð færamið og til skamms tíma voru færabátar nær einráðir á þessum miðum, en hin síðari ár hafa netabátarnir verið að sækja á þau. Klukkan er að ganga ellefu, þegar við komum á miðin. — Við reynum fyrst í Jarls- dæminu, segir Stjáni, — ég held það sé mest von þar. Mið eru hér glögg, en Stjáni þekkir þau eins og götin í buxna- vöxunum sínum og sumum hefur hann gefið nöfn eftir sínu höfði. Jarlsdæmið er hans ríki. Þar er brattur hraunkantur. En nú hefur verið gerð innrás í Jarlsdæmið. Það er trossa við kantinn. — Þetta á hann Magnús á Bergþóri, segir Stjáni. Hann bölv- ar samt ekki neitt, þótt trossan geri okkur erfitt um vik. Hann keyrir svolítið um, leitar að lóðningum, hér er aldrei rennt nema í lóðn- ingar. Við rennum uppi í kantin- um og fáum rek upp á hraunið. Verðum varir, en fiskurinn er smár. — Það er lítið gaman að draga svona fisk, segir Valdi, — þetta er enginn vertiðarfiskur. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.