Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Síða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Síða 12
nauðsynlegt að kunna að hlýða segir Geir. — Sá sem hefur mannaforráð, er fyrsti vélstjóri, verður að kunna að hlýða sjálfur. Annars er hann ekki fær um að fá aðra til að hlýðnast sér. En hafið heillar. Geir segir mér að hann hafi verið á síld 1939, en hafi síðan lokið vélskólanum 1940. Þá fór hann á Skut frá ísafirði sem kyndari, en ég heyri það á honum, að honum finnst sá skóli lífsins hafa verið sér hvað bestur þegar hann var II. vélstjóri um borð í Júpíter frá Hafnarfirði 1940— ’942, en þá var skipstjóri á Júpíter Bjami Ingimarsson, en I. vélstjóri Guðmann Hróbjartsson. — Já, segir Geir, Júpíter var toppskip, en það var sagt með sanni, að það væri hægt að fá annan Júpíter en ekki annan Bjarna. Um Guðmann Hróbjarts- son er það að segja, að hann var mjög góður vélstjóri, ósérhlífinn og samviskusamur með afbrigð- um. Hann þótti vinnuharður, og þar fékk ég kynni af því hvernig á að vinna. Guðmann er einn þeirra manna, sem hefur orðið mér Geir J. Geirsson, yfirvélstjóri. Ljósm. Þórarinn Ásgeirsson. mnnistæður, og hef ég margt af honum lært. En um haustið 1942 hyggur Geir á enn frekara nám og ætlar að setjast í rafmagnsdeild Véskól- ans, en þá vildi svo illa til, að eng- inn fékkst rafmagnskennarinn það árið, og var deildinni sagt upp. — Þá fór ég niður á skrifstofu Eimskips, segir Geir, og talaði við Ólafs Sveinsson, sem þá hafði með mannaráðningar að gera, og sagði honum að mig langaði að fara einn túr til Bandaríkjanna að gamni. Ekki leist Ólafi á það: Það væri maður í hverju plássi, og ekki starf að fá. Svo er ég á gangi niður við höfn nokkrum dögum seinna, á laugardegi var það, og þá liggur Dettifoss þar við bryggju, nýkom- inn af ströndinni og á leið til Bandaríkjanna. Hitti ég þá Ólaf Sveinsson aftur og Þorstein Árna- son, skrifstofustjóra Vélstjórafé- lagsins við skipið og þeir spurja mig hvort ég vilji fara — það þurfi að taka vakt núna klukkan tólf — svo ég dríf mig um borð og tek vaktina, og það verður úr, að Ás- geir Magnússon, III. vélstjóri, verður í fríi og ég fer með skipinu á mánudaginn í tveggja mánaða túr— rétt hafði tíma til að skreppa heim og ná í föggur mínar — og hef verið hjá Eimskip síðan. Ég er búinn að vera nokkra daga um borð og er farinn að skynja hvað lífið hér er að mörgu leyti frábrugðið því sem gerist í landi. Veltingur skipsins er farinn að blandast blóðinu í mér, og hefðbundinn, hægur sláttur vélar- innar stöðvar í mér tímaskynið — mér finnst tíminn óendanlegur og þó kyrr. Geir skenkir aftur öli í krúsirnar og ég ákveð að spyrja hann beint þeirrar spumingar sem sækir að öllum mönnum, hvort heldur til sjós eða lands: Ertu ánægður með þitt lífsstarf? Geir lítur á mig og við skynjum báðir að spurningin er stór og felur í sér hafið í blóði hans, fjarveruna og einmanaleikann, hljómfallið í vélunum endalaust, erfiði hans, ábyrgð og leikni, og umfram allt kannske þau fjölmörgu augnablik í lífi farsæls manns þegar hann veit ekki að hann er til heldur er einn með starfi sínu, uppnuminn í sveita síns andlitis — allt þetta fer á milli okkar eins og leiftur, VÍKINGUR Þórarínn, 3. vélstjóri syngur stef úr níundu synfóníunni meðan Ólafur Mangússon, dagmaður í vél horfir forviða á. 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.