Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 21
þegar hin auðvelda blasti við? Þannig hafði hann komið sér upp álitlegum hópi gleðikvenna, sem unnu á afmörkuðu svæði við Washington götu, og þar að auki var sívaxandi eftirspurn eftir þeim vamingi öðrum, sem hann hafði að bjóða. Fannst mér um stund, eftir að hafa hlýtt á mál hans, að væri hann kominn í föt frá Brooks bræðrum og sestur á stól í skrif stof u í Manhattan, þá gæti hann verið dæmigerður verðbréfasali. Og hann benti okkur á mann sem sat í gullnum kadilak hinum megin við götuna, með digra vindil í kjaftin- um og gullhring á hverjum fingri og horði á nóttina líða hjá og sagði: Svona verð ég einhvern tíma: Þessi á búllur og háhýsi og stjórnar vímuhring og á hálfa Washington götu og hefur það gott. Og þar sem við stöndum dagmaðurinn og ég í þessu fyrir- heitna landi kunningja okkar með Paradís í augsýn hinumegin göt- unnar kemur til okkar aftur Sel- fyssingurinn ungi og spræki, bros- leitur eftir nýafstaðna för og við förum allir inn í leigubíl, sem bíð- ur þama við rautt ljós, ég í miðj- una aftrí, þeir við hurðimar. En í þann mund sem götuvitinn grænkar eru afturhurðir bílsins rifnar upp og félagar mínir tveir vita ekki fyrr til en tvær stúlkur eru komnar upp í fangið á þeim og teknar til við líkamlegar þreifingar og dylst engum að hér skuli gengið hreint til verks. Verjum við nú sem við mest megum líf okkar og limi, en bílstjórinn situr rólegur í fram- sætinu við grænt ljósið og horfir á aðfarimar í speglinum. En sem betur fer hættir þessi aðför jafn- skyndilega og hún hafði hafist: áður en varði voru þær á braut, við sátum eftir ringlaðir í sætum okk- ar, og bílstjórinn ók rólegur af stað. Á leiðinni ræddum við þessa und- arlegu uppákomu, og fengum við henni engin skynsamleg svör. Það var ekki fyrr en daginn eftir er VÍKINGUR dagmaður hugðist grípa tii buddu sinnar að gátan varð ráðin. Hans aurar urðu eftir í hverfinu þar sem aldrei er sofið, í Washington götu handan við Paradís. Og þegar við segjum skilið við taxann og göngum eftir kajanum að Selfossi, sjáum við hvar varð- maðurinn svarti sefur undir stýri á bíl sínum. Hann rumskar ekki þegar við förurn hjá, heldur hvílir höfuðið á hakkpúðanum og hrýt- ur. Nóttin er rök og dimm. Ein- hversstaðar í myrkrinu núa engi- sprettur saman fótunum, lágvært suð og svæfandi. I svörtu skipinu mala ljósavélamar á afláts. Loftið í káetunni minni er þungt. Hitinn er þrúgandi. Ég leggst í koju, slekk ljósið. Eftir svo ærslafulla nótt sakna ég konu minnar, innileika hennar og ástar. Um leið og ég sofna veit ég hvemig farmönnum hlýtur oft að líða. En hafið er stórt. Á morgun höldum við til annarrar hafnar. Guðbrandur Gíslason. Utan úr Stöðugt verið að dýpka Súezskurðinn. Texaco Irland 290.000 tonn dw. fór nýlega í gegnum Súez- skurðinn og hafði 145.00 tonna farm innanborðs. Talið er, að ca. 330—340.000 tonn dw. skip geti farið um skurðinn í „ball- est“, og ca. 200.000 tonna skip með farm. Með þessu sparast sigling fyrir mjög stóran hluta af tankskipum heimsins, er nemur þúsundum sjómílna í hverri ferð miðað við að sigla suður fyrir Góðravonarhöfða. Afkastamikil höfn. Hong Kong er 3 stærsta gámaflutningahöfn hemsins, og sem dæmi um umsvifin þar má geta þess, að á meðaltali fer þar skip úr eða í höfn á 3 mínútna fresti allan sólarhringinn, allt árið. JÁt Sjómannaflutningar SAS Síðan 1960 hefur SAS-Flug- félagið flutt ca. 250.00 sjómenn að og frá skipum sínum, á sér- stökum „sjómannaafslætti“. Af kaupskipaflota heimsins, 71.000 skipum, eru 715 skip stærri en 200.000 tonn dw. Skipstjórinn framdi sjálfsmorð. Skipstjórinn á bandaríska, gastankskipinu „Taurus“ 125.000 m% að stærð, framdi sjálfsmorð skömmu eftir að skipið strandaði við Tobata í Japan. Áður hafði hann skrifað skýrslu, og tók á sig alla ábyrgðina af strandinu. Ekkert kom fyrir áhöfnina, og skömmu síðar var skipið dregið á flot. Skipstjórinn var sextugur að aldri. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.