Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 27
Undirrituðum var skemmt
þegar hann rakst á þessa smá-
sögu sína í gömlum blöðum
ekkl alls fyrir löngu. Sumarið
1962 fór ég mínu fyrstu ferð á
togara, og er ekki ótrúlegt, að
sú ferð hafi orðið kveikjan að
þessu sögukorni, þótt atburðir
þeir, sem þar er skýrt frá eigi
sér enga stoð í persónulegri
reynslu höfundar. Eins og títt
er um pennaglaða unga menn
— ég var aðeins sautján ára —
þá var ég gjam á að leita upp
hið harmsögulega og veita því
inn í sögur mínar hvað sem það
kostaði. Þessi tilheiging til að
lýsa vofeilegum atburðum
sem virðast standa utan alls
samhengis í tilverunni einokar
stundum hugi drengja á vissu
aldursskeiði og er kennd við
unggæðislega rómantík. En
hvað sem því líður grunar mig,
að margir muni kannast við
þær kenndir sem bjuggu í
brjósti sögumanns á stíminu
heim, og því læt ég söguna
fljóta með nú í þessu blaði,
óbreytta. Hvítir mávar birtust
áður í Fálkanum haustið 1962.
Ritstj.
wmm&m
m mm
Það var rok niður við höfnina
og skipin veltust kæruleysislega
upp við hafnarbakkann.
Þau rykktu í festarnar eins og
þau vildu til hafs.
Löndun úr togara stóð yfir og
enda þótt kvöld væri komið var
enn unnið við höfnina. Stór ljós-
kastari var festur upp við staur á
miðri bryggjunni og hann varpaði
skini yfir skipið sem verið var að
landa upp úr og iðnar öldurnar á
höfninni. Þær voru hvítfextar og
riðluðust skipulagslaust upp að
máttarstólpum bryggjunnar, tog-
uðu í þanggróðurinn sem greri þar
á þverbjálkunum, eins og þær
vildu draga hann með sér og láta
hann hverfa. Mávarnir voru á
vakki meðfram höfninni; þeir
streittust móti rokinu, flugu og
virtust þó vera kyrrir og létu sig
síðan líða þöndum vængjum ská-
hallt undan vindinum meðfram
bryggjunni í áttina að togaranum.
Þeir litlu gráðugir og hræddir í
kringum sig eftir æti, og þeir
frökkustu hættu sér yfir miðskipið
þar sem löndunin var í fullum
gangi. Og þeir héldu áfram að
fljúga í tilgangsleysi sínu, lóna í
fjörunni svo hvítir og einsamlir í
myrkri næturinnar.
Á ytri gangreininni við Skúla-
götu var mannvera á gangi og
gekk til togarabryggjunnar. Þetta
var kvenmaður í ljósri kápu sem
vindurinn reif í og þyrlaði til og
frá. Hann lyfti kápunni og smaug
inn fyrir og fór inn á stúlkuna,
þrengdi sér ofan í hálsmálið og
ofan á brjóstin. Hann þaut upp
undir pilsið og þandi það út svo
það varð eins og poki og gældi við
lífið og setti að henni hroll. Hún
sveipaði að sér kápunni enn fastar
og beitti sér í vindinn. Stundum
stansaði hún og horfði áhyggjufull
út á hafið. En þar var ekkert að sjá,
aðeins nokkrir mávar á flakki.
En utar; utan við ljósmálið í
myrkrinu úti á hafinu var togari á
leið til lands. Allir skipverjar voru
ofanþilja og nokkrir voru að norpa
í stefninu við að losa kaðlana sem
áttu að tengja skipið við járnhring-
ina í landi. Menn höfðu haft fata-
skipti og rakað sig og þvegið sér og
VÍKINGUR
27