Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 31
Björgunarlaun landhelgis- gæslumanna minni en á öörum skipum flotans í sjómannablaðinu Víkingi, 3ja tbl. 1981, er birt viðtal við skip- stjórann á bv. Svalbaki, Halldór Hallgrímsson. í þessu viðtali kemur Halldór inn á störf Land- helgisgæslu íslands (LHG ísl) og segir þá stofnun hafa uppi óskammfeilar björgunarkröfur við minnsta viðvik, sem manni skilst að mótist af óseðjandi peninga- hungri varðskipsmanna og láti þeir lönd og leið allar skyldur um leit týndra sjófarenda ef þeir eygja von í björgunarlaun. Reynslu sinni til sönnunar nefnir Halldór sjóslys er varð út af Vestfjörðum um kvöldið 22. eða aðfaranótt 23. desember 1966. Þar sem í þessu viðtali er svo freklega hallað réttu máli að með ólíkindum er, þá finnst mér nauð- syn bera til að birta þær stað- reyndir sem fyrir liggja í leiðar- bókum varðskipanna frá þessum tíma. En auk þess felst í fullyrð- ingu Halldórs og blaðamannsins, sem gerir einhliða frásögn Hall- dórs að sinni, rætin tilraun til að ófrægja aldinn skipstjórnarmann sem ég þekkti aldrei af öðru en fyllstu trúmennsku í starfi. Þar sem ég hef ekki trú á að þessi öld- ungur hirði um, úr þessu, hvort störf hans sem að baki liggja verði metin eða ekki, þá vil ég að gefnu tilefni fræða þá félaga um það, að hann lagði á sig skipshöfn sína þann vanda að bjarga sjómönnum úr bráðri lífshættu, ekki einu sinni heldur oft, og þótti SVFI ástæða til að veita honum viðurkenningu fyrir. Um kvöldið þegar áðurnefnt sjóslys varð, var ekkert varðskip á miðunum undan Vestfjörðum, sem er afar sjaldgæft. Aftur á móti var eitt af minni varðskipunum við eftirlitsstörf á Breiðafirði fyrri hluta 22. des., en þar sem undir- búningur jólahalds var hafinn hélt þetta varðskip áleiðis til Reykja- víkur síðdegis sama dag. Það hefur verið viðhöfð sú regla af stjórn- anda LHG að helmingur skipa- stólsins fengi að halda jólahátíð í landi en hinn hlutinn hefur fengið áramótin í staðinn. Kl. 17,30 22. desember kallaði Ísafjarðarradíó og sagði breska togarann Boston Wellvale strand- aðan í Arnarnesi við Skutulsfjörð. Varðskipið á Breiðafirði svaraði ísafirði og kvaðst vera-langt undan til að aðstoða svo kæmi að gagni. Kl. 14,00 á Þorláksmessu lagði eitt af stóru varðskipunum úr Reykjavíkurhöfn og hélt rakleiðis til leitar að mb. Svani. Samdæg- urs, 23. des. kl. 19,30 var varð- skipið komið á miðin og hóf leit þar ásamt mörgum skipum. Var leitinni haldið áfram óslitið Þor- láksmessudag og aðfaranótt að- fangadags. Leitarskýrsla varð- skipsins greinir eftirfarandi: Kl. 12,30, þ.e. á aðfangadag, „til- kynnti breski togarinn ARMANDA að hann hefði séð gúmmíbjörgunarbát á hvolfi 21.0 sml. frá Blakknesi og 18.8 sml. frá Kópanesi. Var tafarlaust haldið á fullri ferð þangað. Voru á leiðinni athuguð öll reköld er sáust og einnig svipast um eftir tilvísun flugvéla. Kl. 14,00 fann mb. DOFRI gúmmíbát eftir tilvísun LHG-flugvélarinnar TF-SIF og var þá ekkert í honum. Kl. 14,30 var komið að mb. Dofra og tekinn VÍKINGUR 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.