Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 37
Bátsmergðin minnti á skrúðgöngu. stingnum sem var tréskaft með oddhvössu blaði. Nokkrir önnum kafnir múkkar flugu til lands. í fjarska var gat í skýjum og hvít birta steig þar nið- ur. Talstöðin var biluð svo ekki var hægt að spyija hina um grindina. Loks komum við fyrir nes, en engar trillur sáust. Ég bölvaði skipstjóranum í hljóði. Byrjaði að taka myndir af klettunum og sá sel í helli. Löngu seinna komum við fyrir odd og höfðum þá farið kringum eyjuna. Fyrir utan Þórs- höfn var heill skari af trillum upp undir land. Drápið var greinilega yfirstaðið. „Þeir halda henni til,“ sagði karlinn með bumbuna, hló og rétti mér kíkinn. Ég kíkti og sá marglita bátana hreyfingarlausa. Skipstjórinn setti vélina á fullt og steytti hnefa. Allt í einu tóku bátarnir á rás út með ströndinni. En er við komum nær datt allt í dúnalogn aftur. Slipp- báturinn, ataður málningarslett- um og hlaðinn mönnum í sam- festingum, kom á móti okkur og bátar tóku á rás á eftir. Karlinn með kíkinn hrópaði upp yfir sig og benti: „Grind.“ Skipstjórinn snéri bátnum svo skúfan spólaði. „Við höfum siglt yfir hana, sagði karlinn og gerði grín að klaufsku okkar. Nú hófst eltingaleikur. Flrað- bátar komu brunandi fram úr okkur og stór hluti af trillunum stefndu aftur út. Varðskip lónaði undir fjalli og gaf ljósmerki. Karl- inn sá grindina aftur, en hún kom upp til að anda, og kíkirinn var látinn ganga. Ég sá eitthvað freyðandi á sjónum á fleygiferð. „Jú, ég sé hana. Djöfull fer hún hratt.“ „Já, hún getur farið 17 mílur.“ En ég uppglötvaði að þetta var hraðskreiður gúmmíbátur, skilaði kíkinum og kinkaði kolli til merkis um að þetta væri stórmerkilegt. Svo hringsnérust spíttbátarnir líkt og áttavilltir. „Flún hefur stungið sér,“ sagði karlinn með vömbina. Allt datt í dúnalogn. Menn heilsuðust og hældu bátum hvors annars. Allir voru með sökk í bandi og köstuðu í sjóinn. Enn voru margir bátar við ströndina og mér var sagt að þar væri annar grindarhópur og mætti ekki byrja að drepa því þá næðist okkar flokkur ekki nálægt landi. Hval- irnir komu loks upp til að anda. Heyrðust hróp og köll og bátarnir tóku á rás. Allir voru að keppast við sjá grindina fyrstir. Svona gekk þetta nokkrum sinnum. Eitt skipt- ið sá ég hvað hún kom upp, hvin- ur, gufustrókur og svört bök. Ég var fyrstur til að hrópa og það var hærra en þurfti. Brátt hafði tekist að breyta stefnu hvalana svo þeir stefndu á ný til lands. Mennirnir um borð í spíttbát- unum voru hundvotir. Ég sá gúmmíbátinn með drengjunum, 37 Færeyingamir óðu út í með kaðal á milli sín. VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.