Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Qupperneq 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Qupperneq 42
Bréf frá Mexíkóflóanum Gunnar Guömundsson, skipstjóri skrifar OREGON II. Mexíkóflóanum 12. maí 1981 Kæru félagar á íslandi. Þegar ég var staddur á íslandi í júní síðastliðið sumar, þurfti ég að hafa samband við skrifstofu Vík- ingsins í sambandi við áskrift mína af blaðinu, því það fæ ég alltaf sent, þó komin séu 21 ár síðan ég fór að heiman. Ritstjóri blaðsins orðaði við mig hvort ég mundi vilja senda þeim línu í blaðið, ég sagði að það væri sjálf- sagt, ég skyldi athuga það, en af- sakaði auðvitað um leið að mér væri nú margt betur gefið en að skrifa í blöð og einhvern veginn er það svo, að verst er að byrja. Ég hefi nokkrum sinnum sest niður og ætlað að láta verða af því að senda nokkrar línur, en bara hreinlega gefist upp áður en ég gat byrjað, því mér finnst ég ekkert hafa til að skrifa um, því dagarnir líða hver af öðrum í tilbreytinga- leysi. En stundum hef ég orðið var við þegar ég hef komið heim til íslands í frí, að sumum finnst einhver ævintýraljómi yfir þeim mönnum sem farið hafa að heim- an og eru að flækjast út um allan heim. Það get ég sagt ykkur í hreinskilni, og ég ætti að vita hvað ég er að tala um eftir að.vera bú- inn að vera að heiman í bráðum 22 ár, að það verður eins hvers- dagslegt eins og að fá sér göngutúr í Austurstrætinu. Því eins og mál- tækið segir: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Jæja, ég ætla þá að reyna að komast að efninu og segja ykkur svolítið frá NOAA og tildrögum þess að ég fór skipstjóri til þeirra. NOAA þýðir National Oceanic and Atmospheric Administration, mundi þýða á íslensku Haf- og geimrannsóknir Bandaríkjanna. Þetta er ein fámemiasta stofnun ríkisins, um 15.000 manna starfs- lið og 26 skip. í samanburði við strandgæsluna, sem hefur á að skipa 45.000 manns er þetta ekki stór hópur. Jæja, þegar ég var skipstjóri á 500 tonna skuttogara í Boston í fyrrahaust, var hjá mér stýrimaður sem hafði verið á NOAA skipi, að vísu ekki hér niðurfrá, heldur í Woods Hole í Massachussetts, sem er ekki nema rúmlega hálf- tíma akstur að heiman þar sem ég bý. Þá hafði ég ekki einu sinni heyrt um þetta skip hér í Missis- 1 sippi og vissi reyndar lítið um NOAA. Svo varð það úr að ég fór á skrifstofuna, fyllti út umsóknar- eyðublað, en bjóst ekkert við að heyra frá þeim meira, en eftir rúm 30 ár við fiskveiðar hélt ég að tími væri kominn að breyta til og eftir 15 ár á togurunum heima, krabbaveiðum í Alaska og 20 ár á trollskaki hér á austurströndinni, VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.