Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 45
Alacran rifinu eftir rúmlega
tveggja sólarhringa siglingu suður
yfir flóann. Alacran rifið er kóral-
rif á 22°30’N og 89°45’V um 14
mílur á lengd og 8 mílur á breidd,
65 mílur norður af Yucatan skag-
anum.
Þegar komið var að rifinu var
sleppt lausum 200 skjaldbökum
sem við höfðum meðferðis. Þetta
var einhver skjaldbökutegund
sem er að verða útdauð en þeir eru
að reyna að hressa við og eyða
milljónum í þetta á ári. Þessum
skjaldbökum varjangað út í rann-
sóknastöðinni í Galveston Texas
og voru 10—12” langar þegar
þeim var sleppt. Ekki veit ég
hvernig greyjunum reiddi af.
Þegar þetta var búið var haldið
áfram suður til Progress í Mexíkó
til að taka um borð 4 mexikanska
fiskifræðinga sem voru með okkur
í túmum og var komið þangað
næsta morgun. Síðan var haldið
suður með Yucatan skaganum að
vestanverðu niður á Campeche
Bankon á 19°00’ N og
92° 00’—93° 00’ V. Varveriðþarna
við rækjumerkingar næsta hálfa
mánuðinn. Þó er bara togað á
nóttunni, því rækjan fæst ekki á
daginn. Hitinn var ansi mikill þó
enn væri byrjun mars, 80—85°F,
en skipið er allt loftkælt því það er
byggt fyrir rannsóknir á suðlæg-
um slóðum, svo þetta var vel þol-
anlegt.
Þegar tíminn sem okkur var
ætlaður rann út var haldið sömu
leið til baka, með viðkomu í
Compeche og Progreso til að skila
af okkur Mexíkönunum, áður en
við færum heim. Síðan var haldið
eins og leið liggur norður yfir
Mexikóflóann og komið til Pasca-
goula í Mississippi þann 24. apríl.
Var þá búið að sigla 2300 mílur og
næstu daga var unnið við að útbúa
skipið í næsta túr.
31. mars var lagt af stað í fiski-
rannsóknatúr. Við vorum við
þessar rannsóknir útaf ströndum
VÍKINGUR
Alabama, Mississippi og Louisi-
ana frá 5—50 faðma dýpi. Þessi
túr var skipulagður fyrirfram af
fiskifræðingunum. Þeir teikna
ferhyrninga í kortið 2'Æ sjóm. á
kant og átti að gera þrjú hol í
hveijum ferning 10 mínútna tog,
um 700 hol í allt og þetta lítur
ágætlega út á kortinu og gekk allt
vel á austursvæðinu út af Ala-
bama. Þar voru að vísu olíuturnar
á stangli en ekki það þétt að þeir
háðu okkur neitt að ráði. Eftir
fyrstu vikuna vorum við komnir
vesturfyrir mynni Mississippi ár-
innar og þá leist mér ekkert of vel
á. Eftir myrkur var svæðið vestur
um upplýst eins og borgir á stangli
og þarna áttum við að toga inn á
milli og ekki var það nein upp-
örvun, þegar yfirfiskifræðingur-
inn sagði mér að þegar þeir voru í
þessum rannsóknum í fyrrahaust
töpuðu þeir fjórum pörum af
hlerum, öllum trollunum 6 sem
voru með og festu í bauju við einn
tuminn. Fengu þar í skrúfuna og
voru nærri komnir undir turninn
sem baujan var við, og það hefði
getað orðið afdrifaríkt þó ekki sé
meira sagt. Því ekki nóg með að
þama eru olíutumar um allan sjó
svo skiptir hundruðum, því einnig
eru gasrör upp úr sjónum hingað
og þangað, mörg ljóslaus og rör
(sverar pysur) um botninn þver-
ann og endilangan, sem eiga nú að
vísu að vera niðurgrafin, en eru
það ekki alltaf. Þetta er að vísu allt
merkt á kortinu, en það er lítið
hægt að fara eftir því, því það er
stöðugt verið að byggja nýja, og
færa eða rífa gamla tuma,
skammt vestur af mynni Missi-
sippi.
Toguðum við fram með gríðar-
miklum brennisteinsnámum sem
voru þarna um 10 mílur undan
landi, að vísu hljótum við að hafa
lógað yfir námurnar, því þær eru
þarna allar neðansjávar, en
vinnslan fer fram á pöllum sem
eru þama á stóru svæði og allir
tengdir saman með brúm. Ekki er
ég nógu fróður til að segja frá
þessu í smáatriðum, en í aðalatr-
iðum er brennisteinninn unninn
úr þessum námum með því að frá
pöllunum liggja geysisver rör nið-
ur í námurnar og pumpa þeir sjó
með miklum þrýstingi niður í
námurnar svo þær eru alltaf fullar
af sjó. Með þessum mikla þrýst-
ingi innanfrá komast þeir hjá því
að sjávarbotninn falli inn í nám-
umar, en brennisteinninn kemur
upp um önnur rör og í stóra
pramma, um 10.000 tonna, sem
liggja við pallana.
Þegar til kom urðum við stund-
um að sleppa togum sem búið var
að merkja á kortið, því þar voru
komnir turnar sem ekki voru
merktir í kortið sem við höfðum.
Ekki var nú afraksturinn í hlutfalli
við fyrirhöfnina að mér fannst,
stundum karfa í holi af einhverj-
um smátittum 3—4 tommu löng-
um, stundum ekkert, en fiski-
fræðingarnir voru ánægðir með
þetta, svo þá var tilganginum náð,
en dýr var hver titturinn sem þeir
fengu, ef reikna ætti það út í doll-
urum: að vera með 800 tonna skip
og 30 menn á launum í þessu. Þá
er ekki reiknað með framhaldinu
þegar þetta kemur á rannsókna-
stofumar í landi. Ég var líka að
stríða þeim með því, að ef skatt-
borgararnir vissu af þessum leik-
araskap, gæti farið illa fyrir þeim,
en það var nú meinlaust grín, því
þessir menn (fiskifræðingarnir)
eru vafalaust vel færir í sinni grein
og vita hvað þeir eru að gera.
Ég ætlaði einu sinni að telja
olíutumana sem ég sá í radamum,
og var ég þá með hann stilltan á 3
mílur. Gat ég talið mest 27 tuma á
þessum þriggja mílna radíus áður
en ég fipaðist í talningunni. Þetta
gefur smá hugmynd um traffíkina
þarna. Hraðbátar 50—60 tonna
eru á eilífu stími inn og út með
menn og vistir og þyrlur frá pöll-
45