Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Qupperneq 46
unum og í land eins og strætis-
vagnarútur.
Svona gekk þetta fyrir sig, dag
eftir dag, togað inn og út frá 5—50
föðntum og alltaf haldið vestur
um þar til við vorum komnir
vestur undir Texas. Þá var búið að
rannsaka svæðið, sem hafði verið
ákveðið fyrirfram, þrem dögum á
undan áætlun, og án þess að tapa
nokkrum veiðarfærunt. Kontið
var til Pascagaula 24. apríl og lágu
þá að baki 2700 mílur. Var þá
byrjað að taka í land trollin og
útbúa í annan túr. Þann sem við
erum í núna þegarég skrifa þessar
línur.
Farið var út frá Pascagoula í
Mississippi, þriðjudaginn 30. apríl
kl. 10 að morgni og haldið á fyrsta
staðinn þar sem átti að taka átu-
prufu. því þessi túr var eingöngu
áturannsóknir og voru allir vís-
indamennirnir í þessum túr frá
Miami stöðinni í Florida að und-
anskildum einum Mexikana. Það
er alltaf eitthvað af þeim með, til
dæmis voru fjórir í túrnum á
undan. Þeir skipuleggja þetta
þannig að þeir nterkja í kortið
bletti með 60 mílna millibili um
allan Mexikóflóann sem er nú
reyndar ekkert smá flæmi, því
hann er um 920 mílur frá Cape
Sable á suðurenda Florida vestur
að austurströnd Mexikó og 720
mílur þar sem hann er breiðastur
frá norðri til suðurs.
Haldið var austur til að byrja
með, því fara átti um flóann frá
austri til vesturs. Þetta má heita
eilíf sigling því ekki tekur nerna
um hálftíma að taka átuprufurn-
ar. Þeir gera það nteð því að toga í
sérstaklega útbúna háfa. Erannar
togaður í sjóskorpunni og er sá
eins og ferningur í laginu, um 3
feta hár og 6 feta langur, en hinn
sent þeir kalla Bongo því opið á
honunt eru tveir hringir, um 3 fet í
þvermál en festir saman með stál-
armi, honum sökkva þeir niður á
mismunandi dýpi, 100—200
faðma. Eftir þrjá daga vorum við
útaf vesturslrönd FLorida. Var
einn vélstjórinn svo óheppinn að
misstíga sig illa svo við urðum að
setja hann í land í St. Petersburg.
Var svo haldið áfram suður með
FLorida til að klára austursvæðið.
Miðvikudaginn 6. maí fékk ég
boð um að fara inn til Key West í
Florida til að sækja annan vél-
stjóra fyrir þann sem meiddist.
/Etluðu þeir að senda hann þang-
að frá Norfolk í Virginia þar sem
eru aðalstöðvar NOAA. Vlð
komum inn til Key West um há-
degi 7. maí. Var þar stoppað yfir
nótt til að lofa mannskapnum að-
einsað rétta úrsérog fariðafturút
kl. 08.00 næsta morgun. Var þá
haldið af stað mitt á milli Kúbu og
Florida til að taka átuprufu og var
þetta austasti staðurinn sem við
fórum til.
Var nú haldið vestur um flóann
að sunnanverðu, fram hjá Yuca-
tan skaganum, og leið hver dag-
urinn af öðrum í tilbreytingar-
leysi, og lítið að sjá nema flugfiska
sem svifu milli öldutoppanna og
höfrunga að leika sér í sjóskorp-
unni.
Nú sáum við ekki sjónvarp
lengur og ef eitthvað sást var það
lítið nema truflanir, en við höfum
2 litsjónvarpstæki um borð, annað
í borðsalnum og hitt í setustof-
unni. Fyrir utan það eru margir
með tæki í herbergjunum hjá sér.
Ég hefi stundum hugsað til þess
þegar ég sit hér í setustofunni og
horfi á sjónvarp í 80°F hita um
hávetur, að mikill er munurinn frá
því maður var á göntlu kolatog-
urunum að skælast á Halanum í
kolvitlausu veðri í skammdeginu,
oft blautur og kaldur, og þegar
komið var niður í lúkar eftir 12
tíma á dekki, hengdi maður lepp-
ana á trolltvinnasnúrur sem
strengdar voru á milli kojustokk-
anna, og einn kolaofn á miðju
gólfi. Og ekki var nú lyktin oft góð
þó ekki sé nteira sagt. Ég held ég
verði aldrei svo gamall að ég
gleymi því þegar ég fór fyrst á
togara 1944. Það var á Belganum
gamla, með Aðalsteini heitnum
Pálssyni skipstjóra. Þarna var val-
inn maður í hverju rúmi. Sjálfsagt
eru þeir farnir að týna tölunni. Þó
hefi ég haft spurnir af sumum. Þar
var til dæmis Sigurjón sent lengi
var skipstjóri á lngólfi Arnarsyni
og er nú forstjóri Togaraaf-
greiðslunnar, Árni Guðmunds-
son og kokkur var Halldór
Kjernested mikill höfðingi og
góður kokkur, og fleiri merkis-
menn. Ég var þarna tvö suntur
hjálparkokkur hjá Dóra þá 14 eða
15 ára.
Svo hagaði til að eldhúsið var
uppi á dekki aftast í keisnum, en 2
borðsalir niðri í káetu, og niðri,
við endann á stiganum, var pen-
terí, og þar var ég á matartímum
við uppvaskið. Þó var enginn
vaskur heldur var vaskað upp úr
fötu sem hékk á krók í borðinu í
penteríinu, en fyrir ofan borðið
voru skúffur sem geymt var í
haframjöl, hveiti, grjón og annað
þvíumlíkt, og ef ég þurfti að opna
einhverja skúffuna stukku stund-
um upp úr þeim litlar svartar mýs
sem fullt var af í skipinu, og kom
fyrir að þær lentu í fötunni hjá
ntér. Þetta er mér nú einna minn-
isstæðast frá þeim tímum þó af
mörgu sé að taka. En þetta var nú
útúrdúr.
Þegar við komum vestast í fló-
ann var farið inn til Veracruz í
Mexíkó til að hressa upp á móral-
inn í mannskapnum. Komið var
þangað að morgni 14. maí.
Lóðsinn kom um borð á ytri-
höfninni eins og lög gera ráð fyrir,
en tollararnir og útlendingaeftir-
litið komu um borð eftir að komið
var að bryggju. Þá vandaðist mál-
ið, fjórir af áhöfninni fengu ekki
að fara í land, en það voru fjórir
yngstu mennirnir á skipinu, allir
um tvítugt og höfðu lítið talað um
síðustu tvær vikurnar, annað en
46
VIKINGUR