Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Page 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Page 48
hvað þeir ætluðu að hafa fyrir stafni þegar komið yrði til Mexíkó en þeir höfðu ekki hugsun á að hafa passana í lagi svo allar þeirra skýjaborgir féllu í rúst. Senorít- urnar stóðu á bryggjunni, þeir hinumegin við lunninguna og var mikill grátur og gnístran tanna, en þeir lofuðu sjálfum sér því að það yrði þeirra fyrsta verk þegar kom- ið yrði heim að fá passana í lag og efast ég ekki um það. Ég ætla ekki Ég ætla ekki að lýsa Veracruz í smáatriðum. Þetta er stór og falleg borg með um 500.000 íbúum og ein aðal hafskipahöfn Mexíkó. Mikið af breiðstrætum og geysi- fallegum byggingum í Suður- landastíl, einnig falleg torg með miklum gróðri og fallegum gos- brunnum. Mikið er um gang- stéttarkaffihús og mikið af far- andsölum, allir hafa eitthvað að selja og eru þeir óprúttnir í bís- nissnum. Eitt sinn sátum við nokkrir saman skipsfélagar á götukaffihúsi og sötruðum kaldan bjór, því heitt var í eftirmiðdaginn um 90°F. Kom þar til okkar heil hljómsveit, með sílófón, trommur og allt til- heyrandi, einir 7—8 saman. Einn kom strax til okkar og spurði hvað við vildum heyra en lagið kostaði 200 pesos. Fyrsti vélstjóri sem tal- ar spönsku reiprennandi (fæddur og uppalinn á Kúbu) sagði þeim að við kærðum okkur ekkert um mússik, því einn í okkar hópi fengi alltaf höfuðverk í miklum hávaða og benti þeim á öldunginn í hópnum. Én það þýddi ekkert. Þeir byrjuðu að spila af mikill til- finningu og gengu svo um með betlibaukinn á eftir, því ekki höfðu tekist samningar um verðið fyrir tónleikana. Meðan á tón- leikunum stóð, var stöðugur straumur af allskonar sölumönn- um með perlufestar og eyrnalokka úr svörtum, rauðum og hvítum kóral. Ég sagði einum að þetta væri plastikdrasl, en hann hélt nú ekki og tók sígarettukeikjara og hélt loganum undir perlunum til að sýna að þær bráðnuðu ekki. Aðrir voru með soðnar rækjur eða skip í flöskum. Sem sagt allt milli himins og jarðar. Áður en ég skil við Veracruz verð ég að segja ykkur frá latasta sölumanni sem ég hefi séð. Mér þótti gott að fara í land með vél- stjóranum því hann talaði spönsku, en ég alveg mállaus. Daginn sem við fórum sagðist hann ætla að skreppa upp á markað til að kaupa ávexti, svo ég slóst í förina. Á leiðinni upp á markað löbbuðum við í gegnum fiskmarkaðinn, og lyktin Mattías! Það var ferlegt. Þama var röð af borðum og hafði hver kaupmaður sitt borð og var smá hrúga af fiski (óaðgerðum) á gólfinu hjá hverju borði og svo smáslatti á borðinu — enginn ís eða kæling af neinu tagi í 90°F hita. Sá fyrsti sem við komum að og er mér svo minnis- stæður, svaf uppi á borðinu við hliðina á fiskihrúgunni. Ég gat ekki stillt mig um að ýta við kauða og hann vaknaði með svo miklum látum að hann var nærri dottinn ofan af borðinu. En þegar hann áttaði sig, fór hann allur í gang, með miklu handapati og látum og voru mikil umsvif að reyna að selja okkur fisk. Kl. 5 kom lóðsinn um borð og var lagt af stað, eins og leið liggur norður með austurströnd Mexíkó. Næsta dag var siglt framhjá Tompico. Þar er mikil olíuhreins- unarstöð í landi, því eins og menn vita hafa fundist miklar olíulindir í Mexíkó og er það nú talið eitt auðugasta olíuland í heimi. Næsta dag vorum við komnir útaf Rio Grande sem rennur á landamærum Texas og Mexíkó. Nú er kominn 21. maí og slæ ég botninn í þetta áður en við kom- um inn, því lítið er að ske nema taka átuprufur á 60 mílna milli- bili. í morgun urðum við að fara um skipið og hreinsa út flugfiska. Þeir lágu hreint um allt, jafnvel uppi á brúarþaki, og á morgun þurfum við að hafa bruna- og bátaæfingu, en það eru lög að hafa hana minnst einu sinni í viku. Bráðum erum við komnir aftur til Pascagoula í Mississippi, eftir 30 daga og 5000 mílur. Á þriðju- daginn verður farið út aftur í 35 daga. Ég slæ svo botninn í þetta með kveðju til kunningjanna heima, sérstaklega skólafélaganna úr Stýrimannaskólanum frá 1950. Gunnar Guðmundsson skipstjóri OREGON II 48 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.