Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 49
Vil kaupa fleiri varöskip af Landhelgisgæslunni Ingólfur Kristmundsson ræöir viö Sigurð Þorsteinsson, skipstjóra og útgeröarmann í Bandaríkjunum Svo sem flestum er kunnugt, seldi Landhelgisgæsian, fyrir tveimur árum sitt minnsta skip Albert. Kaupandi þess var Sigurður Þorsteinsson, skipstjóri en þetta er reyndar ekki fyrsta skipið sem Sigurður kaupir frá Landhelgisgæsiunni. Það fyrra var Sæbjörg sem hann átti í nokkur ár, en hefur nú selt. Útgerðin á Albert er rekin á svipuðum grundvelli og hún var rekin á Sæbjörgu, það er að segja að það er öll f jölskylda Sigurðar sem starfar að útgerðarmálunum og þó aðallega synir hans sem hafa verið með honum á skipinu, en allir f jölskyldumeðlimir koma þó við sögu. Nú hefur nýr íslendingur bæst í hóp eigenda. Hann heitir Birgir Helgason og hefur átt heima í Bandaríkjunum um nokkurt skeið. Hann býr í bæ sem að heitir Federalburg og er ekki alllangt frá Cambridge í Maryland. Þegar ég var á ferð í Cambridge í Maryland fyrir skömmu sá ég þar liggja skip, sem mér fannst ég kannast við. Ég fór því að kanna málið nánar, og komst að því að þarna lá við bryggju hinn eini sanni Albert. Hann var reyndar blá-málaður á skrokkinn, með hvíta yfirbygg- ingu, en það fór ekki á milli mála að þama var rétt skip. Albert lá þama vegna þess að verið var að koma fyrir um borð ýmsum tækjum og búnaði sem nota á fyrir næsta rannsóknarverkefni, sem verður á vegum Banda- ríkjastjómar. Það eru botnrannsóknir, sem eru gerðar í því skyni að reyna að finna svæði þar sem bora mætti eftir olíu. Þegar ég kom um borð í Albert, var þar allt á tjá og tundri, og margar hendur á lofti við undirbúning fararinnar. Synir Birgis voru að vinna við rafsuðu og fleira. Birgir Helgason, annar eigandinn, var við vinnu í vélarrúmi, ásamt son- um Sigurðar, en Birgir er vélstjóri að mennt og ætti því að geta séð sæmilega fyrir vélarrúminu. Sigurður Þorsteinsson fékk reyndar aðstoð frá einum stýrimanni um borð í Hofsjökli, Ólafi Vali Sigurðssyni, en hann skrapp yfir og splæsti nokkur augu fyrir þá á Albert, en við náðum tali af Sigurði, og báðum hann að skýra frekar frá útgerðinni á Albert. Sigurður: Við erum búnir að eiga Albert núna í nærri því tutt- ugu mánuði og hann hefur nú ekki verið að vinna nema sex mánuði af þeim tíma, og mest í þessum olíurannsóknum. Við vorum í mánuð í fyrra að rannsaka hvernig hægt væri að eyða olíumengun í sjó, þ.e. hvernig mætti eyða henni á sem VÍKINGUR skemmstum tíma, t.d. þegar skip dældi út óhreinni olíu, eða þegar mikið magn af jarðolíu kæmist í sjóinn. Ingólfur: Hvemig fór það fram? Sigurður: Við vorum með tvo átta tonna tanka á bátaþilfarinu og notuðum fnismunandi jarð- olíu. Við prófuðum jarðolíu frá Venezuela, Kuwait og Libíu, svo það væri hægt að sjá hvernig ætti að meðhöndla olíuna eftir því frá hvaða jarðarskika hún kæmi. Ingólfur: Dælduð þið þá olíu í sjóinn? Sigurður: Já, við settum átta tonn í einu. Við reyndum þetta fjórum, fimm sinnum, með alls- konar mismunandi aðferðum. Við settum alltaf átta tonn í einu, svo þetta væri þokkaleg spilda sem væri auðvelt að finna, og við gæt- um fylgst með. Við dældum út einu sinni, keyrðum í eina mílu og dældum út aftur, og fórum svo alltaf á milli þeirra sitt á hvað í nokkra sólarhringa, til að fylgjast með hvernig þær myndu haga sér. Við fylgdum þeim eftir á nóttinni, en um daginn kom helikupter og úðaði á olíuna. Þá urðum við að mæla tímann frá því að þyrlan úðaði og þar til að slikjan var hreinlega horfin. Ingólfur: Svo það var þyrlan sem sá um það að eyða olíunni? Sigurður: Já, við höfðum ekk- ert með það að gera, við fylgdumst bara með spildunni og sáum hvemig hún hagaði sér, og við urðum að mæla og vera yfir henni þar til hún var algerlega farin. Það var alveg stórkostlegt að sjá hversu auðvelt þetta reyndist þegar réttu tækin voru notuð. Ingólfur: Eru þetta þá einhver sérstök efni sem notuð voru? Sigurður: Já, þetta voru sérstök bresk efni. Það var aðallega verið að prófa þau svo leyfi fengist til að nota þau á amerísku hafsvæði. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.