Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Page 52
stefnu við eigum að vera á.
Vinstra megin á skerminum eru
svo upplýsingar um það hvort
skipið hefur einhverja tilhneig-
ingu til að færast til hliðar. Fyrir
neðan það stendur hversu mikið
það færist til, hvort það er o.Ol af
mílu eða hvort það er 0.02 af mílu
o.s.frv., svo að við vitum af því ef
það t.d. einhver straumur sem
kastar skipinu til annarrar hvorrar
hliðarinnar. Við getum þá leiðrétt
það á kompásnum undireins.
Einnig eru þarna upplýsingar um
nákvæman hraða, yfir jörðina. Þó
að það sé ekki nema 0.3 straumur
þá kemur það fram undireins á
skerminum. Þessar upplýsingar
eru allar í sitthverri línunni
(innskot H.) Undir þessu á
skerminum eru svo upplýsingar í
hvaða línu þú ert að vinna, þar
fyrir neðan kemur hvaða dagur er
í árinu og hvað klukkan er upp á
hundraðasta part úr sekúndu.
Klukkan er alltaf á, hún kemur frá
SATELITE. Þar fyrir neðan kem-
ur lengdar- og breiddargráðan,
upp á mínútu og þúsundasta part
úr mínútu, svo að við höfum það
upp á meter. Þannig að miðja
skipsins er alltaf innan við þrjú fet
frá þeim stað sem við gefum upp,
eins og áður sagði. Það er alltaf
miðað við miðju skipsins. Það er
mælt út hvar búnaðurinn er settur
upp og svo miðast allt við það.
Ingólfur: En eru næg verkefni
fyrir skip af þessari stærðargráðu
hér?
Sigurður: Það var farið að
draga úr verkefnum, það þurfti
orðið mun stærri skip. Nú virðist
þetta hafa breyst, og nú erum við
orðnir vel samkeppnishæfir. Þetta
Ólafur V. Sigurðsson (v. Sigurður Þorstcinsson th.
Ólafur V. Sigurðsson 2. stýrimaður á Hofsjökli gengur frá splæsi.
Þetta er allt tekið upp jafnhliða
því sem fer fram neðansjávar, þar
sem upplýsingarnar úr botninum
koma. Svo þú getur séð þegar
unnið er úr þessu nákvæmlega,
eða innan við þrjú fet, hvar við
vorum á hverri sekúndu meðan
tekið var upp (recordað).
Ingólfur: Svo þetta kemur þá
allt inn á heildarupptökur?
Sigurður: Já, allt saman. Stað-
setningin er flutt með þræði niður
og allt er sett inn á sama segul-
bandið. Það er ósköp þreytandi að
horfa alltaf á þetta vegakort á
þessum sjónvarpsskermi, og ef þú
ferð 30 metra út af er línan ónýt.
Þeir verða feikilega reiðir ef það
kemur fyrir, því það er mikill
peningur ef það þarf að fara alla
leið til baka og byrja upp á nýtt.
Sumar línurnar eru allt að 30 míl-
ur að lengd.
Ingólfur: Hvaða upplýsingar
gefur þessi skermur ykkur?
Sigurður: Hann gefur okkur
ýmiskonar upplýsingar. í fyrsta
lagi segir hann okkur hvað mikið
er eftir af línunni, þ.e. hversu
mikið er búið og hvað mikið er
eftir. Hann segir okkur einnig
hvaða stefnu við erum á og hvaða
52
VÍKINGUR