Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Qupperneq 56
Ný orlofshús Vélstjórafélags
íslands við Laugarvatn
Það var grátt í fjallinu fyrir ofan nýju oflofshúsin þegar þessi mynd var tekin, en nú
skrikir þar fugl á grein í sumarblíðunni á meðan orlofsgestir baða sig i sól og ísskápamir
mala við að halda mjólkinni kældri. Ljósmyndir: Helgi Laxdal.
Þessi hópur vélstjóra og föruneytis þeirra var við vígsluna í orlofshúsunum við Laugavatn
29. maí s.l.
Sveinn Kristinsson, vélstjóri og fjölskylda hans, urðu fyrst til að nýta sér húsakynnin i
fríinu.
Þann 29. maí s.l. voru formlega
tekin í notkun orlofshús þau, er
Vélstjórafélags íslands, Styrktar-
og sjúkrasjóður Vélstjóra og
Sparisjóður Vélstjóra hafa látið
reisa fyrir félagsmenn sína og
starfsfólk í Flatarskógi í Snorra-
staðarlandi við Laugarvatn. Eru
nú þegar risin og fullgerð tvö or-
lofshús með sex íbúðum hvort hús,
en í heildarskipulagi orlofssvæðis-
ins, er gert ráð fyrir fjórum húsum
einsog þeim, sem þegar hafa verið
tekin í notkun, auk átján timbur-
húsa, þjónustumiðstöðvar og
iþróttamiðstöðvar fyrir orlofsgesti.
Orlofssvæðið sjálft er um sjö
hektarar að flatarmáli.
Fyrstu skóflustunguna að þess-
um framkvæmdum tók Hallgrim-
ur Jónsson, vélstjóri, 20 maí 1972,
og var á því ári og hinu næsta
unnið fyrir 8,6 miljónir gkr. á
svæðinu (eða um 1.52 mi. króna ef
framreiknað er til jan. á þessu ári).
Síðan lágu framkvæmdir að mestu
niðri vegna fjárskort þar til í fyrra
að hafist var handa á ný undir
stjóm nýrrar byggingarnefndar, en
í henni eiga sæti Helgi Laxdal,
form., fyrir Vélstjórafélag íslands,
Daníel Guðmundsson að hálfu
Styrktar- og sjúkrasjóðs Vélstjóra,
og Jón Júlíusson fyrir Sparisjóð
Vélstjóra.
Kostnaður við gerð þeirra húsa,
sem nú eru fullbúin, var á síðasta
ári og þessu alls um kr. 1.8 mi.
króna, og var helmingshlutur Vél-
stjórafélagsins fjármagnaður
þannig, að 440 þúsund komu úr
Orlofsheimilasjóði vélstjóra, 150
þúsund að láni úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði með 6% vöxtum til
sex ára, svo greiddi Sparisjóður
Vélstjóra 250 þúsund kr. eignar-
aðaild sína að landi og mann-
virkjum, auk þess sam hann lánaði
60 þús. krónur til framkvæmd-
anna.
Verklegar framkvæmdir ann-
aðist Bjöðvar Ingimundarson,
Lyngholti við Laugarvatn, en
skipulag svæðisins og teikningar
voru unnin af Sabínu Þórðarson,
húsagerðarmeistara.
56
VÍKINGUR