Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 61
Erlendur Haraldsson, dósent: Hefur þú orðið var viö látinn mann? Trú á annað líf eftir líkams- dauðann á sér djúpar rætur í hug- um fólks um allan heim. í flestum löndum trúir meirihluti manna á annað líf í einhverri mynd. Þetta hafa skoðanakannanir leitt ber- lega í ljós, þótt verulegur mis- munur komi í sumum tilvikum fram milli einstakra þjóða. Ef marka skal svör manna í skoð- anakönnunum, þá búast t.d. bæði hér og í Bandaríkjunum nær þrír menn af hverjum fjórum við áframhaldandi lífi eftir andlátið. í Svíþjóð og Frakklandi, svo dæmi séu nefnd, eru þeir sem trúa á annað líf hins vegar heldur færri en hinir sem ekki trúa á fram- haldslíf í einhverri mynd. Ekki svo að skilja að menn trúi annaðhvort á annað líf eða ekki, heldur má finna öll blæbrigði frá fullkominni vantrú til algerrar vissu. Hér á landi töldu t.d. 40% sig vissa um annað líf, 28% töldu það líklegt, 20% álitu það mögulegt, en 5% kváðu það ólíklegt og aðeins 2% óhugsandi. En sumir — þótt þeir séu færri — byggja viðhorf sitt til framlífs ekki á trú, eða á trú einni saman, heldur telja það grundvallast á einhvers konar reynslu, á ein- hverju sem fyrir þá hefur komið. Hér er um fleiri en eina tegund reynslu að ræða, stundum er hún á sviði trúmálanna en stundum ekki, að áliti þeirra sem fyrir henni verða. Til dæmis kemur fyrir — VÍKINGUR stundum við slys eða veikindi, stundum í heilbrigðu ástandi — að mönnum finnst þeir skyndilega vera fyrir utan líkama sinn og jafnvel sjá hann þar sem hann liggur. Þá munu sumir vafalaust hafa heyrt gamlar sagnir og nýjar af sjómönnum sem voru nær drukknaðir en tókst að endurlífga. Sumir þeirra komu til baka úr heimi dauðans með minningu um slíka vellíðan að þeir sáu jafnvel bjargvætti sína aldrei í réttu ljósi eftir það, svo mun betri þótti þeim vistin „hinum megin.“ Algengust er þó sennilega sú reynsla að telja sig á einhvem hátt hafa orðið varan við látinn mann. I könnun sem gerð var á vegum Háskóla íslands fyrir nokkrum árum kom í ljós að þrír af hverjum tíu fulltíða íslendinga töldu sig einhvern tíma á ævinni hafa á einhvern hátt orðið vara við návist látinna manna. Því fer víðs fjarri að einungis íslendingar verði fyrir reynslu af þessu tagi. í Bandaríkjunum taldi rúmlega fjórði hver maður sig hafa komist í snertingu við látna þegar háskólinn í Chicago gerði um þetta umfangsmikla könnun fyrir nokkrum árum. Áður héldu sumir að þetta heyrði fortíðinni til en nýlegar rannsóknir benda til þess, að ef til vill sé það ekki fá- tíðara nú en á fyrri öldum að menn telji sig verða á einhvern hátt vara við látna þannig að þeir reki orsök reynslu sinnar til tilveru látinna manna. Um raunveruleika þessarar reynslu deila menn nátt- úrlega, en þeir sem fyrir þessu verða standa yfirleitt fastir á sínu. En kannanir eins og þær sem ég nefndi hér að ofan gefa aðeins tölulegan fróðleik. Þær segja okk- ur ekkert um það hvað gerist í hverju tilviki, t.d. við hvaða að- stæður þetta gerðist. Til þess þarf að afla ítarlegra upplýsinga um einstök tilfelli. T.d., á hvem hátt fannst manninum hann skynja hinn látna? Við hvaða aðstæður gerðist þetta? Hvað einkenndi hina látnu? Gáfu þeir eitthvað til kynna? Hvað olli því að maðurinn rak reynslu sína til látinna manna en ekki til einhvers annars? í hvaða ástandi var sá er fyrir reynslunni varð? Slíkum spurningum og mörgum fleiri sem vakna þegar litið er á niðurstöður kannananna sem ég minntist á hér að ofan, verður að- eins svarað með sérstakri könnun þar sem aflað er upplýsinga um fjölda einstakra tilfella. Aðeins þannig má fá haldbetri vitneskju um þessi umdeildu fyrirbæri sem oft og einatt hafa mikil áhrif á menn og verða þeim sérstaklega eftirminnileg. Nú fýsir okkur, sem stóðum fyrir nokkrum árum að könnun- inni á vegum háskólans, að fá samband við fólk sem að eigin 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.