Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Side 62
Lífeyrissjóður
sjómanna —
mati hefur einhvern tíma og á
einhvem hátt orðið vart við látið
fólk. í því skyni fylgir Víkingi í
þetta sinn lítill spumingalisti á
einu blaði ásamt umslagi sem
leggja má í póst án þess að setja á
það frímerki. Nú viljum við ein-
dregið hvetja alla þá sem telja sig
hafa orðið fyrir reynslu af þessu
tagi, að setja nafn sitt á blaðið og
stinga því í póst. Við munum, síðan
bráðlega hafa samband við þá í
síma eða bréflega.
Áður fyrr, og kannski ennþá, fylgdu
bresku herskipunum ráðleggingarpési
við ýmsum kvillum, sem gátu hent
sig hjá mannskapnum.
Eftirfarandi ráðleggingar var að
finna við kvefi:
Yfirforingjar: aspirin, visky — í
verra tilfelli meira visky.
Undirforingjar: aspirin — í verra
tilfelli visky.
Hásetar: í versta tilfelli aspirin.
Frh. af bls. 9.
Heimilt er sjóðfélaga að fresta töku
ellilífeyris allt til 75 ára aldurs, og
hækkar þá upphæð ellilífeyris vegna
réttinda sem áunnin voru fram til 65
ára aJdurs um xh% fyrir hvem mánuð
sem töku hans er frestað fram yfir 65
ára aldur.
6.gr.
18. og 19. gr. laganna falli brott en í
staðinn komi ný grein:
Einungis er heimilt að endurgreiða
sjóðfélögum iðgjöld í því skyni að
færa féð og þar með réttindi, sem
þeim fylgja, milli lífeyrissjóða. Þó er
heimilt að setja í reglugerð ákvæði um
endurgreiðslur til erlendra ríkisborg-
ara, sem flytja af landi brott, og á
þeim iðgjöldum, sem menn greiða til
lífeyrissjóðsins eftir að þeir hafa náð
75 ára aldri, svo og á þeim hluta ið-
gjalda, sem kann að fara fram úr því
sem skylt er að greiða samkvæmt
lögum eða kjarasamningum.
Svona hljóðaði upphaf 19. greinar
laganna frá 1974. Henni erbreytt nú á
eftirfarandi veg:
19.gr.
Nú verður undirmaður á farskipi
yfirmaður á farskipi, og flyst hann þá
úr sjóðnum í lífeyrissjóð hlutaðeig-
andi útgerðarfélags eða í Lífeyrissjóð
starfsmanna ríkisins, sbr. 1. málsgr. 2.
gr., og skal þá sjóðurinn greiða sjóði
þeim, er farmaðurinn flyst til, ið-
gjöld þau, sem hann hefur greitt
sjóðnum og greidd hafa verið sjóðn-
um hans vegna, ásamt vöxtum.
Útgeröarmenn — Skipstjórar
Sýnd veiði en ekki gefin!
Ef þið hafið innflutningsleyfi þá getum við boðið
ykkur þessa báta til afgreiðslu strax, á mjög hag-
stæðu verði.
Þeir eru:
Smíðaöur 1978.
lengd: 25.80 m
breidd 7.20 m
lestarrými 98 rúmmetrar
(fyrirkassa)
einangraðir með kælivélum
ganghraði 11 mílur
aðstaða fyrir 9 manna áhöfn í 15
daga
vélarstærð: 570 hp v/750 rpm.
Bátarnir eru að öðru leyti með full-
komnum búnaði og verðið er að-
eins: ca. 7.340.000 ísl. kr. miðað við
gengi dagsins.
Höfum einnig til afgreiðslu, með
stuttum fyrirvara:
vökvakrana fyrir allar stærðir fiski-
skipa, trillubáta jafnt sem togara.
Nánari upplýsingar gefur Tækjasalan h/f, Sími 78210
62
VÍKINGUR