Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Page 63
Frá Velferðarráði
„Alþjóðleg íþróttanefnd Sjó-
manna“ skipuleggur íþróttir ár-
lega um allan heim. — Forseti
þessara nefndar hefur boðist til
þess að skipuleggja hér íþrótta-
keppni á þessum vettfangi.
Á fundi velferðarráðs Sjó-
manna sem haldinn var 22/5 1981
var samþykkt að kanna mögu-
leikanna á því að koma á íþrótta-
viku á næsta vori sem gæti hafist
seinni hluta maímánaðar, og notið
samstarfs við „The International
Sport Committee for Seafarers“.
Að því tilefni hefur verið sent
eftirfarandi bréf í öll íslensk far-
skip um þessa fyrirhuguðu keppni.
Til skipstjóra
á farskipum
Föstudaginn 22.5. 1981 var
samþykkt á fundi Velferðarráðs
sjómanna að koma eftirfarandi til
skila.—
Þar sem aðrar Norðurlanda-
þjóðir hafa haft forgöngu um
íþróttavikur og annað er varðar
tómstundaiðju sjómanna hefur
Velferðarráðið áætlað að koma á
íþróttaviku á næsta ári (1982) sem
gæti hafist seinni hluta maímán-
aðar.
Ef þörf krefði mun lengri tími
en ein vika verða tekin svo að sem
flest skip geti tekið þátt í íþrótta-
keppninni (Fijálsar íþróttir,
knattspyrna og fl.).
Okkur hefur boðist að fá heim-
sókn af forseta „The Intemational
Sport Committee for Seefarers“ til
þess að skipuleggja þessa íþrótta-
keppni fyrir íslenska sjómenn og
erlenda sem kunna að vera staddir
í höfn á þeim tíma.—
Æskilegt væri að fá álit skips-
hafna á þessari fyrirhuguðu
íþróttakeppni og jafnframt að
þátttaka sé tilkynnt ef menn geta
gert upp hug sinn um þátttöku
strax. — Þetta má geta skriflega
eða í síma 11234 (2—6 e.h.).
Var einokunin lögð niður árið 1787?
Flest höfum við heyrt það. En því miður er út-
flutningsverslun laridsmanna enn í dag að nokkru
leyti á sama stigi og á tímum Hörmangarafélagsins
alræmda.
Nú er það ekki Hólmfastur á Brunastöðum, sem
er dæmdur fyrir að selja þrjár löngur, tíu ýsur og
tvö sundmagabönd til Keflavíkurkaupmannsins í
stað þess að selja ,,hinum rétta" kaupmanni í
Hafnarfirði.
Nýtískulegar aðferðir
Nú er reynt að beita nýtískulegum aðferðum:
Framleiðendur sektaðir fyrir að selja öðrum en
,,hinum stóru“. Reynt að hóta viðskiptaaðilum
innan lands og utan. Skipafélög þvinguð til að taka
ekki vörur til flutnings. Reynt að beita stjórnmála-
menn þrýstingi og þvingunum og reynt að beita
áhrifum í gegnum fjármálakerfið.
Frystihúsamenn og aðrir framleiðendur sjávaraf-
urða!
Við bjóðum yður að taka til sölumeðferðar
framleiðsluvörur yðar án nokkurra skuldbindandi
,,einokunarákvæða“. Við getum reyndar ekki
„millifært" frá einni tegund eða pakkningu til
annarrar né skilað útsöluverði erlendis án þess að
draga frá eðlilegan flutnings- og sölukostnað, né
möndlað með ,,uppbætur“. (Þær greiðast strax
hjá okkur). En við bjóðum yður að taka þátt í
frjálsum viðskiptum að hætti siðaðra manna og að
byggja upp aðhald fyrir ,,hina stóru".
Munið: Flestir framleiðendur sjávarafurða í
heiminum standa utan einokunarsamtaka.
,/SLBVSKA 3&
UTFLUTN/NGS-
MIÐSTÖÐINHF.
EIRIKSGATA 19* PO.BOX 764 • 121 REYKJAVÍK
SÍMAR :(91) 21296 & (91)16260
VÍKINGUR
63