Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Side 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Side 64
Eyjamenn kynna ný björgunartæki — einhugur um aö koma þeim fljótt í flotann Eins og rækilega hefur komið fram í fjölmiðlum að undanfömu, berjast Vestmanneyingar og Sjó- slysanefnd nú fyrir því af alefli, að tvö björgunartæki, sem Sigmund í Eyjum hefur fundið upp, verði lög- bundin hið fyrsta, en það eru Sig- mundsgálginn og Sigmundspallur- inn svokölluðu. Sjóslysanefnd hef- ur kostað hönnun fyrstu tækjanna, en frekari þróun þeirra og prófun mun nú vera í höndum Siglinga- málastofnunar, og er ekki að efa, að Siglingamálastjóri muni gera Eitt handtak og björgunarbáturinn þeytist í sjóinn, og blæs út á svipstundu. Eins og sjá má, var fjöldi Eyjabúa við- staddur björgunarsýninguna, enda má segja að hver einstaklingur þar eigi llf sitt eða lífshamingju undir því, að fiskiskip þeirra séu búin þeim bestu björgunartækj- um, sem völ er á. það sem í hans valdi stendur til að sannreyna ágæti þessarra björgun- artækja, svo að unnt verði að koma þeim í flotann hið fyrsta. Það vakti athygli gestkomanda, þegar björg- unartæki þessi vora sýnd í Vest- mannaeyjahöfn í fyrra mánuði hve Vestmannaeyingar leggjast á eitt um að þessi björgunartæki megi komast hið fyrsta í gagnið. Til þess að svo megi verða, hafa fjölmargir Eyjamenn lagt fram vinnu sína, tíma, og fé. Og eins og kom fram í tali Friðriks Ásmundssonar, skólastjóra Stýrimannaskólans í Eyjum, er það kappsmál bæði karla og kvenna þar, að gálginn og pall- urinn verði komin í hvert skip Eyjamanna fyrir næstu vetrarver- tíð. Á björgunarsýningunni sýndi Markús Þorgeirsson einnig öryggisnet sitt, og kom það að góðum notum. Hér má glöggt sjá hvar björgunarbáturínn er staðsettur á festingu fyrir ofan skut- rennuna. Toga þarf í einn krók, þá losnar hann. Matthías Nóasson og Þórhallur Hálfdánarson, starfsmaður rannsóknarnefndar sjó- slysa, sýna sjálfvirkan sleppibúnað við björgunarbát. Þegar þessi kassi fyllist af sjó, losnar björgunarbáturínn og blæs upp á fimm sekúndum. Þessum búnaði er hægt að koma fyrir víða um borð í skipum og bátum, og auðvelt ætti að vera að raðsmíða hann. Þessi tæki hafa verið smíðuð í Vélsmiðjunni Þór í Eyjum af þeim Matthíasi Nóassyni og Eggerti Garðarsyni. Ljós. Sigurgeir Jónasson. 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.