Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 65
Guðbrandur Gíslason: áferli fmyndun 1 ímyndaðu þér daginn í marglyttuhami hjúpa líkama þinn þegar bílskröltið fyrir utan gluggann sviptir ofan af þér sænginni einn morguninn þegar þig minnti í svefninum að þín biði angurværð einsog forðum þegar fom ilmur barst þér að vitum og skreytti þér kvöldið dýrum litum nú fellur hann að þér háll og hörfar slímugur undan hverri hreyfingu svo þú veist að þú átt þér hvergi undankomu auðið og þig svíður hann allan til nætur uns þú flyst í fang annarra dýra í öðrum sjó. ímyndun 2 Þennan sama dag fór kona nokkur í vesturbænum með kjölturakkann sinn til rakara til að láta snyrta á honum eyrun, sneiða af honum bartana, belgrýja hann og bæta rófulagið fyrir veturinn. Að því loknu keyptu þau i kvöldmatinn í Hagkaup, en sitja nú í sófanum heima og elska hvort annað. Hún horfir á sjónvarpið, en hann út um gluggann. Blús með kínversku stefi II Haust. Laufin brenna á stígnum. Húsin hverfast í myrkur. Regnið fuðrar á glugga: daglöng ást. Hér andar ekki guð á svefninn. Eitthvað fjarar. Hrópandinn er hás. Á bekknum liggur lesin bók. Ég drekk minn dropa þögull. Fátt gerist af gömlum vana. Dauðinn og hjartað stíga dans. Vetrarvísa Hverslags líf er þetta? köldum var mér kastað óravegu úr myrkum móðurkviði á þenna kvista reit með hlutkestið eitt að leiðarljósi steinhjartað hrímgast hvers má ég vænta? hverfist geimur fallinn undir fönn og urðuð eru stjömuhröpin Sáuð þið hana systur mína? Suður í garðabæ vaxa daffódílur svo stórar að almannavamir eru andvaka. Systir mín sér ekki sólina fyrir þeim. Stundum grætur hún ein í myrkrinu og ég skríð til hennar og held vörtubólgnu andliti hennar við brjóst mér og segi hjá skógræktinni eiga þeir stóra sög og hún grætur og segir guð gefi mér daffódílur þó ekki væri nema í draumi svo allir geti sofnað og ég vakað ein undir sólinni sprungin út. 65 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.