Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Blaðsíða 9
gæðamálin undanfarin ár, að ég
sannfærist betur og betur um að
hráefnisgæðin eru það erfiðasta
sem við þurfum að etja við í sam-
bandið við frystihúsin. Það eru
margir þættir sem koma inn málið
til þess að hægt sé að bæta hrá-
efnisgæðin. Það má skipta þessu í
tvo kafla þ.e. úti í sjó og síðan í
landi. Það má deila um það fram
og til baka hvort við eigum að
ræða um ákveðna lengd veiði-
ferða eða hvort við eigum að ræða
um strangt mat á hráefninu þegar
það kemur í land í þeim tilgangi
að halda lengd veiðiferða í skefj-
um. Ég get ekki dæmt um hvort
við eigum að halda okkur við
strangt mat eða dagafjölda til sjós.
Það ber allt að sama grunni.
Fiskur sem kemur að landi verður
að hafa eitthvað geymsluþol til
þess að gefa vinnslunni tima til
þess að eiga við hann og koma
honum í pakkningar og skiptir
ekki máli hvort um saltfiskverkun
eða frystingu er að ræða. Mér
finnst að við eigum að hafa það
sem útgangspunkt þegar rætt er
um bætt hráefnisgæði, að allir viti
hvað það er sem þurfi að gera til
þess að fiskurinn verði betri vara.
Þetta á við bæði á sjó og í landi.
Vinnslan sjálf er mér skyldari, því
þar þekki ég best til. Undanfarin
ár hef ég haft áhyggjur af því hvað
ábyrgð einstakra starfsmanna í
fiskvinnslunni hefur farið þverr-
andi, það er eins og visst ábyrgð-
arleysi hafi síast inn í menn. Það
er ljóst að það mun taka langan
tíma að byggja upp ábyrgðina hjá
fólki á ný og veit ég varla hvernig
á að gera það. Það veldur mér
miklum áhyggjum, að fólk virðist
ekki bera neina ábyrgð á þeirri
vöru, sem það er með í hönd-
unum.
Þ.Ó.: Það var minnst á það hér
á undan að sjómenn væru kannski
ekki nógu vel upplýstir um frá-
gang á fiskinum um borð. Þá vék
Halldór að ábyrgðarleysi innan
VÍKINGUR
frystihúsanna. Á það sér kannski
stað um borð í skipunum líka, að
menn beri ekki nógu mikla ábyrgð
við frágang fisksins?
I.I.: Þaðerenginn vafi á því, að
upplýsa mætti menn miklu meira
en gert hefur verið. í þeim um-
ræðum sem staðið hafa alllengi
um þessi mál, hefur gætt mikillar
ásökunar og menn leitað að ein-
földum altækum skýringum á því.
Einn ásakar sjómenn fyrir það, að
gera ekki eins vel og gera þurfi og
að menn komi með ónýtan afla að
landi o.s.frv. Annar ásakar Fram-
leiðslueftirlitið fyrir að bregðast
sínu hlutverki og svo vita allir að
framleiðendur gera allt vitlaust og
græða samt. Því finnst mér að
umræðan hafi verið fremur ófrjó,
en það er alveg ljóst að eins og
fiskveiðarnar hafa verið reknar
einkanlega á síðustu árum, að
sóknarkappið er gífurlegt. Það
hefur aukist bæði hjá togurum og
bátum og hefur komið niður á
hráefninu og aðstaðan um borð í
skipunum, eins og t.d. togurunum,
er að sumu leyti áfátt. Þó að kassar
séu og allt sem verða má, þá
skortir í sumum greinum verulega
á. Má um það nefna dæmi hve
áhrif það hefur á geymsluþol og
fleira. Þorsteinn nefndi hér stóra
poka og stór höl, kannski tugi
tonna, auðvitað spillir svona lagað
hráefninu að vissu ntarki. Ef svo
þvotti og slægingu er áfátt, þá
bætir það ekki heldur úr. Svo get-
ur þetta haldið áfram í vinnslunni.
Við þekkjum frásagnir frá neta-
bátunum. Þeir sækja dýpra og
dýpra, sem síðan hefur áhrif á
gæði fisksins til hins verra.
Viðhalda þarf upphaflegum
gæðum fisksins
Það mikilvægasta í gæðamál-
unum er það sent Halldór nefndi,
vitund hvers og eins bæði á sjó
og landi, að fólk geri sér grein
fyrir, hve veigamikið hlutverk
hvers og eins er. Hvert handtak á
að miða að því að viðhalda þeim
upphaflegu gæðum sem fiskurinn
ergæddur þegar hann er í sjónum.
Það þarf oft ekki nema lítið til að
eyðileggja gæði fisksins sem mat-
vöru.
Þá er kornið að þætti matsins og
eftirlitsins og er það býsna flókið
alveg frá því hið upphaflega
ferskfiskmat fer fram við afhend-
ingu. Enda þótt það sé umfangs-