Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Qupperneq 14
lágmarki. Til þess þarf stöðugt aðhald og er hluti af daglegu eft- irliti. Á því má ekki slaka. Þá þarf að hafa eftirlit með vigtun, merk- ingum og ýmsu fleiru. Þ.Ó.: Það hefur verið rætt um grálúðuna og að togararnir hafi veitt mikið magn af henni á þeim tíma, sem hún er mögrust. Er ekki hægt að banna veiðar á henni á meðan hún er að ná upp fituinni- haldinu? I.I.: Það hefur verið reynt að hafa áhrif á þetta, því undanfarin ár hefur meginhluti grálúðunnar verið veiddur á þessum óheppi- lega tíma þ.e. í maímánuði. Reynt hefur verið að koma í veg fyrir þessa veiði í gegnum verðupp- bótakerfið, þannig að verðbætur eru ekki greiddar á grálúðu fyrr en eftir miðjan júní, en það hefur ekki dugað. Þegar tregt hefur verið hjá togurunum á þessum tíma, þá láta menn sig hafa það að veiða grálúðuna. Vinnslan hefur tekið við grálúðunni í þessu á- standi, enda þótt alltof stór hluti af henni sé horlúða, svo sem dæmin sanna. Það hefur komið fram í þessum umræðum, að verðlagn- ing hafi haft óheppileg áhrif á gæði hráefnisins og gera ætti miklu meiri mun á gæðaflokkum. 14 Þar sjá sumir alla lausnina. Það er ekki vafi á, að með ennþá meiri verðmun á gæðaflokkum en er i dag, þá mætti hafa áhrif á gæðin til hins betra. Á því er ekki nokkur vafi. Þá komum við að öðru máli, sem er að mönnum hefur orðið vel úr lakara hráefninu: í skreiðar- verkun og þá saltfiskverkun. Það er ekki hlutverk verðlagningar- innar í sjálfu sér, að ráða gæðum eða gæðamati, heldur einungis að hver fái fyrir sitt í skiptunum, ef svo má að orði komast, þannig að það væri ef til vill verið að hafa af útgerð og sjómönnum með því að gera meiri mun á mati en efni standa til þegar upp er staðið. Þetta er auðvitað eitt af þeim deiluatriðum, sem ávallt verða fyrir hendi. Allsstaðar má betur gera Ég held tvímælalaust að alls- staðar megi betur gera. Við höfum og ég get nefnt hér ákveðin dæmi um hvemig hráefni úr togurum reynist, þegar reknir eru nokkrir togarar hjá einu og sama fyrirtæki og gangast undir sama gæðamat af hálfu Framleiðslueftirlitsins. Þar kemur í ljós hvað það þýðir þegar sum skipa þessarar útgerðar hafa tveim til þrem dögum lengri útivisst en önnur og hafa verri búnað um borð til þvottar á fisk- inum. Um þetta hef ég dæmi frá einni stærstu útgerð landsins. Sumir skella skuldinni á Fram- leiðslueftirlitið og segja að þar séu menn vitlausir, matið sé miklu betra suður með sjó en í Reykja- vík. En þegar sömu mennimir meta ávallt upp úr þessum skipum og munurinn á mati er alltaf jafn gríðarlegur og raun ber vitni, þá er ekki hægt að kenna matinu um. Ástæðan er að eitt skipið er alltaf tveimur til þremur dögum lengur á veiðum en annað og hefur nán- ast óhæfan búnað til þvottar á fiskinum. Hvaða þáttur á hér stærstan hlut á máli er erfitt að dæma um, en hvað þetta varðar halda menn sig oft við einfaldar skýringar og ásakanir á hendur þessum og hinum. I stað þessa ættu menn að reyna að stuðla að umbótum og held ég að nú þurfi að gera herferð á þessu sviði, eins og gert var hér forðum til að bæta umbúnað um borð í fiskibátum þegar slagvatnsskemmdir voru hvað tíðastar. Það þarf ekki aðeins að lagfæra um borð í skipunum, heldur lagfæra alla leiðina í vinnslukerfinu allt á þann stað, þar sem möðkuð skreið bíður eftir því að komast um borð í skip. J.B.: Við erum nú búnir að ræða um áhrif skreiðarinnar og skreiðarverðs á ferskfiskmatið og ég held að það sé alveg ljóst að það hefur mjög truflandi áhrif á gæðamat, þar sem raunverulega á að koma fram munur á verðlagn- ingu eftir gæðum. Mér sýnist að enn séu ekki öll kurl komin til grafar. Þótt skreið virðist gefa gott af sér á ákveðnum tímum, þá er oft miðað við toppa og auk þess verð á vöru, sem ekki er seld og er bundin með afurðalánum og jafnvel safnast skreiðin fyrir í höfnum erlendis. Því held ég að sú röksemd sem menn hafa haldið á lofti um að skreiðin gefi svo gott VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.