Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 15
verð, að hún réttlæti lítinn mun á hráefnisgæðum, sé ekki alveg rétt. Skreiðin hefur ruglandi áhrif á aðra verðlagningu fiskjar, sem fer til annarrar vinnslu. H.R.: Við vorum að ræða um grálúðuna. Ég held að það sé ljóst, að Framleiðslueftirlitið hafi ekki staðið sig nógu vel hvað snertir mat á horlúðuna, sem hefur verið veidd undanfarin ár. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hef fengið frá mínum mönnum um allt land, þá virðist vanta töluvert uppá að þeim sem falið var að meta grá- lúðuna hafi verið kynnt hvernig bæri að meta hana. Þar af leiðandi var matið mjög misjafnt eftir stöðum og því hefur þetta bitnað með ýmsu móti á sjómönnum. Áföll vegna grálúðumats H.Þ.: Það er rétt að það er mikill vandi að meta grálúðu. Ég ætla ekki að draga úr því. Það kemur oft fyrir að togaramir koma að landi með grálúðu á mismunandi fitustigi og þá er oft erfitt að flokka lúðuna í gæða- flokka og því er starfsmönnum Framleiðslueftirlitsins vandi á hendi. Við hjá Sambandinu höf- um einnig orðið fyrir áföllum vegna þessa og á það einkum við um grálúðu til reykingar. Við reyndum að taka okkur á, á þessu ári og held ég að það hafi heppn- ast bærilega. Það er bráð nauðsyn að togar- amir geti stundað aðrar veiðar en grálúðuveiðar á vorin, því það hráefni sem þá fæst er í raun óhæft til vinnslu. Á þessu ári fengum við ekki grálúðu í góðu ástandi fyrr en síðari hluta júlí og byrjun ágúst. Það er þá sem á að veiða grálúðuna. Þ.Ó.: Það var rætt hér um Framleiðslueftirlitið. Teljið þið að matsmenn þess séu ekki nógu samhæfðir eða viljið þið láta framleiðandann bera enn meiri ábyrgð en nú er? VÍKINGUR Þ.J.: Inn í þessar umræður, um ábyrgð hvers og eins, verður að geta þess að inn í þetta dæmi koma mjög margir þættir. Það breytir hins vegar ekki því, að ábyrgð framleiðendanna þarf alltaf að vera söm. Það má benda á að þeir sem frysta fisk eru búnir að koma upp sínu gæðaeftirliti ef svo má segja, framhjá Fram- leiðslueftirlitinu. Við höfum ekki verið slíkt eftirlit í SÍF. Þá er það að freðfiskframleiðendur tóku upp bónuskerfi fyrir mörgum ár- um, sem við erum síðan að taka upp nú. Sá er munurinn á þessum tveimur kerfum að freðfiskfram- leiðendur nota sína eftirlitsmenn, sem síðan hafa strangt gæðaeftirlit í bónusnum. Ef við tökum síðan saltfiskframleiðsluna fyrir, þá er þar líka kominn bónus. En hvað er þar á ferðinni? Það er aðeins hraðinn og aftur hraðinn. Það er ekki minnst á gæðin. Það er aðeins hugsað um hversu mörgum pökk- um af fiski er hægt að afkasta fyrir ákveðinn tíma, burtséð frá hvemig gæðin verða. Þetta er okkar stóra vandamál nú og af- leiðingar þess komu upp hjá SÍF nú í vetur. Bónuskerfið hjá okkur er að þróast, en hraðinn er ein af ástæðunum fyrir því hvemig fór í vetur og það er fleira sem olli mistökunum þá. — En vissulega kemur visst ábyrgðarleysi fram í þessu hjá framleiðendum. F ramleiðsl uef tirli tið hefur ekki staðið sig Það er alltaf hægt að kenna einhverjum um þegar illa fer, en það fer ekki á milli mála að Framleiðslueftirlitið hefur ekki staðið sig og kemur þar margt til. Þeir þættir sem Framleiðslueftir- litið á að sjá um eru að meira og minna leyti í molum og það hefur sýnt sig. Ég held því að við verð- um að færa eftirlit og ábyrgð enn meir til framleiðenda í saltfisk- verkun, svipað því sem nú er í freðfiskinum. Það er allavega ein af leiðunum til að koma í veg fyrir mistök í framleiðslu. Þá þarf að upplýsa fólkið betur sem við þessa framleiðslu vinnur. Það þarf að upplýsa þá sem veiða fiskinn og það þarf að upplýsa þá sem ganga frá síðustu handtökunum betur. Það þarf að upplýsa alla betur. Það þarf að taka upp kennslu í þessum greinum og myndi ég leggja til að við samþykktum ályktun í því efni. Ég minnist þess að Fiskiþing samþykkti á sínum tíma, að beitning yrði kennd í

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.