Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Qupperneq 23
„Við unnuni í 12 og hálft ár í Mjólkursamsölunni og fórum svo á sjóinn. Fyrsta túrinn
fórum við 1. nóvember 1957.“ Systumar um borð í Heklu 1967, t.v. Sigríður sem dó um
borð í Esju 1978 og Guðrún sem fór að vinna í landi fyrir viku síðan.
„Ég er fædd í Hafnarfirði, 5 júlí
1927 og alin þar upp til tólf ára
aldurs þar til ég flutti til Reykja-
víkur. Faðir minn drukknaði
þegar ég var fimm ára. Hann fórst
með línuveiðaranum Papey, við
Akurey. Móðir mín hét Egilsína
Jónsdóttir og ól okkur systurnar
þrjár upp. Hún vann á ýmsum
kaffihúsum m.a. lengi í Hafnar-
búðum. Við gengum í barnaskóla
og byrjuðum síðan að vinna, unn-
um lengst af hjá Mjólkursamsöl-
unni eða í þrettán og hálft ár. Sið-
an fórum við á sjóinn.
Við unnum lengst í mjólkur-
búðunum á Hverfisgötu og Rán-
argötu en vorum oft sendar annað
ef þess þurfti. Það var oft erfitt að
ausa mjólkina í brúsana en vinnan
léttist mikið þegar flöskurnar
komu. Systir mín var slæm í
höndunum, titraði stundum öll
þegar álagið var mikið.“
Fólk reyrt til að
hamla gegn sjóveiki.
— Varstu orðin leið á vinn-
unni? Langaði þig í tilbreytingu
þegar þú fórst á sjóinn?
— Nei, nei. Ég veit eiginlega
ekki hvað olli þessu. Kunningi
VÍKINGUR
pabba kom í heimsókn til okkar,
ég hafði ekki séð hann í mörg ár.
Hann vann á Esjunni og við
spurðum hann af rælni hvort hægt
væri að fá pláss. Hann kom svo
daginn eftir og sagði að það væri
laust pláss fyrir okkur báðar. Við
byrjuðum þá á gömlu Esjunni, 1.
nóvember 1957 svo það verða 25
ár um mánaðamótin. Ég var oft að
hugsa að maður ætti að skrifa
niður hjá sér allt það fólk sem
maður hefur verið samskipa en
það varð aldrei neitt úr því. Það er
orðinn nokkuð stór hópur. Alltaf
voru einhver mannaskipti en fólk
tolldi samt vel á gömlu skipunum,
var oft í mörg ár.
Við vorum fyrst fjögur ár þernur
á gömlu Esju. Þá sá maður um
farþegana á plássunum, ég var á
fyrsta plássi en Sigga systir á öðru.
Maður tók á móti farþegunum,
skipti á rúmunum, þreif klefana
og bjó um daglega og gaf fólki
mat í klefana sem ekki treysti sér
upp að borða. Farþegamir gátu
hringt á okkur ef þá vantaði að-
stoð og oft þurfti maður að reyra
þá sem voru sjóveikir. Við notuð-
um lök á þá sem voru feitir, a.nnars
handklæði. Þetta var gert til að ýta
maganum inn þá leið fólki betur.“
— Voruð þið ekki sjóveikar?
— Nei, við fundum aldrei til
sjóveiki. Verst var að læra að
ganga í miklum sjó því maður
þurfti alltaf að vera á hlaupum.
Maður lærði að fylgja hreyfingum
skipsins þá var þetta allt í lagi.
— Manstu eftir einhverju sér-
stöku atviki, mikilli sjóveiki eða
vondu veðri?
— Það var oft vont veður. Einu
sinni fæddist barn um borð hjá
okkur. Það var þriðja bamið sem
Á Heklu unnu þær systur sem þjónar í borðsal. Farþegar voru oft geysimargir og ekki
virðist kalda borðið neitt ólystugt. Gunna er lengst til vinstri síðan koma Kristjana,
Alexía, Ragnhildur og Aðalsteinn bryti.
23