Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Blaðsíða 19
Jónas: „Kassar geyma fiskinn oft mjög takmarkað, þrátt fyrir bestu aðstæður.“ með löngu útivistina sem fá lakara matið og eru að auki með óhæf þvottakör. Hvort þetta hefur ein- hver áhrif ætla ég ekki að stað- hæfa. Því tel ég þátt Fram- leiðslueftirlitsins í verðlagning- unni ekki svo afleitan. Hins vegar tryggir eftirlitið engum neitt. Það eina sem Framleiðslueftirlitið tryggir er að verðlagningin skal vera svona og svona eftir gæða- flokkum og stærðarflokkum. Ég tel að til þess að framleiðsla okkar verði virkilega góð, þurfi að efla alla virkni og vilja til að gera betur, alveg frá því að fiskurinn kemur um borð í skipin og þar til að varan er afhent í þeim búningi sem kaupandinn vill fá hana. H.R.: Ég tel að Ingólfur hafi tekið undir það sem ég var að segja, því hann minntist á matið úr togurum hér í Reykjavík. Jú, menn ærast yfir fiskinum, en menn eru ekki að ærast yfir því að verið sé að hafa eitthvað af þeim. Menn ærast yfir því að fiskurinn var dæmdur svona af því að hon- um var landað á þessum stað og þessir sömu menn vita að ef fisk- inum hefði verið landað annars- staðar, þá hefði fengist öðruvísi mat. Þetta tel ég vera meira atriði en Ingólfur vill af láta. VÍKINGUR J.B.: Mér finnst þeir Hafþór og Ingólfur séu að ræða um sama hlutinn. Ég er sammála flestu því sem þeir hafa sett fram. Við vitum að ákvörðun í mati er viðkvæm, því þar takast á hagsmunir. Báðir aðilar verða sjaldnast alveg ánægðir með sitt. Hins vegar verðum við að leiða þessar hug- leiðingar hjá okkur. Kjaminn er eftir og það er misræmið og sá grundvöllur sem matið stendur á. Matið er engan veginn nógu gott, ekki síst í ljósi þess, að raunveru- legt og sanngjarnt mat á ferskum fiski á að vera í vissu samræmi við afurðamat og verð, þegar búið er að selja afurðina. Þar eru hlutir sumpart í ólagi og því er mikil óvissa, sem ríkir yfir matinu i heild. Saltfiskur kemur aldrei til rannsóknar Það er fyrir neðan allar hellur að við skulum þurfa að rífast yfir því nú í byrjun níunda áratugar- ins, hvaða matsaðferðir sem raunverulega byggjast á rann- sóknaraðferðum, þ.e. á efnisleg- um og gerlafræðilegum mæling- um, eða vísindalegu skynjaramati. Þessar rannsóknir eru nákvæmar, en enn er deilt um hvert á að vera hlutverk Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins í því að mynda grunn fyrir eðlilegt mat á fiskaf- urðum. Þetta er mikið mál og það stendur í fjórðu grein laganna um Framleiðslueftirlit sjávarafurða, að Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins skuli annast þær rann- sóknir, sem eru nauðsynlegarfyrir Framleiðslueftirlitið. Nú er það svo að ýmsar ákvarðanir, sem eru teknar hvíla á grunni, sem er flókinn, þar á meðal ákvörðun um það hvort saltfiskur sé fullstaðinn eða ekki. Nú er það svo, að það kemur vart nokkurt sýni af salt- fiski til mælingar hjá Rannsókn- arstofnuninni. Þannig fullyrði ég hér, að ýmsar þær mælingar sem ber að gera og ekki er hæ að gera nema á rannsóknarstofnun eru ekki framkvæmdar. Menn eru ennþá að rífast um hlutverk Rannsóknarstofnunarinnar sem slíkrar í svona vandamálum. Þetta gengur ekki og þess vegna vildi ég koma þessu hér á framfæri. Rannsóknarstofnunin fékk t.d. engin sýni til rannsókna vegna Portúgalsmálsins nú í sumar. Þ.Ó.: Núferaðkomaaðlokum þessa spjalls okkar, en hvað er það sem þið vilduð helst sagt hafa að lokum? Hver og einn reyni að bæta úr I.I.: Ef reynt er að draga þessi mál saman í hnotskum, þá er það ljóst, að það er ákaflega mörgu áfátt enn, þótt auðvitað megi segja að sumt hafi gengið bærilega og annað farið batnandi. En þegar rætt er um þessa fiskframleiðslu okkar, sem ber efnahag landsins uppi, held ég að mikil þörf sé á því að bæði þeir einstaklingar sem í þessu vinna og þær stofnanir sem um þessa hluti eiga að fjalla endurmeti stöðu sína og hver og einn reyni að bæta þar úr, en leggi þá um leið til hliðar þær sífelldu ásakanir sem menn bera fyrir sig til þess að kasta frá sér þeirri ábyrgð sem á viðkomandi hvílir. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.