Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Side 36
í horninu til hægri sést stóra dæluhjólið sem stjórnar öllum galdrinum. Rörið af síðunni liggur þarna niður og hitt rörið upp og yfir lestina. Örn vélstjóri kannar hvort ekki sé allt í lagi. Þetta dæluhjól dugar aðeins fjörutíu ferðir og verður þá að skipta um. Varla gat veðrið verið betra og þama sést nýja byggðin við Kjalarnes. Leyfilegt er að dæla upp, 60 föðmum út frá stórstraumsfjöru. Horft fram eftir skipinu. Spilið á bakborða stjórnar rörinu sem liggur meðfram síðunni og er nú að störfum á hafsbotni. Kjalarnesið teygir sig í sjó fram. nkse sú sama og við Sævarhöfða, kannske starfsfélagar þeirra við útibúið á Granda. Hreinn er mættur á bryggjuna og ég kveð skipverjana sjö með þökk fyrir viðkynninguna. Þau eiga enn eftir þrjátíuogníu ferðir af úthaldinu sínu, sum hver. Þau sigla inn og út úr Reykjavíkurhöfn hvort sem dagurinn hjá okkur í landi heitir sunnudagur eða föstu- dagskvöld og dæla upp undirstöð- um í hús. Tilvonandi brúðhjón komu ak- andi heim til sveitaprests í hest- vagni. Eftir vígsluna sagði brúðg- uminn: — Prestur minn, ég á enga peninga eins og er, en héma er stór og feit hæna handa þér í matinn, og fyrir jólin lofa ég að færa þér ágæta aligæs. Prestur hitti oft þennan sama mann eftir þetta, en bóndi virtist vilja forðast að eiga orðaskipti við hann. En dag einn mættust þeir augliti til auglitis, og þá sagði bóndi. — Prestur minn, ég get eins vel sagt þér, að þú færð enga gæs frá mér. Ég er nefnilega búinn að sannreyna, að hún var meira að segja ofborguð með þessari hænu, sem ég lét þig fá. ’ Ólafur hreppstjóri var drykkfelld- ur nokkuð og ekki vandfýsinn á drykkinn en vildi þó láta telja sig í heldri manna röð. — Mikið svín er hann Jónas í Túni. Ég var honum samferða um daginn og þá drakk hann brennsluspritt, sagði Ólafur eitt sinn. — Og svæ var hann blóð- nískur á þetta, bætti hann við eftir stundarþögn. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.