Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Blaðsíða 18
hvemig vinna Framleiðslueftirlit- ið og Rannsóknarstofnunin sam- an? Ég held að Rannsóknarstofn- unin annist mjög stóran þátt af hinu eiginlega vinnslueftirliti. Það þarf að skoða öll þessi mál, ekki bara hin opinberu heldur líka hjá sölusamtökunum. Þar hefur átt sér stað merkileg þróun, sem borið hefur árangur í sumum greinum, en þó er það mismunandi að því ég tel. Sjómenn vantreysta Framleiðslueftirlitinu H.R.: Þessar umræður hafa beinst töluvert að þáttum, sem eru mér tiltölulega lítið viðkomandi og hafa of lítið snúist um hlutina eins og þeir eru í dag. Ég tel að Framleiðslueftirlit sjávarafurða sé valdamikil stofnun og það er tengiliður milli kaupenda og selj- enda. Framleiðslueftirlitið er tekjuákvarðandi að töluverðu leyti fyrir mína menn, það er sjó- mennina. Að mati flestra sjó- manna er Framleiðslueftirlitið ekki sú stofnun sem það ætti að vera og sjómenn vantreysta því og við það get ég staðið hvar sem er. Eftirlitið hefur á sínum snærum ansi stóran hóp manna eins og Ingólfur var að ræða um. Þessir menn eru staðsettir víða á landinu og í flestum tilvikum ágætis menn. Hins vegar teljum við sjómenn, að það skorti mikið á samræmingu í starfi þessara manna. Misræmi í mati á milli staða er alltof mikið. Við treystum því alls ekki að vinnubrögðin séu hin sömu frá stað til staðar. Okkur þykir sárt að skip geti komið að landi á tveimur stöðum með samskonar afla. Niðurstöður matsins á þessum stöðum er mjög mismunandi. Þ.Ó.: Viljið þið kannski leggja Framleiðslueftirlitið niður í þeirri mynd sem nú er og taka jafnvel upp frjálst uppboðskerfi á fisk- sölu, eins og tíðkast í Evrópu? 18 Matið verður að vera áfram H. R.: Nei það er ekki lausnin að okkar mati. Einfaldasta lausnin er að starfsmenn eftirlitsins hlytu betri og samræmdari menntun en er í dag. Ég vildi ekki missa þenn- an þátt, þótt að matið sé orðið að of miklu leyti verðlagningarþátt- ur, þá verður þessi þáttur að vera til staðar að minnsta kosti á með- an við búum við það kerfi sem nú er haft á. En menn verða að geta treyst matinu. I. I.: Ég held að matinu verði aldrei treyst. Þama er verið að skera úr um hvað maður á að fá fyrir þann fisk, sem hann ber að landi. Menn gera mikið úr mis- ræmi milli einstakra staða í gæða- mati ferskfiskmatsins. Eins og ég sagði í upphafi er ferskfiskmatið stærsti þátturinn í starfsemi Framleiðslueftirlitsins. Þessi stóri þáttur er svo hundómerkilegur að vart er um hann ræðandi, sem framkvæmd. Hafi maður ein- hverntíma komið á bryggju, þar sem verið er að meta fisk upp úr netabát, getur maður spurt hvað menn vilji gefa fyrir það mat? Ekki gef ég fimm aura fyrir slíkt val. Spumingin er: hvernig á matsmaðurinn að velja eða hver á að velja fiskinn fyrir matsmann- inn? Það þarf ekki að segja ykkur sem hér eruð af því hvemig farið er að því að velja fisk í mat af netabátum. Við þetta mat er í rauninni verið að togast á um peninga. Að vera með stórar yfir- lýsingar um að matsmennimir séu ekki nógu vel upplýstir og störf þeirra ekki nægilega samræmd er ekki sanngjamt. Auðvitað á Framleiðslueftirlitið að sjá um að þessir menn séu upplýstir um allt sem lítur að samræmingu, en við mat er verið að togast á um fjár- muni og auðvitað gagnrýnir kaupandinn jafnt og seljandinn matsmanninn fyrir að meta fisk- inn ekki nógu hagstætt. Ég gef því ekki mikið fyrir allt þetta gagn- rýnistal í garð matsmannanna. Eftirlitið tryggir engum neitt Ég minntist hér áðan á togara- útgerð í Reykjavík og er ein stærsta útgerð landsins. Skip út- gerðarinnar eru mismunandi en allt eru togarar. Hjá hluta skip- anna er matið mikið lakara en hjá öðrum og hvers vegna er það? Það hefur aldrei verið rannsakað, en ég sé það ár eftir ár, að hluti skip- anna hefur tveim til þrem sólar- hringum lengri útivist að meðal- tali en önnur og það eru skipin VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.