Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Blaðsíða 22
Þerna í strand- siglingum í 25 ár Rætt við Guðrúnu Jónsdóttur þernu hjá Ríkisskip Eftir kaffisopa með Ágústi Nat- anaelssyni, yfirvélstjóra sem á einna lengstan starfsaldur að baki hjá ríkisskipunum, bráðum 35 ár, byrjaði á Súðinni, var síðan á Þyrli, Skjaldbreið, Herðubreið og bæði gömlu og nýju Esju og Heklu, kveðjum við Gunna Esj- una og komum okkur fyrir á kaffistofunni. Hún er grönn og létt í hreyfing- um með dökkt sítt hár sem hún greiðir frá enninu og undarlega gulleit augu. Stundum horfir hún fast á mann eins og hún vilji segja það með augunum sem hún kem- ur ekki í orð og rödd hennar er djúp og þægileg. Andlitið breytist mikið þegar hún hlær, túlkar vel það sem hún er að hugsa. í Mjólkursamsölunni í 13 og hálft ár. Ég hitti Guðrúnu fyrst á nýja vinnustaðnum þar sem hún var að reyna að koma nýkeyptri kaffi- könnu í gang svo hægt væri að ylja þeim sem við lestun og losun vinna, með heitum sopa. Fyrst dró hún úr því að hún hefði frá ein- hverju að segja en sagði síðan að ég mætti koma daginn eftir og spjalla. Þegar ég kom upp í kaffi- stofu daginn eftir, hafði hún þurft að skreppa frá og einhver þóttist hafa séð hana fara um borð í Esju sem lá við bakkann. Ég fór um borð og ímynda mér að erfitt sé að slíta sig frá siglingalífinu eftir 25 ára starf, allavega finnst mér auð- skilið að Gunna vilji aðeins líta við þegar skipið er statt í grendinni. Vcrið var að lesta Esju við Grófarbryggjuna svo Gunna leit við um borð og heilsaði upp á fyrrverandi vinnufélaga. Þarna fá þau sér tíu dropa, Gunna og Ágúst Natanaelsson yfirvélstjóri sem siglt hefur á ströndina í 35 ár. „Það var mikið ævintýri að sigla með Heklunni og Esjunni í gamIadagaþegarfarþegaskipinvoruoghétu,“segireldrafólksem man þá sælu tíð. Ævintýraljómi slíkra siglinga er mikill hjá okkur hinum yngri sem alin erum upp á flugvélaöld. Að sigla meðfram ströndinni eða til útlanda og njóta þess að borða góðan mat, drekka Ijúf vín og spjalla við samferðafólkið af margvíslegu þjóðerni. Það hlýtur að vera stórkostlegt. En til þess að farþegum geti liðið svona vel, þarf vitanlega gott starfsfólk. Það þarf að bera fram matinn, skúra gólfin, brosa hlýlega, búa um rúmin og hjúkra þeim sem ekki þola sjólagið. Viðtalið sem hér fer á eftir er við konu sem í 25 ár hefur starfað við að auka vellíðan þeirra farþega sem ferðast hafa meðfram IslandsströndummeðskipumRíkisskip.Eflaustkannastmargir við hana og tvíburasystur hennar en þær systur störfuðu yfirleitt á sömu skipunum, þar til önnur þeirra dó um borð í Esju, 1978. Guðrún Jónsdóttir þerna, sú sem ef tir lif ir, kom í land fyrir viku síðan til að annast kaffisölu í kaffistofu hafnarverkamanna Ríkis- skips, í hinu nýja vörugeymsluhúsi fyrirtækisins á Grófarbryggju í Reykjavík en vill alls ekki taka fyrir það að hún fari á sjóinn aftur. 22 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.