Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1982, Blaðsíða 55
Enginn áhugi forráðamanna útvarpsins á upptöku íslensks efnis fyrir sjómenn — segir Ingólfur Stefánsson hjá F.F.S.Í. Myndbönd — videó — myndsegulbönd. Um fátt er meira rætt manna á milli. Myndbandaleigur spretta upp eins og gorkúlur og annars staðar í blaðinu er einmitt rætt við eiganda einnar slíkrar. Eins og þar kemur fram eru sjómenn miklir notendur myndbanda og af því tilefni spjöllum við við Ingólf Stefánsson, framkvæmda- stjóra F.F.S.Í. um baráttu sambandsins við Ríkisútvarpið um drcifingu á efni útvarps og sjónvarps um borð í íslensk skip. Sjó- menn eru skattborgarar sem hljóta að eiga rétt á þjónustu eins og aðrir en þeim er nær undantekningarlaust ókleift að ná útsending- um sjónvarpsins úti á sjó svo hvers vegna má ekki bæta þeim það upp með íslensku efni á myndböndum? Allt strandar á höfundarétti og rétti innflytjenda. „Mörg ár eru nú liðin frá því umræður hófust milli okkar og forráðamanna ríkisútvarpsins um að þeir taki upp íslenskt efni fyrir skipin" segir Ingólfur. „Upphaf málsins var það að Reykjavíkur- útvarpið heyrðist ekki eftir sólar- hrings siglingu frá landinu, hvort sem var í austur eða vestur og því gátu farmenn ekki hlustað á það, eins og aðrir. Við vildum því að útvarpið tæki upp fréttaútdrátt svo sem íþróttafréttir ofl; erindi og annað það dagskrárefni sem áhugavert væri fyrir sjómenn og sendi um borð. Að þetta fékkst ekki og hefur ekki fengist enn, hvorki hjá útvarpi né sjónvarpi, mun vera margþætt. Kemur þar til höfundaréttur og aðstöðuleysi út- varps og sjónvarps til þess að ann- ast þessar upptökur en fyrst og fremst er um skort á fjármagni að ræða því eins og samningar við flytjendur efnis eru nú, mun kostnaður nær óyfirstíganlegur. Þegar íslenski síldveiðiflotinn stundaði veiðar í Norðursjó, var baráttan fyrir bættum hlustunar- skilyrðum íslenska útvarpsins hert og má einnig minnast á að þá var barist fyrir því að fá íslensk dag- blöð send á erlendar hafnir fyrir íslenska farmenn og fiskimenn. Þetta mál tók íslenska kirkjan síð- an upp á sína arma og f jármagnaði sendingar íslenskra dagblaða á er- lendar sjómannastofur, í sam- vinnu við hið svokallaða velferðaráð. Seinna var farið að tala um upptökur úr sjónvarpinu þegar myndsegulböndin komu til sög- unnar og fóru að ryðja sér til rúms í flotanum. í tíð Gunnars Thor- oddsen sem félagsmálaráðherra og Vilhjálms Hjálmarssonar sem menntamálaráðherra, ræddum við þessi mál mjög mikið og feng- um vitaskuld vinsamlegar mót- tökur hjá ráðherrunum en lítið var um raunhæf ráð til úrlausnar. Báðir vísuðu þeir til útvarpsstjóra sem sifellt skýldi sér bak við rétt höfunda og flytjenda efnisins. Varðandi frétta og fræðslumyndir, þar sem ekki er um að ræða rit- höfunda né leikara, töldu ýmsir aðrir sig eiga höfundarétt, til dæmis tæknimenn og kvikmyndatökumenn. Um þetta leyti var sett á fót nefnd til að vinna að þessu máli, hálfgerð sýndarmennskunefnd, þar sem sambandið átti einn full- trúa. Ekkert kom raunhæft út úr starfi hennar svo við sögðum okk- ur úr henni og er hún því dauð.” Þegar íslcnski síldveiðiflotinn stundaði veiðar í Norðursjó, var baráttan fyrir bættum hlustunarskilyrðum íslenska útvarpsins hert. Þá var einnig farið fram á að útvarpið tæki upp íslensk leikrit o.fl. og sendi uni borð í þau skip sent ekki náðu útvarp Reykjavík. VÍKINGUR 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.