Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1985, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1985, Page 21
Ekkert dundur sérvitringa fiskiskipa, eins og t.d. viö veiðar Færeyinga í hafinu austur og noröaustur af ís- landi. Ytri merki kallast þau merki sem sjást utan á fiskinum. Þessi tegund er miklu algeng- ari en innri merkin. Gerö og lögun þeirra er mismunandi. Síöustu árin hafa eingöngu veriö notuö plastmerki hér viö land. Þau eru ýmist plötu- eða hólklaga (sjá mynd 1), gul eöa rauð aö lit. Plötumerkin bera áletrun, tvo bókstafi og númer. Þau eru saumuö i fiskinn, ýmist framan viö fremsta bak- ugga (á þorsk og steinbít) eöa i tálknalokið eins og á skar- kola (sjá mynd 2). Hólkmerkin eru fest meö akkeri i hold fisksins, venjulega fyrir fram- an eöa til hliðar viö bakuggann (sjá mynd 2). Þessi merki bera einnig áletrun, texta ásamt númeri. Siöar verður vikiö nánar aö þessari gerö merkja. Auk ofangreindra merking- araðferða hefur fiskur veriö auökenndur meö ýmsu móti, t.d. uggaklippingu, litun o.fl.. Ekki veröur nánar fariö út i þá sálma hér, aðeins nefnt til gamans aö tattóvering hefur veriö reynd, ekki ósvipuð því sem á sér staö meðal manna. Gallinn við þá aðferö er aö oft er erfitt aö finna mynstur og liti sem sjást greinilega á roöi fisksins. Litirnir eiga þaö einn- ig til aö dofna meö timanum. Líffræöileg atriði, t.d. snikju- dýr, hafa einnig veriö notuö sem einskonar merking. Ef sýkingin er mismunandi, t.d. hvaö varðar tíöni og tegundir snikjudýra eftir svæöum, má fá venjulegar upplýsingar um göngur og samsetningu viö- komandi fiskstofns. Markmið með fiskmerkingum Merkingar eru einkum til aö afla upplýsinga um eftirfarandi atriöi: 1) Útbreiöslu, göngur og blöndun fiskstofna. 2) Vöxt einstaklinga. 3) Vaxtarmynstur likams- hluta sem notaðir eru til aldursákvaröana, t.d. kvarna, hryggjarliða eöa hreisturs. 4) Afföll (dánarstuöla) i fisk- stofnum. 5) Stærö fiskstofna. Merkingar hafa löngum ver- iö mikilvægar til þess aö leiða í Ijós göngur, útbreiðslu og blöndun fiskstofna. Mörg dæmi má nefna um góöan árangur slíkra tilrauna. Eitt hiö frægasta er síldarmerkingar Árna Friðrikssonar og Norö- mannsins Olavs Aasen hér viö land skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina. Þær sýndu aö svokölluð islandssild var aö hluta sama sildin og hrygndi viö vesturströnd Nor- egs á vorin. Annaö dæmi er merkingar á þorski vió Austur- Grænland. Þær leiddu i Ijós aö þorskur frá Grænlandi gekk hingaö til hrygningar, þó mis- mikiöfráári tilárs. Merkingar geta gefiö upp- lýsingar um vöxt fiska. Meö þvi aö bera saman stærö fisksins viö merkingu og þeg- ar hann endurheimtist má finna árlegan vöxt, hafi fiskur- inn verið nógu lengi i sjó. End- urheimtur mismunandi löngu eftir merkingu sýna nánar vöxt fisksins eftir árstimum og einnig hvernig sá vöxtur kem- ur fram í beinum, kvörnum og hreistri. Þannig er oft hægt aö meta öryggi aldursákvarðana, en ofangreindir likamshlutar eru mikiö notaöir i þvi skyni. Afföll eöa dánarstuðla má oft finna meö merkingatilraun- um. Þá er fylgst meö hlutfalls- legri fækkun endurheimtra merkja eftir því sem lengra lið- ur frá merkingu. Gert er ráö fyrir aö merktir fiskar hagi sér eins og ómerktir fiskar. Þaö er litiö á merktan fisk sem sjálfsstæöan hluta stofnsins, er lúti sömu lögmálum og Unnið að merkingu um borð i hafrannsóknar- skipi. Ljósm.: Guðbjartur Gunnarsson. Merkingar hafa löngum veriö mikil- vægartil þessaö leiöa i Ijós göngur, útbreiöslu og blöndun fiskstofna. Víkingur 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.