Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1985, Page 78

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1985, Page 78
SIGLINGAMÁLASTOFNUN RÍKISINS HRINGBRAUT 121, 107 REYKJAVÍK. SÍMI 258« Varðandi: Eignaskipti á skipum og bátum. Af og til kemur það fyrir að eigendaskipti á skipum og bátum fara fram, að því er virðist, án þess að kaupendur kanni til hlítar hvernig viðkomandi skip eða bátur standi gagnvart lögbundnum skoðunum. Samkvæmt lögum um eftirlit með skipum nr. 52/1970 hvílir sú lagaskylda m.a. á eig- anda skips, að sjá til þess að lögskipaðar skoðanagerðir fari fram á skipi þ.e.a.s. að skip sé skoöaö árlega. Skylda þessi hvílir á öllum eigendum skipa og báta, sem eru lengri en 6 metrar. Því mið- ur er of algengt að eigendur skipa, sérstaklega minni báta, fylgi ekki þessari lagaskyldu þrátt fyrir að skipin séu notuð. Því er vakin athygli á þessu máli nú, að oft leyta nýir eigendur skipa og báta til stofnun- arinnar, þegar kaup hafa orðið og ný skoðun leitt í Ijós að ýmsu er ábótavant og jafnvel komið í Ijós að bátar hafa gengið kaupum og sölum, sem ekki hafa verið viðgerðarhæfir. í slíkum tilvikum getur stofnunin engu áorkað hafi ekki farið fram lögbundnar skoðanir á viðkomandi skipi. Þá er óheimilt aö framleiða til sölu báta minni en 6 metra að lengd nema þeir hafi hlotið viðurkenningu Siglingamálastofnunar. Er kaupendum slíkra báta einnig bent á að kynna sér vel hvort þeir eru viðurkenndir áður en af kaupum verður. Siglingamálastjóri. VEIÐUM.V/INMUM OQ5EUUM Veiðifloti Bæjarútgerðar Reyhjavíkur er vel bútnn og skipaður úrvals sjómönnum. fíeykvískar fjölskyldur hafa haft afkomu sína af flskveiðum í marga ættliði og vöntur fíeykjavíkur stafar ekki síst frá þróun þilskipaútgerðar og síðar togaraútgerðar frá borginni. BÚR Vinnslustöðvar BÚfí eru í fremstu röð. Þar vinna hæfir starfsmenn að því að skapa vöru, sem stenst ströngustu gæðakröfur. fíaupendur, jafnt innanlands sem í fjarlægum heimsálfum, mega treysta gæðum framlelðslunnar frá BÚfí. Tæknideild BÚfí starfar að viðhaldl og sífelldri þróun tækjakosts fyrirtækisins. flún á sinn þátt í góðri nýtlngu aflans og lækkun kostnaðar á framleiðslueiningu. Yfirstjóm fyrirtækisins nýtir fullkomnasta tölvubúnað, sem völ er á til þess að fylgjast með rekstrlnum. Hún leggur áherslu á að auka vinnsluvirði framleiðslunnar með vöruþróun og auklnnl markaðsstarfseml. Hefur það borið góðan árangur t.d. í sölu á ferskum fiskl innanlands og á erlendum mörkuðum. B/l JARl 'K il .RI) Rl Yk.lAVIkl R BÆJARÚTGERÐ REYKJAVÍKUR TRYGGVAGÖTU 17 101 REYKJAVÍK. SÍMI 24345 SÍMNEFNI: BÚR. TELEX: BÚR 2019

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.