Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1985, Síða 86

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1985, Síða 86
Þorvaldur Guðmundsson skipstjóri. Meðan á Falklandseyja- stríöinu stóð lögðu SÞ hart að Bretum aö draga sig til baka. Þá birti út- lent blað þessa teikn- ingu með textanum: Hugsaðu ekki um hvernig koma á skipi inn í flösku — hvernig á að ná því út? Falklandseyjar: Ekki er allt sem sý Greinin viröist skrifuð meö hagsmuni fyrirtækisins J. Marr & Sons i huga. Hún er ekki að öllu leyti sjálfri sér samkvæm, t.d, er sagt aö byggja veröi ákvöröun hámarksafla á lang- tímarannsóknum, en jafnframt gert ráö fyrir aö þessar rann- sóknir séu fjármagnaðar meö tekjum af sölu þess sama kvóta. Auk þess virðist Marr nú þegar hafa ákveðið þennan kvóta og verömæti hans hvaö sem öllurn rannsóknum liður. Talsveröu máli virðist skipta aö fá verkefni fyrir skipiö og hugmyndin um fiskiðnað á eyjunum svifur í lausu lofti. Fjarlægö Falklandseyja frá strönd Patagóniu er um 300 milur og frá Isla del Estado, eöa Staten Island, austur af argentinska hluta Eldlands aðeins um 200 milur og eru eyjarnar því yst á landgrunn- inu austurfrá strönd Patagón- iu. Mundu Argentínumenn seint samþykkja hvort heldur væri 200 mílna mörk eöa miö- línu milli lands og eyja og kemur fleira til en fiskur og þjóðarstolt. Taliö er aö miklar olíulindir sé aö finna þarna á landgrunninu og vegur slikt aö sjálfsögöu þungt. Þýöandi starfaði i Argentínu 1968—1974 á vegum FAO og kynntist þá aðstæöum við strönd Patagóníu. Á þessum árum fóru Pól- verjar og V-Þjóðverjar i sinar fyrstu rannsóknaferöir á haf- svæöiö viö Falklandseyjar og Eldland og fengu til þess leyfi hjá stjórn Argentinu gegn afriti af skýrslum um niðurstöðu rannsóknanna. Þessar skýrsl- urfengum viö hjá FAO síðan til aflestrar og voru þær frekar neikvæðar og geröu ekki ráð fyrir stórum fiskstofnum. Þó veröur að gera ráö fyrir aö ekki hafi þær skýrslur sem Argentína fékk veriö aö öllu leyti samhljóöa þeim sem þeir gerðufyrirsig sjálfa. Pólverjar fóru svo upp úr 1974 aö senda veiðiskip suö- ur eftir, en V-Þjóðverjar ekki. Mikil þjartsýni var rikjandi í Argentínu um þessar mundir á framtíö fiskveiöa. Aöál stofn- inn sem veitt var úr var lýsing- urinn (enska hake, spænska merluza). Hann gekk i ætisleit á vetrum noröur eftir land- grunnsbrúninni allt noröur aö 36° S, en hrygndi á vorin nærri ströndinni frá 40°—44° S og var veiddur í troll allt áriö. Þessi stofn gaf af sér 100—200 þús. tonn, vaxandi frá 1968—74 með vaxandi sókn, en mikið var keypt af gömlum síöutogurum frá Belgiu og Frakklandi á þess- um árum. Þrátt fyrir aö FAO menn teldu aö veiðiþol þessa stofns væri ekki ótakmarkað, hafandi í huga reynslu annarra þjóöa af ofveiði, töldu heima- menn að stofninn þyldi a.m.k. milljón tonna veiöi. Reynslan varö þó sú aö þegar komið var uppí 300 þús. tonn var orðið um verulega ofveiði aö ræöa og fór afli þá minnkandi. Einhver veiöileyfi voru seld öörum þjóöum, m.a. Pólverjum og Japönum eftir 1975 og má vera að afli þeirra sé innifalinn i þeim áætlunum sem Bretar hafa gert um veiðiþol. Suöur- takmörk lýsingsstofnsins virt- ust vera um 48° S og er ósennilegt aö úr honum hafi verið veitt nærri Falklands- eyjum. Sá fiskur sem Bretar nefna autaretic cod er svipaður löngu en þó heldur þykkari og rauöleitur á roðið. Hann er nokkuö líkur þorski á þragðið, sérstaklega sem saltfiskur. Hann er mun betri matfiskur en lýsingurinn og því eftirsótt- ari og í hærra verði. Þennan stofn fundu belgískir skip- stjórar sem fluttust til Mar del Plata eftir striöiö meö nokkra 86 Víkingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.