Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Blaðsíða 17
Sjómenn og fíkniefni frá að ekki sást missmiði. Þegar svo heim kom hafði ég hasskartonið i handfarangri og setti það i innkaupakörf- una í frihöfninni, með vininu og sælgætinu. Borgaði siöan fyrir það eins og allt hitt í grindinni og kom þvi fyrir ásamt öllu hinu í frihafnar- pokanum. Þegar ég var svo stoppað- ur, — sem gerðist nánast undantekningarlaust, — settu tollararnir frihafnarpok- ann til hliöar en rótuöu i öllum öðrum farangri. Létu jafnvel hasshundinn þefa af mér, þerháttuðu mig og létu mig laxera, en fundu aldrei neitt. Réttu mér svo fríhafnarpok- ann með hassinu og sögðu að ég mætti fara.“ Skipstjóraíbúðir mikið notaöar Þegar ég spurði Einar hvort yfirmenn og aðrir skipverjar hefðu ekki horn i siðu þeirra sem fengjust við fíkniefna- smygl, kvaö hann það skipt- ast mjög í tvö horn. Þeir fyndust vissulega sem væri bölvanlega við þessi efni, en þá væri þess einfaldlega gætt að láta þá ekki vita um neitt. Á hinn bóginn væri það þannig að þeir sem þættust vera á móti þessu öllu skiptu oft um skoöun, þegar þeir sæju hvaö hafa mætti upp úr smyglinu. Peningarnir kæmu slikum mönnum fljótt á aðra skoðun. „Það eru ótrúlegustu staðir notaðir i svona smygl. Yfirleitt er um litlar pakkningar að ræöa og auðvelt aö koma þeim fyrir. Til dæmis eru ibúðir skipstjóra gjarnan not- aðar og þá án þess að þeir viti af þvi. Það eru nefnilega hásetarnir sem skúra þær og þá er auövelt að smeygja böggli einhvers staðar á bak við eða inn i skáp. Siðan er bara að ná i þetta þegar i land er komið." En er þá smygiið ekki líka samantekin ráö undir- og yfirmanna? Jú, Einar heldur þvi fram og þá er bæði átt við „löglega" smyglið og þaö ólöglega. „En yfirmennirnir gæta þess yfirleitt að koma hvergi nærri þessum málum eftir að búið er að festa kaup á varn- ingnum ytra. Það eru ég og minir likar sem sjá um aö manna sem síðan koma hon- um á neytendamarkað. Það eru feiknalegir peningar í þessu, þannig að heilagleik- inn er fljótur aö fara af mönn- um i fjárþröng. Þetta gildir bæði um fikni- efni og „löglegt“ smygl. Þegar ég var i þessu sáu yfir- mennirnir um að kaupa vör- una en ég um að koma henni i verð.“ Gekk í gildru Einar heldur þvi fram að fíkniefnalögreglan hafi sett fyrir hann gildru þegar hann var handtekinn. „Ég var búinn að vera streit í rúmt ár. Hafði verið i landi þennan tíma og reynt fyrir mér i viðskiptum, en átti ekki bót fyrir rassinn á mér þegar hér var komið sögu. Þá kom til min náungi sem ég þekkti og bað mig um að fara fyrir sig út aö kaupa 500 grömm af hassi. Ég þráaðist við en hann pressaði og loks lét ég undan og fór. Þegar til Amsterdam kom tók ég eftir þvi að mér var veitt eftirför og vandlega fylgst með mér. Mér tókst þó að stinga þessa skugga af og festa kaup á efninu. Kom því um borð i ||§|§|§§8§ skip sem var á leiðinni heim og flaug svo heim sjálfur. Þegar svo skipið kom heim hafði ég samband við náung- ann sem bað mig að fara, en þá brá svo við að hann forö- aðist mig og vildi ekkert af málinu vita. Ég hafði þá sam- band við tvo félaga mina og fékk þá til að aðstoða mig við að ná efninu frá borði. Viö urðum hins vegar of stress- aðir og fórum of fljótt um borð, þannig að það sást til okkar. Ég fór meö efnið heim, en það var engin leið að fá náungann til að taka við þvi. Svo kom lögreglan og gerði húsleit og það merkilega var að hún leitaði aðeins i einum Þaö eru feiknalegir peningar í þessu, þannig aö heilag- leikinn er fljótur aö fara afmönnum ... VÍKINGUR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.