Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Side 23
rognkelsastofna á sóknareiningu er hægt að ráða i ástand stofnsins að einhverju leyti. Þegar mikið er af smágrásleppu er það yfir- leitt merki um góða nýliöun til hrygningarstofnsins. Ekki er hægt að sjá út stærðir ár- ganga fyrr en kynþroska er náð sökum þess að ungfisk- urinn er fram að þeim tima á uppeldissvæðunum langt úti i hafi og gerir það erfiðara að spá um veiðar komandi ára. Gagnasöfnun sjómanna Augljóst má telja að starfs- maður Hafrannsóknastofn- unarinnar kemst ekki yfir að taka mælingasýni á öllum veiðisvæðum á hverju ári og allra sist vegna þess að mæla þarf reglulega á sama svæði nokkrum sinnum yfir vertið- ina. Náið samstarf við sjó- menn og sú gagnasöfnun sem sjómennirnir sjálfir framkvæma er þvi algjör for- senda fyrir þvi að hægt sé að framkvæma ofangreindar athuganir. Hætt er við að margir spyrji hvernig sjómenn geti staðið i gagnasöfnun fyrir rannsókn- arverkefni yfir hávertið eins og ekki sé nóg annað að gera og skal þvi svarað hér. í fyrsta lagi er öllum grásleppusjó- mönnum gert skylt að gera veiðiskýrslur sem innihalda mikið af mikilvægum upplýs- ingum, ef þær eru rétt útfyllt- ar, sem þær eru flestar. I öðru lagi er nú hópur af samstarfs- mönnum á meðal grásleppu- sjómanna sem framkvæma lengdarmælingar á hrogn- kelsi um borð i bátum sinum. Sérstakur útbúnaður er not- aöur til aö einn maður geti auðveldlega framkvæmt þessa gagnasöfnun um borð i smábát. Reynsla af þessum gagnasöfnunaraðferðum hef- ur verið mjög góð, og liggja miklar upplýsingar fyrir, sem verið er að vinna úr eða biða úrvinnslu. Að bera saman afla. Veiðiskýrslur eru meðal annars notaðar til að fylgjast með afla á sóknareiningu. Til að geta boriö saman afla- brögð á mismunandi svæðum eða timabilum þarf að reikna afla á sóknareiningu á ákveð- inn staðlaðan hátt. í þessum veiðiskap er sóknareiningin skilgreind sem afli á netnótt. Taka þarf tillit til lengdar neta þegar reiknaður er afli á net en aðallega eru notuð net af tveim lengdum hér við land þ.e.a.s. net sem felld eru úr 60 eða úr 120 faðma slöngu. Net af lengri gerðinni reiknast sem tvö net hvert. Meiri vandi er að taka tillit til þeirrar tima- lengdar sem netin hafa legið i sjó. Talið er i sólarhringum milli umvitjanna á þeim netum sem um ræðir þegar gefinn er upp hversu margra nátta eða daga netin séu. Það hefur hinns vegar komið í Ijós að veiðimagn er nær aldrei i beinu samhengi við þann tima sem netin hafa legið. Hér er átt við að net sem legið hafa þrjá sólarhringa i sjó hafa að öllu jöfnu ekki þre- faldann afla á við net sem legið hafa aðeins eina nótt. Ástæður fyrir þessu geta veriö margar og verður ekki hægt að fjölyrða um þær að sinni, en nefna má að mikil hreyfing er á netum sem lögö eru grunnt bæði vegna öldu og sjávarfallastrauma. Að öll- um likindum losnar um mikið af grásleppu við straumbreyt- ingar og öldurót og jafnvel hreyfingar grásleppunnar sjálfrargeta þvælt netin i þara og gert þau þannig óklár. Ef mikil grásleppugengd er geta netin mjög fljótt fyllst að þvi marki sem þau geta tekið við af grásleppu. í þeim tilfellum er jafn mikið i netum eftir einn dag og eftir tvo eða fleiri daga og eldri net hafa jafnvel minni afla vegna þess að þau eru óklár. Til þess að minnka sem mest skekkju vegna mismun- andi legutima neta er notaður náttastuöull. Hann er þannig útreiknaður að hann breytist mjög litið eftir að netin eru orðin meira en þriggja nátta. Sveifla í stofnstærð Lengdarmælingar sem gerðar eru á afla grásleppu- báta eru notaðar til að fylgjast með breytingum sem verða á stæröarsamsetningu hrogn- kelsastofns á hverju veiöi- svæði. Þegar hlutfallslegur fjöldi fiska á lengdareiningu hefur verið margfaldaður með afla á sóknareiningu fást töl- ur sem hægt er að nota við samanburð á aflabrögðum á mismunandi svæöum eða timabilum. Töflur 1 og 2 sýna upplýsingar af þessu tagi. Mynd nr. 1. Þrívíddar- mynd af þeim upplýs- ingum sem eru í töflu 1. Tilgangurinn er að sýna breytingar í afla á sókn- areiningu og lengdar- dreifingu veiddrar grá- sleppu í Skjálfanda yfir árið 1980 til 1982. Árið 1980 var áberandi toppur í lengdardreif- ingu veiddrar grá- sleppu á stærðarbilinu 39 til 41 cm. Árið eftir eða 1981 er mjög mikið af stórri grásleppu á stærðarbilinu 42 til 46 cm. Það ár virðist alla nýliðun vanta á þessu veiðisvæði. Árið 1982 er nær algert aflaleysi á þessum svæðum. Rannsóknir benda til að orsakir hrunsins séu að nýliðnu vantar áriö áöur og aö nær eingöngu er mjög stór grásleppa f veiðinni 1981, en rann- sóknir benda til að hún drepist frekar eftir hrygninguna. Smágrá- sleppan sem veiddist 1982, reyndist gömul hægvaxta grásleppa.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.