Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Page 26
SIGLINGAMÁLASTOFNUN RÍKISINS
HRINGBRAUT 121, 107 REYKJAVÍK, SÍMI 25844
varðandí: Eignaskipti á skipum og bátum
Af og til kemur þaö fyrir aö eigendaskipti á skipum og bátum fara fram aö þvi
er virðist án þess aö kaupendur kanni til hlitar hvernig viökomandi skip eöa
bátur standi gagnvart lögbundnum skoöunum.
Samkvæmt lögum ber eigendum skipa og báta, sem eru lengri en 6 metrar aö
færa skip sín til skoðunar árlega.
Því miður virðist allt of algengt aö eigendur skipa, sérstaklega minni báta fylgi
ekki þessari lagaskyldu þrátt fyrir að skipin séu notuö.
Því er vakin athygli á þessu máli nú, aö oft leita nýir eigendur skipa og báta til
Siglingamálastofnunar rikisins, þegar kaup hafa oröiö og ný skoðun leitt í Ijós
aö ýmislegt er ábótavant, jafnvel hefur komið i Ijós aö bátar hafa gengið
kaupum og sölum, sem ekki hafa verið viðgerðarhæfir. I slíkum tilvikum getur
stofnunin engu áorkað hafi ekki farið fram lögbundnar skoöanir á viökomandi
skipi.
6. mars1986
Siglingamálastjóri
Dslensk jmm (ewfs(a
'ittmmrui sííi
’krydd SÍld
SÍlÁarStylat
Síldarnillnr'
Fiskiðjusamlag Húsavíkur
Sími 96-41388