Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Page 29
FELAGSMAL Ferðamál Aöeins fá ár eru síðan gjaldeyrir var svo naumt skammtaöur þeim sem vildu ferðast til útlanda aö hann dugöi ekki fyrir þörfum feröa- mannsins. í kjölfarið þróaðist og blómstraði mikið svarta- markaösbrask með útlenda peninga og var verðið hátt. Eftir að hömlurnar voru af- numdar færðust gjaldeyris- viðskiptin í eðlilegra horf, svartimarkaöurinn lagðist af og fólk fær nokkurn veginn þann gjaldeyri sem þarf til að geta feröast með sæmilegri reisn. Nú berast þau tiðindi að viðskiptaráöherra hafi sett reglugerð, sem heimili félagasamtökum að kaupa húseignir í útlöndum. Þróun ferðamála hér á landi hefur orðiö sú á undanförnum árum að nú er ekki lengur talinn lúxus að einstaklingar og fjölskyldur fari á sólarstrend- ur eða ferðist um önnur lönd i frium sinum, enda er reiknað með þvi i visitölu framfærslu- kostnaðar. Verkalýösfélög á Norður- löndum gerðu sér Ijóst fyrir mörgum árum að það borgar sig að eignast hluta i hótelum eða öðrum húsum á vinsæl- um ferðamannastöðum til af- nota fyrir félagsmenn. Þannig er hægt að lækka ferða- kostnaðinn, bæði í sumar- og vetrarfrium. Til þessa hafa ís- lendingar ekki mátt kaupa fasteignir í öðrum löndum og hafa af þeim sökum dregist afturúr öörum Norðurlanda- búum í hagræðingu fyrir félaga sína, á þessu um- rædda sviði. Skipstjóra- og stýrimanna- félagiö ALDAN hefur kannað kaup á fasteignum á sólar- ströndum. Við fögnum þeim áfanga sem náðst hefur með nýrri reglugerð viðskipta- ráðherra og vonum að önnur verkalýðsfélög i landinu hugsi sér einnig til hreyfings i þessu efni. Okkur ætti ekki að verða það ofviða að fjárfesta i fasteignum i sólar- löndum frekar en verkalýðs- félögum á hinum Norðurlönd- unum. á vorin og haustin. Ellilifeyris- þegar óska jafnvel eftir að dvelja þar ytra yfir vetrartim- ann, og þá lengur en nú tið- kast. Það er skoðun min að á sumrin eigi landinn að vera á Fróni, en lengja sumarið með ferðum til útlanda á vori eða hausti, jafnvel að fara i vetrarfri ef hægt er. Þessi mál þarf aö athuga Við athugun á slikum kaup- um vaknar spurningin um nýtingu á eignunum. Sú at- hugun leiðir i Ijós, meðal annars, að á þeim sólar- ströndum, sem islendingar fara helst til, eru haust- og vetrarveður áþekk sumar- veðrum hér heima á íslandi. Mörgum íslendingum þykir aftur á móti hitinn um hásum- ar þar ytra vera óþægilega mikill og kjósa frekar dvöl þar vel, þvi það er ekki meira fyrir stéttarfélög að eiga íbúðir er- lendis en að eiga sumarbú- staði hér, sem margir hverjir eru ekki nýttir nema 4—5 mánuöi á ári. Ferðir þær, sem við höfum staðið að, hafa mælst vel fyrir og tel ég að þessi starfsemi sé góð og geti nýst félags- mönnum vel, jafnvel sparað þeim pening. Ragnar G.D. Hermannsson formaður Öldunnar Stjórnarfundur í sumar- bustaö Öldunnar í Brekkuskógi. Þóröur framkvæmdastjóri suöur á Spáni, og snýr auövitaö baki við barn- um, sem er þarna úti í miöri sundlaug. VÍKINGUR 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.