Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Qupperneq 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Qupperneq 41
NýJUNGAR lýsingar fara svo inn á skurö- eininguna sem sker flökin meö vatnshníf eins og upp- lýsingarnar segja til um. Þessi hnifur er alltaf jafn- beittur og alltaf jafn hreinn, hreinlætið er þvi fullkomiö. Telex fyrir skip Nýlega hóf enska fyrirtæk- iö Sait Marine sölu á nýjum radió-telex. Þessi telex er endurbætt gerð af XH 5110 og XH 5111 og nefnist ARQ- modem XH 5112. Nýi telex- inn hefur aö geyma búnaö til aö finna og leiðrétta skekkjur og textamynni 32 eöa 64 K að vali kaupenda. Hann er forritaöur fyrir móttöku og prentun telexskeyta allan sólarhringinn og uppfyllir kröfur MARITEX um fjarskipti. ARQ-moden XH 5112 sem er lyklaboð, skjár og prentari má tengja viö hvaða SSB talstöð sem er. Maður fyrir borð Þaö hefur þvi miður of oft komið fyrir aö sjómenn falla fyrir borö og enginn veit um þaö fyrr en löngu seinna. Nú er komið á markaöinn viö- vörunarkerfi, sem á að koma í veg fyrir þetta. Kerfið saman- stendur af litlum sendum sem hver skipverji ber á sér og viðtæki meö viðvörunarbún- aöi i brúnni-. Falli einhver fyrir borö fer sendirinn í gang þegar hann hefur veriö 2—3 sek. á kafi i vatni. Þessi seinkun er til aö koma i veg fyrir aö kerfið fari í gang þótt maöur sem þer sendinn blotni aðeins. Þegar sendir- inn byrjar aö senda tekur viö- tækiö viö sendingunum og setur viövörunarbúnaöinn þegar i gang. Þegar mannin- um hefur verið bjargaö og sendirinn hættir aö senda er kerfiö endurstillt. Kerfi þetta sem nefnist MoBA (Man over Board Alarm) má tengja aðal- vél skipsins, sjálfstýringu og fleiri tækjum i skipinu. Sé þaö tengt aðalvél og sjálfstýringu stöðvast vélin og sjálfstýr- ingin breytir stefnunni þegar viövörun berst. Tilraunir hafa sýnt aö merki frá sendunum heyrist 150—300 m fjarlægö. Lita neistamælir Dýptarmælir sem sýnir dýpiö meö Ijósblossa i staö þess aö rita þaö á pappir er kallaöur neistamælir. Hingaö til hafa menn yfirleitt aöeins notað slikan mæli á siglingu til aö fylgjast meö dýpinu, en ekki til aö leita aö fiski. Ástæöan er sú aö meö mæli af þessari gerð er erfitt aö sjá stærö fiskitorfu þótt hægt sé að finna lóðningar með hon- um. Helsti kostur viö neista- mæli er aö enginn pappir er notaður og er þvi rekstrar- kostnaöur minni en viö þann sem notar pappír. Nú er kominn á markaöinn ný gerö neistamæla sem sýnir meö lit á hringlaga kvaröa styrk endurvarps og hörku sjávarbotnsins. 60 perum er raöaö umhverfis kvaröann og eru 3 perur viö hverja tölu á kvarðanum. Ein peran sýnir rauöan lit, önnur gulan og þriðja grænan. Þegar botninn er haröur þ.e. grjót eöa fiskitorfa er þykk kviknar á rauöu perunni, viö miölungs harðan botn eöa frekar þunna torfu kveiknar á gula Ijósinu og viö mjúkan botn eöa mjög þunna torfu eða einstaka fiska kveiknar á þvi græna. Ekkert snýst í mælinum, aöeins færast Ijós- in til eftir því hvort dýpið minnkar eöa vex. Dýptar kvaröar eru 5 og mesta dýpi sem mælirinn mælir er 100 m. Auk þess sem lesió er af kvaröa sýnir mælirinn dýpið meö tölustöfum. Mælir þesi sem framleiðandi gaf nafniö Apelco FXL-400 Color Flasher sýnir einnig hitastig sjávar frá 0° til 36° á celsius. Dýptarmælirinn hefur viö- vörunarbúnað sem gefur viövörun sé t.d. dýpið orðið minna en lágmarksdýpið sem stillt er á, einnig ef hitastig hefur fariö út fyrir þau mörk sem búiö var aö ákveða. Veröi dýpi annaðhvort meira eöa minna en kvarðinn sem valinn hafði verið gefur mæl- irinn viövörun. FXL-400 er ætlaður fyrir minni skip enda ekki gert ráö fyrir aö mæla mikið dýpi og er hann þvi litill um sig stæröin er 20 cm x 14 cm x 8 cm og hann vegur800 g. Bógskrúfa Á sýningunni Fish Expo 1985 i Seattle i Bandaríkjun- um kynnti danska fyrirtækið Hundested Motor & Propeller Fabrik nýja gerö af bóg- skrúfu. Bógskrúfan er ætluð fyrir fiskibáta, dráttarbáta, ferjur o.fl. Bógskrúfa þessi hefur innbyggöa stillingu fyrir skurö skrúfublaöanna og hægt er aö koma henni fyrir annaðhvort í bóg eöa skut skipsins. Snúningsátt skrúfublaöanna ræöur þvi i hvaða átt bógurinn eöa skut- urinn fer. Skrúfan er drifin meö rafmagni, vökva eöa beint af sérstakri vél. Aö sögn framleiðanda er þessi gerö einkar hagkvæm þegar þarf aö taka krappar beygjur. Bógskrúfan frá Hundested er orðin mjög vinsæl meðal danskra fiskimanna aö sögn framleiðanda, en danskir fiskimenn þurfa oft aö vinna viö mjög erfið veðurskilyröi. Neistamælir, sem sýnir styrk endurvarps með mismunandi litum. Bógskrúfa. VÍKINGUR 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.