Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Qupperneq 51
ALÞJÓÐLEGAR FRÉTTIR ÚR PACIFIC FISHING
NOREGUR. Norskir vísindamenn reyna nú aö
fá leyfi yfirvalda til aö kanna áhrif olíuvinnsl-
unnar á fiskiveiöar. Lifræöingar vilja ganga ur
skugga um hvort fiskur leitar aö borpöllum og
ef svo er hvaöa áhrif þaö hefur á árstiða-
bundnar ferðir fiska svo sem þorsks, ýsu og
ufsa. Samkvæmt upplýsingum eins vísinda-
mannsins Steinars Olsen hafa mikilvæg ufsa-
miö myndast á einum staö i Norður sjónum i
kjölfar oliupallabygginga. Á landgrunni Noregs
hefur olía og gas fundist lengra frá landi en
helstu fiskimiöin eru.
MEXIKÓ. Yfirvöld i Mexikó fullyröa aö 15-20
Bandariskir túnfiskbátar veiði ólöglega i land-
helgi Mexikó og noti flókinn rafeindabúnaö tii
aö forðast gæsluskip Mexíkana. Bandarikja-
menn neita þessu. Metveiði hefur verið hjá
túnfiskimönnum i Mexikó. Fyrstu 9 mánuöi
ársins 1985 voru komin á land 67.400 tonn á
móti 42.600 tonnum á sama tíma áriö 1984,
sem er 60% aukning. Búist er viö að heildar
afli af túnfiski áriö 1985 veröi 90.000 tonn.
SKOTLAND. i Bretlandi, Noregi, Færeyjum, 'ls-
íándi og víðar viö Norður Atlantshafiö hafa far-
ið fram tilraunir meö að framleiða krabbakjöt úr
öörum fisktegundum, svonefnt surimi. Þessar
tilraunir hafa gefið góöa raun, sérstaklega hef-
ur tekist vel með fisktegund sem nefnast Nor-
way pout og blue whiting. Upphafsmenn aö
þessari framleiðsluaðferö voru Japanir og
fluttu þá framleiösluna fyrst og fremst á
Bandarikjamarkað. Aöalhráefniö i þessa
vinnslu hefur verið Alaskaufsi, sem veiðist
mikiö viö Alaska. Bandarikjamenn hafa nú
reist margar verksmiðjur í Bandaríkjunum til aö
veröa sjálfum sór nógir um þessa framleiðslu.
Þetta hefur valdið þvi aö Japanir hafa leitaö aö
markaði i Evrópu fyrir þessa afurö en sjá nú
fram á aö sá markaður muni einnig tapast
vegna fj-amleiöslu Evrópumanna sjálfra. Þeir
hafa þvi tekið þaö til bragðs aö aöstoða
Evrópumenn viö framleiösluna, flytja út þekk-
ingu i staöinn fyrir fiskafuröir. Fyrirtækiö Kibun
Group sem reist hefur surimiverksmiöjur viöa
um heim ætlar nú i samvinnu viö Skota aö
reisa verksmiðju af þessu tagi i Motherwell
Foodpark i Lanarkshire i Skotlandi. Japanir
hafa í huga að reisa fleiri surimi-verksmiöjur i
Evrópu, en Skotland var valið fyrir þá fyrstu
vegna þess að þar er nóg af fiski og verka-
mönnum, einnig er lofthiti hagstæöur þ.e. til-
tölulega kalt allt áriö.
ÁSTRALÍA. Fyrirtækió A Rapits and Sons
Northern Australia gerir nú tilraun til að selja
framleiöslu sina i Evrópu. Um er að ræða sjó-
frysta ósoöna rækju, en fyrirtækinu hefur
gengiö vel aö selja rækjuna i Ástralíu og von-
ast til að ná fótfestu á Evrópumarkaði. Rækja
þessi veiöist i Carpentariaflóa sem gengur inn
í noröurströnd Ástraliu, en þar eru einhver
gjöfulustu rækjumið i heimi. Fyrirtækiö á 25
nýtisku togara og er meöal þeirra fyrstu sem
hófu sölu á ópillaðri frystri rækju.
JAPAN. Samtök fiskimanna i Japan krefjast
haröari afstööu stjórnarinnar i samningaum-
leitunum um heimildir til fiskiveiða hjá öðrum
þjóðum. i samningaviðræöum við Bandarikin
er búist viö að aðalumræðuefnið veröi, auk
veiða á úthafslaxi og smokkfiski, hugsanleg
tengsl heimilda Japana á þessum svæöum við
heimildir annarra þjóöa á Norður-Kyrrahafinu.
Jafnaðamannaflokkurinn i Japan ætlar að
leggja fram aö nýju tillögu sina um lagasetn-
ingu sem felur i sér haröa afstööu gegn
Bandarikjamönnum sem hóta minnkuðum
veiöiheimildum.
Þaö er óvíst aö stjórnarflokkurinn i Japan,
Frjálslyndi lýöræöisflokkurinn, Ijái slíkri laga-
setningu stuöning sinn. Viöræður Japana við
Rússa um veiöiheimildir munu veröa erfiðar
eins og venjulega. Japanska stjórnin reynir að
koma i veg fyrir yfirgang japanskra skipa á
miöunum til aó skapa betra andrúmsloft viö
samningaviðræöur um auknar veiöiheimildir á
laxi.
ECUADOR. Rækjuafli i Ecuador 1980 var
17000 tonn en 36600 tonn 1983. Af rækju-
framleiðslunni 1983 voru 20.000 tonn eldis-
rækja svo að sjávaraflinn hefur ekki aukist það
áriö.
í maí 1985 kom í Ijós að sjór undan strönd
Ecuador haföi kólnað verulega og var i árslok
þaö ár allt aö 2” undir meöallagi. Þessi kólnun
sjávar hefur þegar haft í för meö sér að rækju-
stofninn viö Ecuador hefur minnkaö. Þessi
kæling er mest á miðbaug, en nær frá 20”
norölægrar breiddar til 20” suðlægrar breiddar
og 1000—1500 sjómílur i vestur frá strönd
Ecuadors og Perús.
CHILE. Aö því er visindamenn segja hefur
kæling sjávar við Ecuador og Perú valdið þvi
aö sardínustofninn hefur náð hámarki, en hann
hefur vaxið undanfarin ár og búist við framhald
á þvi. Ekki hefur orðiö vart neinnrar breytingar
á ansjósustofninum.