Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Page 11
Skapmikill
— En stéttarvitund ykkar
sjálfra. Erhún rík?
„Hún er alltaf svolitið til-
finningamál í hverju fagi fyrir
sig en, já, ég held að stéttar-
vitund okkar sé ágæt miðað
við marga aðra hópa í þjóðfé-
laginu. Og kannski mjög rík,
þegar það er haft í huga að
allt félagsmálastarf okkar líð-
ur mjög fyrir það hvað þetta
er tvistruð stétt. Hún er svo
gott sem tvistruð um allt
þetta úthaf sem umlykur ís-
land.“
— Þú nefnir tilfinningar.
Helduröu aö farmenn séu
miklir tilfinningamenn?
„Þeir verða kannski miklir
tilfinningamenn. Farmennsk-
an hefur afskaplega mikið
álag í för með sér. Mesta
álagið er vitaskuld fjarverurn-
ar, svo rosalegar sem þær
eru. Ég er sjálfur starfandi og
þekki þetta alveg út i gegn.
Ég er búinn að vera að sigla
siðan ég var átján ára gamall.
En starfið er að minu viti af-
skaplega spennandi. Mér
hefur alltaf fundist það. Það
er lika lifandi. Þú hittir geysi-
lega mikið af fólki, ólíku fólki,
kynnist sifellt óvanalegri
menningu — og virkilegri
margþreytni."
— Hvaö dró þig fyrst aö
sjónum?
„Blessaður vertu, það var
ævintýramennskan".
— Dreymdi þig um þetta
sem krakki?
„Nei, ég hugsaði ekki um
sjóinn á þeim aldri, ekki mik-
ið. En svo kom þetta smám
saman...“
— Sjórinn dró þig til sín?
„Ja, manni fannst að það
hlytu að bíða manns ævintýri
þarna handan sjóndeildar-
hringsins".
Útþrá, lúxus og klíka
— Hvaö heldurðu Ari, aö
ráði einkum starfsvali manna?
„Ég hugsa að hérna áður
fyrr hafi það verið tilviljun i
mjög mörgum tilvikum, eða
þá röð atburða sem færðu
menn í ákveðinn farveg. En
ég held að þetta sé að breyt-
ast. Mér finns fólk vera miklu
ákveðnara i þessum efnum i
dag en það fólk var sem var
að alast upp þegar ég var
ungur strákur. Svo var nú
skólakerfið í gamla daga
þannig að það var varla um
annað en tvennt að velja, iðn
eða háskólanám, búið.
— Varst þú ákveöinn ungur
maöur?
„Ég var nú frekar svona
flöktandi. Ég beið lengi vel
eftir að komast i læri i raf-
virkjun, sem var mjög ásetin
grein á þeim árum. En biðin
var löng og ég var óþolinmóð-
ur, svo ég skellti mér á sjóinn.
Og það var nú það — og þar
er ég enn“.
— Semsé tilviljun?
„Já — en góð tilviljun".
— Hvað var þaö fyrst sem
greiþ þig íþessu starfi?,,
„Það var að geta svalað út-
þránni; koma í erlendar hafnir
og uppgötva annan veruleika
en þann reykvíska. Og þetta
var náttúrlega á þeim árum
sem utanferðir manna voru
afarfátiöar..
— Viö erum aö tala um árin
1962, 3...
„Og 4 já, þegar þetta var
„Fór á sjóinn fyrir
tilviljun, góða tilviljun."
Ari við stýrið á Helga-
fellinu.
„Ég held aö stéttar-
vitund sjómanna sé
ágætmiöaö viö
marga aöra hópa. “
VÍKINGUR 11