Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Page 22
I
Guðni
Þorsteinsson
fiskifræöingur
skrifar
Þaö er rykiö frá
hlerunum, sem
einkum smalar fiski
inn aö trollopinu,
þegar bjart er.
Áhöfn og leiðangurs-
menn viö kapaldrátt.
(Ljósm. Rafn Ólafsson)
22 VÍKINGUR
Viðbröð fiskitegunda'
Ýmsar fiskveiöiþjóöir hafa byrjað á athugunum á veiöarfærum með neöansjávar-
sjónvarpi. Viö íslendingar höfum tekið þátt í þessari þróun og einbeitt okkur
einkum aö botnvörpunni, enda þótt fleiri veiðarfæri komi einnig viö sögu. Um
þessar athuganir hefur tekist ágætt samstarf milli eiganda sjónvarpsútbúnaðarins,
Netageröar Vestfjaröa, Hafrannsóknastofnunar, sem lagt hefur til rannsóknarskip,
og Hampiðjunnar hf. sem greitt hefur leigu á tækjunum og kostnað vegna gerðar
myndbanda.
Hampiöjan hefur gefiö út
eftirfarandi 9 myndbönd um
veiðarfæri og atferli fisks: 1) i
tilraunatankinum, 2) Fiskur i
trolli, 3) Fiskaö með dragnót,
4) Þorskanet, 5) Togveiðar-
færiö 6) Línuveiöar viö Al-
aska, 7) Humar- og fiskitroll,
8) Rækjutroll í tanki og 9)
Neðansjávarathuganir á
botnvörpum. Myndbönd nr. 2,
3, 5 og 6 fjalla um erlendar
rannsóknir en eru meö ís-
lensku tali en hin eru öll um
islenskarathuganir.
Sjónvarpsathuganirnar
fara fram á þann hátt, aö
sjónvarpsvélinni er komiö
fyrir á stýranlegum sleöa,
sem hægt er aö staðsetja
hvar sem er viö veiðarfærið.
Þegar um botnvörpu er aö
ræða, er hægt aö skoöa pok-
ann og hlerana og allt þar á
milli, þar með talið aö fara inn
í trollopið. Varöandi frekari
lýsingu á útbúnaðinum vísast
í greinina „Um athuganir á
hegöun humars", Fiskifréttir
24.1.1986.
Athuganir sumarið
1986
Athuganir þær, sem gerðar
voru um borö i rs. Bjarna Sæ-
mundssyni i júlí 1986, eru
þær umfangsmestu, sem
gerðar hafa verið á atferli
fisks viö island til þessa, og
eru þær til á myndbandinu,,
Neöansjávarathuganir á
botnvörpum". Enda þótt sjón
sé sögu ríkari, ætti þó aö vera
ómaksins vert aó koma
helstu niöurstööum á blaö og
bera þær saman viö önnur
gögn um þetta efni. Aögengi-
legustu upplýsingarnar eru í
greininni „Viðbrögö fiska
gagnvart botnvörpu" eftir
undirritaöan, sem birtist í 12.
tölublaði Ægis 1983.
Viðbrögð gagnvart
gröndurum
Eins og kunnugt er, hafa
grandarar þaö hlutverk aö
hrekja þann fisk, sem lendir á
i