Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Síða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Síða 23
rið botnvörpu milli hlera, inn i trollopið. Enda þótt fiskur hrökkvi yfir- leitt undan dregnum vír eða tógi, þegar bjart er (Hemm- ings, 1969, Guðni Þorsteins- son og Jóhannes Briem, 1978), vantar samt mikið á, að grandararnir smali öllum fiski inn að trollopinu (Guðni Þorsteinsson, 1983). Helstu ástæður fyrir því, að grand- ararnir gegna ekki hlutverki sinu betur en raun ber vitni, eru taldar vera eftirfarandi: 1) Fiskurinn hefur ekki við að synda undan, vegna þess að of hratt er dregið eða átaks- horn grandaranna við tog- stefnuna er of stórt. 2) Ryk- skýið, sem hlerarnir þyrla upp, smala fiskinum betur en grandararnir, en þegar skýin eru of langt frá gröndurunum tapast fiskur yfir grandarana. 3) Sé skyggniö í sjónum litið, sérfiskurinn ekki grandarana og sleppurþvi yfirþá. Beinar athuganir á við- brögðum fisks gagnvart gröndurunum benda eindreg- ið til þess, að það sé rykið frá hlerunum, sem einkum smal- arfiski inn að trollopinu, þeg- ar bjart er. Svo er að sjá, sem fiskur leiti bæði yfir og undir grandarana, ef skýið frá hler- unum liggur nokkra metra fyrir utan grandarana. Þvi ætti það að vera aflabrögðum til framdráttar að útbúa grandarana þannig, að þeir Þyrli upp sandinum á botnin- um í ríkara mæli en venjulegt er. Yrði það helst gert með Því að hafa lausar keðjur á grödurunum með vissu milli- bili en slíkt væri þó heldur óhönduglegt. Viöbrögö gagnvart bera fótreipinu Athuganir hafa einnig bent til þess, að fiskur geti sloppið i nokkru magni yfir bera fótreipið og undir eftir væng- ina, einkum ef rykskýin frá hlerum og trosskúlum liggja nokkuð fyrir utan vænginn. Þetta er svolitið merkilegt, vegna þess að fiskur hrekkur mjög ákveðiö undan dragnót- artógi eða dragnótarvír að því tilskildu eins og alltaf, að skyggnið sé nægjanlegt. Hvernig getur fiskur synt ákveðnar undan dragnótar- tógi og virum, sem snerta botninn mjög lauslega, en þungum grandavirum og fótreipiskeðjum? Hér er þvi til að svara, að við botnvörpu- veiðarnar er fleira sem hefur áhrif á fiskinn, bæði rykskýin frá hlerunum, sem þegar hef- ur verið minnst á, svo og hávaði frá hlerunum og fót- reipinu. Einnig er Ijóst, að sjónvarpssleðinn getur stundum haft áhrif á hegðun fisksins. Viöbrögö í trollopi Eftir að fiskurinn er kominn á svæðið á milli bobbinganna, er í stórum dráttum hægt að tala um svipað atferli hjá öll- um fisktegundum. Fiskurinn leitar frá vængbobbingunum og syndir siðan i togstefnuna framan við miðjufótreipið. Eft- ir það verður atferli einstakra fisktegunda æriö margþreyti- legt. Þorskur. Þorskur syndir yfir- leitt framan við miðjufótreipið mjög nálægt botni. Oft ber nokkuð á þvi, að hann leiti út til hliðanna eins og hann sé að kanna hvar og hvernig hægt sé að sleppa út úr pris- undinni. Oft sér þorskurinn sér leik á borði og sleppur undir fótreipið á milli tveggja bobbinga, gjarnan viö kvart- ana. Það er frekar smáfiskur- inn, sem sleppur á þennan hátt, enda er þessi útgöngu- leið býsna þröng. Þó hefur stór þorskur sést skríða undir fótreipið, þótt ekki séu mikil brögð að því. Undankomuleið þorsksins undir fótreipið nýtist ekki eins vel, þegar margir þorskar eru Myndavélarsleðinn í skutrennunni á rs. Bjarna Sæmundssyni. (Ljósm. Rafn Ólafsson) Fiskurinn leitar frá vængbobbingunum og syndir síöan í togstefnuna framan viö miöjufótreipiö. VÍKINGUR 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.