Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Side 39
sem ballið byrjaði
gekk vel aö læra og haföi
gaman af því. Flensborg var
góöur skóli og maöur eignaö-
it góöa vini meðal skólafé-
laganna. Eg segi þér siðar frá
því öllu saman.
Þaö var ekki til siös að
ungir strákar gengju meö
hendur i vösum allt sumarið
eins og margir gera nú. Nei
karl minn. Maður var sendur
til sjós. Fyrst fór eg 15 ára
gamall á kútter Elínu. Kútter
Elin var seglskip án hjálpar-
vélar. Eg var dálítiö sjóveikur
en ekki svo mikið að það
bagaði viö vinnu.“
Það var þá
sem karlinn
tók við skipstjórn
„Pabbi var sveitamaður,
Mýrdælingur aö ætt og upp-
runa. Hann kom gangandi
alla leið að austan til Reykja-
víkur í þeim tilgangi að læra
skósmíði. Hann fór svo til
sjós. Faðir minn hafði þann
eiginleika sem gerir marga
menn að góðum skipstjórnar-
mönnum, hann hafði ágaætt
sjónminni. Það kemurtil góða
þegar siglt er með ströndinni
að maður nú ekki tali um það
þegar menn sigla til miða.
Hann var skipsmaður á skút-
unni Kjartani þegar þeir lentu
i því að bæði skipstjóra og
stýrimann tók fyrir borð og
þeir drukknuðu. Það var þá
sem karlinn tók við skips-
stjórn og sigldi skútunni inn
til Hafnarfjarðar. Upp úr
þessu fékk hann stýrimanns-
réttindi, án þess að fara
nokkru sinni í stýrimanna-
skólann."
Nei, það var
ekki til siðs
„Fyrir þrábeiðni stjúpu
minnar hætti pabbi sjó-
mennsku, varð þá íshússtjóri
i Hafnarfirði. Hann fór aldrei
til sjós upp frá þvi. Þrátt fyrir
þetta ýtti hann heldur á mig
að gerast sjómaöur. Hefir
sjálfsagt haldið að eg væri
eins og hann, með þetta
mikla sjónminni, sem ekki
var. Það er svo athyglisvert
að Guðmundur sonur minn
hefir þennan eiginleika ^afa
síns. Sjónminnið er beggja
vegna við mig en eg fór á mis
við það.
Sumarið eftir að eg var á
Kútter Elínu fór eg kokkur á
vélskipið Nönnu. Kokksstarf-
ið átti ekki við mig. Eg kunni
ekkert fyrir mér í kokkariinu
og matseldin varð heldur ein-
hæf. Eg kunni ekki einu sinni
að steikja kjöt.
— Hvort eg hafi fengið
Konráð kompásasmið-
ur er orðinn hálfgerð
goðsögn, enda á hann
langan og annasaman
starfsdag að baki; mað-
urinn er kominn á ní-
ræðis aldur og er
aldeilis lygilega ern.
VÍKINGUR 39