Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Side 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Side 40
Það var .... og auövitað vildi ég fara í land eins og hinir og horfa á stelp- urnar“. 40 VÍKINGUR einhverjar leiöbeiningar heima? Nei, það var ekki til siðs. Unglingar voru látnir um borö i skip og sagt aö vera kokkar án þess að hafa nokkra kunnáttu i þá veru til aö þera. Karlarnir voru góöir viö mig þrátt fyrir þetta. Þeir hafa sennilega vorkennt mér aumingjadóminn! Svo voru þeir vanir alls konar uppá- komum i kokkariinu. Þaö eina sem var hægt aö fá fyrir svona kvikindi aö gera var aö veröa kokkur." Tvö þúsund vínarbrauð fyrir hundraðkall „Þrátt fyrir allt þetta gekk eldamennskan sæmilega hjá mér til aö byrja meö. Þá voru fáir menn á og allt heldur ró- legt. Þaö var ekki fyrr en á síldinni sem balliö byrjaði. Þegar eg kom sem kokkur á Nönnu um voriö voru 12 menn i skipshöfninni. Siöan byrjaöi sildveiöin og þá fjölg- aöi verulega á skipinu og vinnan jókst aö sama skapi. Viö lönduöum á Siglufiröi og auðvitað vildi eg fara i land eins og hinir og horfa á stelp- urnar. En þaö var mikil vinna i sambandi við eldamennsk- una og kokkarnir urðu aö sækja allan mat, urðu aö fara út í þetta sem viö kölluðum „fljótandi helviti“, róa þangaö eöa i land og sækja þaö sem til þurfti. Siöan aö koma þessu um borö. Skipstjóri á Nönnu var Guðmundur Magnússon, mikill ágætismaöur. Hann var faðir Guömundar í. Guö- mundssonar, siðar ráöherra og sendiherra. Guömundur skipstjóri borgaöi mér gott kaup — 450 krónur á mánuði, sem voru miklir peningar, — Jóhannes Nordal var ekki kominn til skjalanna þá — þegar þetta gerðist gat maö- ur fengið tvö þúsund vinar- brauö fyrir 100 krónur. i dag færöu fjögur vinarbrauð fyrir hundraökallinn! Þá kostuöu 800 litrar af mjólk hundraö krónur, nú færöu tvo og hálf- an litra fyrir sömu upphæö! Þetta var útúrdúr!" Það munar ekkert um einn vetur „Eg óx upp úr kokkariinu og fór á togara. Var ákveöinn aö verða sjómaður og ætlaöi í Sjómannaskólann. Áriö 1927 var eg á þýskum togara og ætlaði i skólann um haustiö. Var svo óheppinn aö fá lungnabólgu og varö mikið veikur. Sæmundur Bjarnhéö- insson læknir kom til mín þar sem eg lá á Farsóttarhúsinu. Honum leist ekki á aö eg gæti farið í skólann fyrr en siöar. Hann sendi Páli Halldórssyni skólastjóra bréf þar sem farið var fram á aö eg mætti hefja námiö 10. október. Þetta héldum viö aö myndi ganga þar sem eg var með próf úr Flensborg. Eg komst loksins á fætur og fór upp i Stýri- mannaskóla aö hitta Pál skólastjóra. Spuröi um svar viö bréfinu frá lækninum. Páll sagöi aö óþarft heföi verið aö svara því. Eg hefði þá komið allt of seint inn i skólann. Eg gæti komið næsta vetur. Það munar ekkert um einn vetur, sagöi hann. Eg sagöi þaö væri nú eftir því hvaö lifið yröi langt. Páll sagði aö ef þaö yröi mjög stutt þýddi ekkert aö koma i skólann. Svona þvældum viö fram og aftur.“ Þá vantaöi vottorðin „Eg sagöi Páli aö þennan vetur heföi eg ætlaö aö nota til þess aö læra og taka stýri-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.