Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Síða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Síða 42
Það var „Ég sagði Páli aö þenn- an vetur ætlaði ég að nota til aö læra og taka stýrimannspróf". 42 VÍKINGUR mannspróf. Eg treysti mér heldur ekki út á sjó um þess- ar mundir, nýstaðinn upp úr lungnabólgunni. Eg myndi þá lesa utan skóla og bað um aö fá að taka próf um vorið. Það hefir aldrei verið gert, sagði Páll. Eg sagðist myndu reyna þetta. Páll sagði þá aö eg mætti koma 1. mars og sitja í skólanum fram að prófi. Eg tók nú til við lesturinn og fannst ganga vel. Um jól þóttist eg vera búinn með verkefnin og fór á fund Páls skólastjóra. Hann spurði um vottorð þeirra kennara sem hefðu lesið með mér. Þau hafði eg ekki, enda hafði eg lesið þetta einn. Eg sá að við svo búið mátti ekki standa. Fór á stúfana og fékk mér kennara. Freysteinn Gunn- arsson fór yfir stíla og leið- beindi mér i íslensku. Sigl- ingafræðina lærði eg hjá Ingi- bjarti Jónssyni. Hann haföi verið kennari en var áður skipstjóri og stýrimaður á ýmsum skipum. Fyrrum skólabróðir minn úr Flens- borg, Torfi Hjartarson, las með mér sjórétt, en hann var þá við nám i lögfræði hér i Háskólanum." Allt annaö verður uppi á teningnum „Vinir minir voru mér innan handar og veittu mikilsveröa aðstoö. Það er vitanlega erf- iðara aö lesa utan skóla. Kristinn St^fánsson og Stef- án Björnssón vinir mínir og félagar voru'báðir i skólanum svo eg fylgdist meö þvi hvað kennslunni miðaði. Þegar eg mætti svo 1. mars eins og um var talað afhenti eg skólastjóra vottorðin og tók svo prófið mánuði siðar. Eg var sjötti hæsti á prófinu af 21 stýrimannsefni sem útskrifaðist þetta vor. Þaö þótti góð frammistaða af manni sem hafði lesið utan skóla. Þrátt fyrir stýrimannsprófið höguðu atvikin þvi þannig að eg var stuttan tima stýrimað- ur og varð aldrei skipstjóri. Þaö er með þetta eins og svo margt annað sem maður hefir hugsaö sér að gera. Allt ann- að verður uppi á teningnum." Konráð var skipsmaður á togara þegar honum datt i hug að læra áttavitasmiði og stillingar. Hann fór til Eng- lands og Þýskalands, dvaldi tilskilinn tima hjá verksmiðj- um sem þá þóttu skara fram úr i þeim efnum. Kom síðan heim til Islands og hóf þá starfsemi sem hann hefir með höndum enn í dag. Nú siöari árin í samvinnu við Guðmund son sinn. Ég hringi stundum í stelpurnar Konráð er enn stálminnug- ur og segir liflega frá. Eg spurði hann um skólasystkini hans úr Flensborg. Hann sagði: „Við vorum 23 sem tókum burtfararpróf vorið 1921. Af þeim hópi eru tiu enn á lifi, öll komin yfir áttrætt. Stelpurnar eru fjórar og við strákarnir sex. Tveir búa úti á landi en hin hér á suðvesturhorninu. Eg hringi stundum í stelpurn- ar og spjalla við þær. Við hitt- umst öll einu sinni á ári, á sumardaginn fyrsta. Þegar það heppnast ekki þá tökum við til annarra ráða og nú erum við að hugsa um að gera okkur glaöan dag öll saman, fara í leikhús og spjalla saman yfir góðum mat og glasi á eftir“.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.