Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Síða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Síða 45
TÆKNI NXJUNGAR Þetta er framkvæmt þannig aö snúningshraða sjódæl- unnar 5 og ferskvatnsdæl- unnar 4, sem eru miðflótta- aflsdælur, er stjórnað af sjálf- stæðum stillikerfum. Hita- stillikerfi sjódælunnar þreifar eftir hitastiginu við inntak vél- arinnar en hitastillikerfið sem stýrir ferskvatnsdælunni þreifar eftir hitastiginu við út- tak vélarinnar. Með þessu móti er massastreymi sjó- kælikerfis og ferskvatnskæli- kerfis stýrt en hitastigin fyrir og eftir vél verða fastar. Þ.e. hitastigsmismunurinn yfir vélina verðurfasti. Á mynd nr. 2 má sjá: 1) aðalvél. 2) þensluker. 3) sjó- kældur ferskvatnskælir. 4) ferskvatnsdæla. 5) sjódæla. 6 og 7 hitastigsþreifarar. Sé tekið dæmi um álags- aukningu þá yrðu fyrstu við- brögðin þau að þreifari 7 skynjaði hitastigsaukningu og stillibúnaðurinn herti á dælu 4. Einnig kæmi fram hitastigsaukning við þreifara 6 og stillibúnaöurinn herti þvi á dælu 5. Meö PID-stillum yrði að- og fráhitastig vélar- innar síðan leiðrétt aö kjör- gildum. Til að knýja dælurnar má nota venjulega ósamfasa- mótora (asynkronmotor) en þeim má stýra frá stillikerfun- um meö stýrðum riöabreytum (frekvensomformer). Einnig eru notaðir variatorar í þess- um tilgangi en það eru reim- drif með breytilegu umsetn- ingshlutfalli sem eru stýran- legfrá stillibúnaði. Kerfi eins og sýnt er á mynd nr. 2 á sérstaklega rétt á sér við vélar sem starfa mikiö á hlutaálagi eins og t.d. i fiskiskipum og ferjum. Auk þess aö fá nákvæmari hita- stigsstillingu á kælivatni vél- arinnar má einnig benda á að i þessum þúnaði getur verið fólginn talsveröur orkusparn- aður þar sem aflþörf dælunn- ar þreytist með snúnings- hraðanum eða massa- streyminu i þriöja veldi sem þýðir að helmings lækkun á snúningshraða veldur átt- faldri lækkun á aflnotkun dælunnar. I þessu sambandi er rétt að benda á að bæði sjókælikerfi og ferskvatns- kælikerfi skipa eru hönnuð, samkv. reglum flokkunarfé- laga, til að starfa við mun hærra hitastig sjávar en ríkir umhverfis Island. Af þessu leiðir að fyrrnefndar dælur í fiskiskipum á islandsmiðum í lítilli könnun, sem gerð var meðal lesenda Víkingsins á því hvernig þeim félli efni blaðsins, var það helst sett út á efnisvaliö aö ekki væri nóg af tækniefni. Auðvit- að komum við eins mikið til móts við óskir lesendanna og okkur er fært. í því skyni höfum við ráðiö Björgvin Þór Jóhannsson vélfræðing og kennara við Vél- skóla íslands til að hafa umsjón með þættinum Nýjungar með Benedikt Alfons- syni. Jafnframt verður þátturinn stækkaöur og nafni hans breytt lítillega, nú heitir hann Nýjungar — Tækni. Eins og fyrr er ætlunin að þeir Benedikt og Björgvin Þór verði fulltrúar lesenda, þannig að þeir leggi mat á þá tækni sem þeir fjalla um og segi sitt álit á notagildi hennar fyrir ís- lenska sjómenn. Víkingurinn býður Björgvin Þór vel- kominn til starfa og væntir góðs af samstarfi við hann. Ritstjóri. VÍKINGUR 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.