Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Page 54
Míðsjá
ALÞJOÐLEGAR FRETTIR UR PACIFIC FISHING
54 VÍKINGUR
JAPAN. Þar sem veiöiheimildir Japans hjá
öörum þjóöum og á úthafinu hafa verið skornar
niður veröa þeir stööugt háöari innflutningi á
fiski og fiskafurðum. Búast má viö aö Japans-
markaöur veröi af þessari ástæöu áfram mjög
næmur fyrir birgðasöfnun. Hinn sterki turbot
markaöur i byrjun árs 1986 hefur veikst vegna
mikils innflutnings af fiski úr Atlantshafi. Sömu
sögu er aö segja varðandi karfa.
Surimi framleiðsla úr Alaskaufsa hefur
minnkað jafnt og þétt allmörg siðustu ár.
Ástæöan er samdráttur i veiðum bæði i fisk-
veiöilögsögu Bandarikjanna og Sovétrikjanna.
Landanir á ferskum Alaskaufsa i Japan í lok
júlí s.l. voru 54,6% minni en á sama tima 1985.
Á land voru komnar 89.654 tonn á móti
197.524 tonnum. Þetta takmarkaða framboð
hefur haft i för meö sér hækkaö verö til sjó-
manna sem hefur aö meðaltali 0,231/2lb. og
surimi hefur af þessari ástæöu hækkað og
kostar nú 330y/kg. (0,98’/2lb.). Til aö geta
haldiö áfram framleiðslu á þessari afurö eru
vinnslustöðvar að leita fyrir sér um annað
hráefni, einnig kemur til álita hjá þeim aö flytja
inn ferskan Alaskaufsa frá Norður— Kóreu.
Fariö hafa fram tilraunir meö aö nota sild til
surimiframleislu og hefur þaö gefið góöa raun,
en framleiðendur tengdu ekki framleiösluna
viö lokastigið, þaö er sölu til neytenda, svo aö
mest af þessu surimi liggur óselt hjá dreifing-
araöilum (heildsölum). Þetta hefurvaldiö þeim
nokkrum erfiöleikum þar sem surimi úr síldinni
var yfirleitt keypt af framleiöendum fyrir
300y/kg. Þótt eftirspurn eftir surimi sé mikil er
ekki sömu sögu aö segja um Alaskaufasa-
hrogn. Dagleg sala á Alaskaufsahrognum á
heildsölumarkaði i Tokyo var á árinu 1986
18% minni en á árinu 1985. Hinn dræma sala
er talin bæöi stafa af heilsufæði og háu heild-
söluverði 2000y/kg. Helsta samkeppni við
Alaskaufsahrogn eru laxahrogn en hinn sögu-
legi mismunur er ekki fyrir hendi nú. Laxahrogn
eru um þessa mundir um 2.200y/kg,—
3.000y/kg. Til að halda mismuninum telja
dreifingar aðilar að veröiö á Alaskaufsahrogn-
unum þurfi aö lækka í 1,800y/kg.
MEXÍCÓ. Rækjuveiöiskipum í Mexicó hefur
fækkað úr 2880 áriö 1983 i 2620 árið 1985
eöa um 10%. Til að halda í horfinu með fjölda
veiöiskipa heföi þurft að kaupa 100—130 ný
skip árlega en aðeins 52 skip voru keypt áriö
1985. Þar sem fiskimenn verða aö nota gömul
og úrelt skip hefur öryggi þeirra minnkað til
muna. Opinber skýrsla frá Mazatlan þar sem
er mikil útgerö ber meö sér að 5 rækjuskip
hafa sokkiö öll eldri en 20 ára gömul.
I Mexicó eru vötn og tjarnir alls 2,8 miljónir
hektarar aö flatarmáli. Sjávarútvegsráöuneyt-
iö þar i landi staöhæfir aö þessi auðlind sé
vannýtt. Mexíkanskir fiskimenn heföu t.d. áriö
1985 fengið úr fersku vatni alls 153.000 tonn
af fiski, skelfiski og eldisfiski, sem taliö er
aðeins 10% af því sem hægt er aö fá. í árslok
1985 störfuöu 54.000 manns viö 59 eldis-
stöðvar og 1.300 eldisbýli. Áætlanir hafa verið
geröar sem stefna aö því aö gefa fiskeldi meiri
forgang en veriö hefur.
CHILE. Af 870 tonnum af eldislaxi í Chile vet-
urinn 1985 — 1986 (sumar í Chile) fóru 665
tonn (aðallega ferskur lax af tegundunum
coko) til Bandaríkjanna. Þetta er fjórum sinn-
um meira en áriö áöur. Gert er ráö fyrir aö
1986 — 1987 veröi álika mikil aukning i eldis-
laxi í Chile. Veriö er að gera tilraunir meö aðrar
fisktegundir svo sem Atlantslax og sjóbirting,
auk þess hefur orðið veruleg þróun og fram-
farir í eldistækni. Þegar hefur náöst verulegur
árangur í vaxtarhraöa og meðalþyngd við
slátrun aukist verulega, 75% af laxinum náöi 2
kg. þyngd.
BRETLAND. Japanir hafa i samvinnu við Breta
hafið veiðar viö Falklandseyjar. J. Marr
Company hefur tekið á leigu 10 japönsk skip
til veiðanna og hafa þau bækistöð í Port Stan-
ley. Á þessum skipum veröa yfirmenn breskir
en áhöfnin aö ööru leyti Japanir. Aflinn veröur
seldur til Japans. 1985 störfuöu 54.000
manns viö 59 eldisstöðvar og 1.300 eldisbýli.
Áætlanir hafa veriö gerðar sem stefna aö því
aö gefa fiskeldi meiri forgang en veriö hefur.
NOREGUR. Laxeldi i Noregi hefur ekki aukist
eins hratt og menn vilja vegna þess aö fram-
leiöendur gönguseiða hafa ekki getað annað
eftirspurn. Norsk yfirvöld takmörkuöu innflutn-
ing gönguseiða áriö 1985 þegar drepa varö
2900 tonn af innfluttum gönguseiðum frá
Skotlandi sem reyndust sýkt. Norsk yfirvöld
veittu árið 1986 heimild til innflutnings á 5
miljón gönguseiöum vegna gífurlegrar eftir-
spurnar. Þessi innflutningsleyfi munu þó ekki
brúa bilið milli framleiöslu Norömanna sjálfra á
gönguseiðum sem er áætluö 24 miljónir og
laxeldisstöðva sem þurfa 32 miljónir.