Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 37
ÞYRLUMÁL Þyrlan hefur sín takmörk — Þyrlan er sem sagt búin góðum og nauðsynlegum tækjum fyrir læknana, en hvað með annan búnað? Sigurður Steinar: Hvað varð- ar tæki til björgunarflugs var tekið strax á því máli þegar við fengum þyrluna, og ég held að það sé óhætt að segja að við séum nokkuð vel búnir. Hins vegar má alltaf gera betur og það má aldrei stoppa. Þetta er verkefni sem alltaf er hægt að bæta. Páll: Við höfum náttúrlega bara eina þyrlu til björgunar- starfa, því við getum ekki kallað litlu þyrluna til þeirra starfa. En þessi þyrla sem við höfum er mjög góð sem slík og er vel tækjum búin eins og Arnaldur og Sigurður minntust á. Hins vegar hefur þessi þyrla sín tak- mörk og það eru til miklu öflugri og betri tæki heldur en þessi þyrla. Til dæmis hefur TF Sif takmarkaða burðargetu og ekki mikið pláss. Hún getur til dæmis bara tekið einn sjúkling og ef það verður slys á sjó þar sem margir slasast gæti komið upp vandamál. Það háir okkur líka oft að þyrlan hefurekki nægilegt flug- þol og við getum ekki flogið í ísingu eða mjög slæmu veðri. En svo þegar við erum að ræða þessi mál, tala um að við þurf- um þessa stóru og öflugu þyrlu, þá fara menn í einhverja skýrsl- ur og segja að viö höfum ekki þurft að neita flugi nema í eitt eða tvö skipti á ári. En stundum erum við kannski bara að sækja einn mann, en þyrftum hins vegar að vera á þyrlu sem er öflugri og betri en sú sem við höfum vegna aðstæðna, til dæmis veðurfræðilegra að- stæðna. Þessir eiginleikar sem við erum að tala um að þyrlan ourfi að hafa, flugþol, burðar- geta, flugdrægi og að getaflog- ið í verri veðrum nýtast kannski ekki allir í senn, en einhver þeirra myndi nýtast í yfirgnæf- andi meirihluta þeirra björgun- arferða sem við förum í. Viö þurfum oft að taka á okkur gíf- urlega króka þegar við erum að fljúga, þurfum kannski að fara fyrir heilu skagana og nesin til að forðast ísingu. Oft erum við líka að hífa slasaða menn og það er alveg við getumörk þyrl- unnar. Þannig að rökin í mínum huga fyrir því að fá öflugri og stærri þyrlu eru ótvíræð. Við verðum að athuga hvar og við hvaða aðstæöur við búum. Ef það eru einhverjir sem þurfa á þessu tæki að halda sem við erum að tala um, þá eru það íslendingar. Varnariiðið ekki nægileg baktrygging — Þú talar um það Páll, að þið þurfið ekki að neita Páll Halldórsson yfir- flugstjóri: Þessi þyrla hefur sín takmörk og það eru til miklu örugg- ari og betri tæki en hún. VÍKINGUR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.