Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 44
VERÐJOFNUNARSJOÐUR
■ ■ ■
Hin hliðin á þessu
máli er sú, að
Verðjöfnunarsjóð-
urinn getur einnig
haft þau áhrif,
sem kemur í veg
fyrir offramleiðslu
í þeirri verkun,
sem nýtur
verðhækkana
umfram aðrar
greinar.
44 VÍKINGUR
eins og tilgangur hans segir til
um. Þrátt fyrir þetta hefur
starfsumhverfi sjávarútvegsins
tekiö miklum breytingum, sem
gerir þaö aö verkum að dregið
hefur úr mikilvægi sjóösins.
Einnig þaö, að erfiöara er aö
starfrækja sjóöinn nú í dag en
áöur. Þessu til stuðnings má
benda á eftirfarandi atriði:
1. Meöfullum yfirráöum yfir fisk-
veiðilögsögunni hafa skapast
forsendur fyrir stjórn fiskveiöa,
sem dregiö getur úr aflasveifl-
um og þá um leið tekjusveiflum
í sjávarútvegi.
2. Möguleikar í framleiðslu og
ráöstöfun afla eru nú meiri og
markaðssvæðum hefur fjölg-
aö. Þetta gerir t.d. framleiöend-
um auðveldara aö auka eöa
draga úr framleiðslu þeirra af-
uröa, sem taka á sig mikla
verðbreytingu eöa flytja sig frá
einum markaði til annars.
3. Verötrygging og fjölbreyttari
sparnaðarkostir veita fyrirtækj-
um í sjávarútvegi meiri mögu-
leika nú en áöur, aö verja rekst-
urinn fyrir sveiflum í afkomu
meö því aö leggja að eigin
frumkvæði fé til hliöar í góöæri,
sem síðan má grípa til þegar
krepþir aö.
4. Meö staögreiöslu skatta hef-
ur mikilvægi Veröjöfnunar-
sjóðsins minnkað gagnvart
stöðugleika í ráöstöfunartekj-
um sjómanna.
5. Fjölbreyttari framleiösla, fleiri
markaðir og fjölgun útflytjenda
sjávarafuröa gera alla starf-
semi Veröjöfnunarsjóösins erf-
iðari í framkvæmd.
Viö þessi atriði má eflaust
bæta fleirum. Sem dæmi er því
haldið fram, að frjáls verð-
myndun á fiski hér innanlands
geti ekki staðist samhliöa starf-
semi Verðjöfnunarsjóðsins.
Þetta má þó draga í efa, því ef
menn vita hversu mikla verö-
jöfnun afurðin ber, sem þeir eru
aö framleiða, þá ættu þeir jafn-
framt aö vita hversu hátt hrá-
efnisverð reksturinn þolir og
geta því þoðið í fiskinn út frá
því.
Einnig hafa komið fram skiptar
skoöanir um áhrif sjóösins á
hagkvæmni í sjávarútvegi.
Annars vegar er þaö sagt, aö
Verðjöfnunarsjóðurinn geti haft
óheppileg áhrif á ráðstöfun
botnfiskafla til vinnslu, þannig
að menn forðist þá verkun,
sem greitt er af í sjóöinn, en leiti
frekar í þá verkun, sem er verö-
bætt af sjóönum. Hin hliðin á
þessu máli er sú, aö Verðjöfn-
unarsjóðurinn getur einnig haft
þau áhrif, sem kemur í veg fyrir
offramleiöslu í þeirri verkun,
sem nýtur veröhækkana um-
fram aðrar greinar, þannig
haldist meira jafnvægi milli
vinnslugreina botnfisks.
Framtíð Verð-
jöfnunarsjóðsins
Á síöustu árum hafa farið
fram tvær endurskoðanir á
vegum sjávarútvegsráöuneyt-
isins um starfsemi Veröjöfnun-
arsjóös fiskiönaðarins. Sú fyrri
fór fram á árinu 1986 og var í
höndum nefndar sem skipuð
var hagsmunaaðilum í sjávar-
útvegi og fulltrúum þingflokka.
Meirihluti nefndarinnar komst
að þeirri niöurstöðu, að sjóður-
inn skyldi starfa áfram í
óbreyttri mynd, en jafnframt
mætti ekki ætla honum of stór-
an hlut í aö jafna afkomusveifl-
ur sjávarútvegsins.
Seinni endurskoöunin var gerð
á síðasta ári á vegum nefndar
sem skipuö var embættis-
mönnum nokkurra ráöuneyta.
Sú nefnd komst aftur á móti aö
þeirri niðurstööu, aö leggja ætti
sjóöinn niöur. Þetta álit var stutt
meö svipuöum atriðum og talin
voru upp hér á undan. En einna
þyngst á metunum var þverr-
andi tiltrú hjá hagsmunaaðilum
í sjávarútvegi, eins og glögg-
lega kom fram í viðhorfskönn-
un nefndarinnar um gagnsemi
sjóösins. Þrátt fyrir álit þessar-
ar nefndar um aö leggja bæri
sjóöinn niður, hafaengarbreyt-
ingar veriö geröar á starfsemi
hans.
Á síöastliðnu vori var samþykkt
þingsályktun á Alþingi, sem fól
ríkisstjórninni aö skipa nefnd til
aö endurskoða lög Verðjöfnun-
arsjóösins og skyldi nefndin
skipuö samkvæmt tilnefningu
þingflokka og hagsmunaaðila í
sjávarútvegi. Þetta er því þriöja
nefndin á fjórum árum, sem fær
þaö hlutverk aö kanna grund-
völlinn fyrir áframhaldandi
starfsemi sjóösins. Starf í um-
ræddri nefnd er þegar hafið, en
ekki er fyrirséö þegar þetta
skrifaö, hver verður árangur af
starfi hennar.