Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 59
ALÞJÓÐLEGAR FRÉTTIR ÚR PACIFIC FISHING
NOREGUR Eins og íslendingar hafa Norðmenn
áhyggjur af þeim laxi sem sleppur úr eldiskvíum.
Hafa þeir gert töluverðar rannsóknir á því hvað
um þann fisk verður sem sleppur úr kvíunum og
ætla að halda þeim áfram. Því hefur veriö haldið
fram að eldisfiskur geti valdið erfðamengun í villt-
um laxastofnum og einnig borið smitsjúkdóma í
þá. Asmund Bjordal, sérfræðingur við norsku
hafrannsóknastofnunina segir að enginn viti í
raun hvað við tekur hjá þeim fiski sem sleppur úr
kvíunum.,, Við vitum ekki hversu lengi hann er á
sveimi í námunda við kvíarnar og hvaða ferðalög
hann tekur síðan upp. Ef við komumst að því
getum við fundið upp aðferðir til að ná sem mestu
af flóttafiskinum aftur,“ segir Bjordal og bætir þvl
við að fyrri rannsóknir hafi leitt í Ijós að laxinn hafi
sjaldnast nokkurn raunverulegan áhuga á að yfir-
gefa kvíarnar.
NOVA SCOTIA Fiskimenn á Nýja Skotlandi reka
nú áróður fyrir nauðsyn þess að stemma stigu við
offjölgun gráa selastofnsins við strendur landsins
en hann veldur miklum skemmdum á veiðarfær-
um þeirra. Selurinn veitir fiskimönnum einnig
harða samkeppni um fiskinn í sjónum því talið er
að fullvaxinn selur éti 10-20 kg af fiski á dag.
Gráselastofninn við Nova Scotia er talinn vera
30-40.000 dýr og á hverju ári fæðast 3-5.000
kópar. Því má leiða að því getum að stofninn éti
yfir 300.000 tonn af fiski árlega. Auk þess breiðir
selurinn út hringorm sem eykur kostnaö fisk-
vinnslunnar á Nova Scotia um hálfan annan millj-
arð króna á ári.
NÝJA-SJÁLAND Veiðiþjófnaður er vaxandi
vandamál á Nýja-Sjálandi og vex í takt við aukið
atvinnuleysi, verðbólgu og verðhækkanir á fiski.
Einkum eru það grunnsævistegundir sem verða
fyrir barðinu á þjófunum og er td. talið að ólögleg-
ar veiðar á fisktegund sem heimamenn nefna
paua séu hartnær jafnmiklar og þær sem leyfðar
eru. Tilraunir yfirvalda til að koma á kvótakerfi í
fiskveiðum hafa orðið til að auka veiðiþjófnaðinn.
Tækni veiðiþjófanna hefur tekið miklum framför-
um, auk þess sem yfirvöld telja að þeir hafi komið
sér upp viðamiklu dreifingarkerfi og notið við það
aðstoðar skipulagðra glæpasamtaka. Slík sam-
tök líta á sektir sem beitt er gegn þeim fáu sem
staðnir eru að verki sem hvern annan sjálfsagðan
kostnaðarlið í bókhaldinu.
ÍRLAND Samtök umhverfisverndarsinna á sunn-
anverðu írlandi, Earthwatch að nafni, hafa gefið
út skýrslu þar sem greint er frá rannsóknum á
mengun sem stafar af rekstri fiskeldisstöðva við
strendur (rlands. Einkum hafa samtökin áhyggjur
af útbreiöslu efnisins Nuvan 500 EC en það er
notað til að eyða fiskilús sem herjar á eldisfiskinn.
Þetta efni er eitt af þeim 26 efnum sem lífríki
Norðursjávar stafar mest hætta af en það er talið
drepa ýmislegt fleira en lýs og geta valdið tjóni á
villtum fiskstofnum. Bent er á að í Noregi hafi
aukin dánartíðni á humri og krabba verið rakin til
svipaðs efnis. í skýrslunni er mælt með því að
eldisstöðvarnar fækki fiski í kerjunum og athugi
hvort ekki megi beita ferskvatnsböðum til að út-
rýma lúsinni. Einnig er bent á þá möguleika að
flytja eldisstöðvarnar í sjó sem ekki er eins saltur
en við það fækki lúsinni sjálfkrafa, að seiðin séu
alin lengur í kerjum á landi, eða að í kerin með
eldisfiskinum séu settir smáfiskar sem lifa á fiski-
lús. Loks er lagt til að sett verði löggjöf um notkun
efna í fiskeldi og þurfi hún einnig að ná til annarra
efna, svo sem ammóníakblöndu sem notuð er til
að sótthreinsa svil, formalín og spanskgrænu
sem notuð er til að lækna fisk af nýrnaveiki.
NOREGUR Norska hafrannsóknaráðið hyggst
taka í notkun dvergkafbáta til að athuga ýmsa
fiskstofna sem lifa á miklu dýpi. Eínkum er þá átt
við lýsu, karfa, grálúðu og smokkfisk. Dvergkaf-
bátarnir hafa hingað til eingöngu verið notaðir til
að kanna aðstæður á hafsbotni þar sem ætlunin
er að bora eftir olíu. Þeir geta starfað á yfir 200
faðma dýpi og eru búnir myndbandsupptökuvél-
um, bergmálsmælum og sónartækjum.
KYRRAHAF Draanótaveiðar fiskiskipa frá Tai-
wan, Japan og Suður-Kóreu valda þjóðum í
sunnanverðu Kyrrahafi æ meiri áhyggjum.
Stjórnvöld í Ástralíu hafa tekið upp samstarf við
önnur ríki á þessum slóðum um að hamla gegn
þessum veiðum sem taldar eru valda verulegum
usla í lífríkinu. Bátarnir draga á eftir sér gríðarmikl-
ar nætur, oft allt að 30 mílur að lengd, á miklum
hraða og sækjast einkum eftir túnfiski. Auk þess
að stuðla að rányrkju túnfisksins vili festast mikið
af öðrum fisktegundum og einnig háhyrningum í
nótunum. Áströlsk stjórnvöld lögðu fyrir fjórum
árum bann við því að bátar notuðu lengri nætur
en 2,5 mílur í fiskveiðilögsögu landsins með þeim
afleiðingum að veiðarnar hættu að borga sig og
lögðust af. Bátarnir færðu sig þá utar á alþjóðleg
hafsvæði þar sem engin stjórnvöld geta bannað
þeim að athafna sig. Fiskveiðiþjóðir í Kyrrahafi
hafa beint því til ríkisstjórna Taiwans, Japans og
Suður-Kóreu að þærstöðvi þessa rányrkju. Hefur
sú beiðni borið þann árangur að kóresku bátarnir
hafa snúið sér að öðrum veiðum og japönsk
stjórnvöld íhuga að taka upp harðara eftirlit með
veiðunum og jafnvel að koma á einhvers konar
aflatakmörkunum fyrir dragnótabáta. Lítil við-
brögð hafa hins vegar komið frá Taiwan en þaðan
eru langflestir dragnótabátanna, á síðustu vertíð
voru 130 bátar frá Taiwan af alls 163 bátum sem
veiðarnar stunduðu.
VÍKINGUR 59