Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 58
 fcavs\á MIKILVÆGAR MARKAÐSFRETTIR 58 VÍKINGUR AFLABRÖGÐ Nú áriö 1989 er liðið og tímabært að gera það upp. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskifélagi íslands virðist þetta hafa verið fremur gjöfult ár þótt örlítið minna fiskaðist en árið áður. En það var líka algert metár. Það sem mestu réð um minni ársafla var að sjálfsögðu loðnuveiðin sem brást á haustvertiðinni. Fyrir vik- ið varð ársaflinn aðeins 678 þúsund tonn á móti 909 þúsund tonnum árið áður. Botnfiskafli stóð hins vegar nokkurn veginn í stað, var 690 þúsund tonn á móti 698 þúsund tonnum árið áður. Heild- araflinn varð 1.522 þúsund tonn á móti 1.752 þúsund tonnum árið áður. Árið 1989 var þvi sjötta árið í röð sem aflinn komst yfir 1.500 þúsund tonn af fiski. Þótt botnfiskaflinn breyttist lítið milli ára urðu nokkrar sveiflur í stöku tegundum. Þorskveiðar drógust saman úr 376 þúsund tonnum árið 1988 í 352 þúsund tonn í fyrra. Ýsuaflinn jókst hins veg- ar úr 53 þúsund tonnum í 60 þúsund tonn og grálúðuaflinn úr 49 þúsund tonnum í 59 þúsund tonn. Veiðar á grálúðu hafa tvöfaldast á þremur árum og er þessi fisktegund nú talin til mikilvæg- ustu nytjafiska okkar. Töluverður samdráttur varð í veiðum á rækju og humri en hörpudiskaflinn jókst aftur eftir nokkra lægð síðustu tvö ár. Þá veiddist nokkuð meira af síld en árið áður og komst síldaraflinn í fyrsta sinn yfir 100 þúsund tonna markið síðan í lok sjöunda áratugarins. Verðmæti alls afla upp úr sjó er áætlað 37,5 milljarðar króna og hefur það nokkurn veginn haldið í við verðbólguna, í krónum talið, þótt verð- mætið sé nokkru minna en árið áður í erlendri mynt. Fiskifélagið áætlar að verðmæti útfluttra sjávarafurða hafi verið 57,5 milljarðar í fyrra. í dollurum talið er um 4% samdrátt að ræða en sé miðað við svonefnt SDR (vegið meðaltal erlendra mynta) kemur út 1% verðmætisaukning. Sumsé: ekkert metár, en heldur ekkert til að örvænta út af. ÍSFISKSÖLUR Minna var selt af ísfiski á bresku mörkuðunum í fyrra en árið áður, hins vegar jókst ísfiskútflutningurinn til VesturÞýskalands meira en sem nam þeim samdrætti. Alls var flutt út 60.751 tonn til breskra hafna og hækkaði meðal- verðið um 9% í pundum en 33% í íslenskum krónum. Til þýskra hafna var flutt út 35.531 tonn af ísfiski og hækkaði meðalverðið um 6% í mörk- um en 33% í íslenskum krónum. 73% af fiskinum sem landað var í Bretlandi voru flutt út í gámum en 27% í fiskiskipum. í Vestur-Þýskalandi var þessu öfugt farið, þangað voru 69% flutt út með fiskiskipum en 31% í gámum. ÞORSKUR Á nýliðnu ári var flutt út með fiski- skipum og gámum 30.391 tonn af þorski til breskra hafna og taldist það vera 11% heildarafl- ans á þorski. Er það heldur minna en árin áður, sala á ísuðum þorski í breskum höfnum hefur veriö um 36 þúsund tonn síðustu þrjú ár. Meðal- verðið sem fékkst fyrir þennan þorsk var hins vegar heldur hærra í pundum talið en áður eða slétt eitt pund fyrir kílóið. I íslenskum krónum var meðalverð ársins 92,34 kr. í desembermánuði var sama háa verðið uppi á teningnum og í nóv- ember, 1,18 pund fyrir kílóið eða 116 íslenskar krónur. Sömu sögu er að segja af íslensku fisk- mörkuðunum, þar fengust að meðaltali 67,60 kr. fyrir kílóið í desember. Sé litið á allt árið í fyrra varö verðið lægst í marsmánuði, 43,30 kr. kílóið, en hæst í október, 69,60 kr., og hélst svipað til ára- móta. Alls var landað 20.063 tonnum af þorski á íslensku mörkuðunum þremur í fyrra. ÝSA Útflutningur á ýsu með gámum eða fiski- skipum til breskra hafna hefur farið vaxandi und- anfarin ár og nú er svo komið að liðlega þriðja hver ýsa — 35% — sem dregin er úr sjó hér við land endar á uppboði á bökkum Humberfljóts. í fyrra voru flutt út 16.703 tonn og fyrir kílóið fékkst 1,08 pund eða 101,21 kr. að meðaltali sem er svipað og árin á undan. Framboðið í desember var í meðallagi, um 1.300 tonn, og verðið bæri- legt, 1,18 pund eða 116,57 kr. fyrir kílóið. Á ís- lensku mörkuðunum var verðið nokkuð gott í des- embermánuði eða 85,70 kr. fyrir kílóið sem er ívið lægra en í metmánuðunum september og októ- ber. Allt árið i fyrra var landað 6.777 tonnum af ýsu á íslensku mörkuðunum og varð verðið lægst í marsmánuði, 53 kr. kílóið, en hæst í september, 91,50 kr. kílóið. KARFI Útflutningur á ísuðum karfa til þýskra hafna jókst verulega á síðasta ári eða úr 18.554 tonnum í 23.239 tonn. Hlutfall þessa útflutnings af heildaraflanum varð 26% sem jafngildir því að fjóröi hver karfi sem veiddist við ísland hafi verið fluttur ísaður úr landi. Þrátt fyrir þessa aukningu hækkaði meðalverð ársins og varð 2,64 mörk eða 80,10 krónur fyrir kilóið. Framboðið í desem- ber var í meðallagi, um 1.800 tonn, en verðið gott, 2,84 mörk eða 100,94 krónur fyrir kílóið. Verðið á karfa hefur líka verið í hærra lagi á islensku mörk- uðunum síðan í september og í desember var það 35,40 kr. fyrir kilóiö. Alls var landað 10.183 tonn- um af karfa á íslensku mörkuðunum þremur á árinu sem leið. Varð verðið lægst í júlímánuði, 24 kr. kílóið, en varð komst í október, 37,30 kr. kílóið að meðaltali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.