Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1990, Blaðsíða 40
MEIRI HÁTTAR MÁL
Arnaldur Valgarösson
læknir: Viðbragöið get-
ur veriö klukkutími hjá
þeim, en er 20 - 30 mín-
útur hjá okkur.
40 VÍKINGUR
þrifum aö hafa Varnarliðið, því
stjórnmálamenn og þeir sem
stjórna peningamálum nota
Varnarliðið sem skálkaskjól.
Þeir horfa alltaf til Keflavíkur-
flugvallar og segja: Þarna er
björgunarsveit.
Eins og fram hefur komið þá
hefur Varnarliðið gert marga
góða hluti, en við getum hrein-
lega ekki reitt okkur á það. Án
þess að fara út í einstök tilfelli,
þá eru mörg dæmi um að þeir
hafi ekki getað sinnt kalli, oftast
vegna þess að vélarnar eru
ekki tiltækar.
Sigurður Steinar: Þeirra
vinnuaðferðir eru líka allt aðrar.
Við getum gert hluti sem við
getum réttlætt sjálfir, en þeir í
Varnarliðinu þurfa að fara eftir
mjög ströngum reglum og ég
veit dæmi þess að menn hafa
verið kallaðir fyrir herdómstól
fyrir brot á slíkum reglum.
Mínútur skipta máli
Páll: Það er líka annað í
þessu máli sem er viðbragðið.
Það er ekki það sem þeir segja,
það er miklu seinna, og miklu
seinna helduren hjá Landhelg-
isgæslunni. Og í björgunar-
störfum skipta mínútur oft veru-
legu máli.
Arnaldur: Viðbragðið getur
oft verið klukkutími hjá þeim, og
þegar við erum að tala um slas-
að fólk þá skiptir hver mínúta
máli. Okkar viðbragðstími er
hins vegar 20-30 mínútur.
Páll: Eins og talað hefur
verið um þá vinnum við allt
öðruvísi en Varnarliðið. Við er-
um miklu fljótari. Þegar Varnar-
liöið fær björgunarbeiðni þá
koma þeir saman og ræöa mál-
in, afla upplýsinga um veður og
annað og eru um klukkutíma að
koma sér af stað. Hins vegar
þegar við fáum beiðni, þá er
hreinlega rokið af stað og upp-
lýsinganna er aflað þegar við
erum komnir af stað. Nú, ef það
reynist síðan ófært, þá er snúið
viö.
Arnaldur: Það er líka spurn-
ingin um að þekkja staðhætti.
Við þekkjum alla staðhætti, en
þeir ekki. Þeirra flugmenn
þekkja ekkert til hérna.
Erum vísir að
björgunarsveit
Páll: Mér finnst það alveg
skelfileg tilhugsun að tilvist
Varnarliðsins hér á landi komi í
veg fyrir að eðlileg þróun geti
átt sér staö í björgunarmálum
íslendinga. Við höfum að vissu
leyti sannað okkur í þessum
málum, en ég vil hins vegar
ekki taka það djúpt í árinni að
kalla okkur björgunarsveit. Ég
kalla okkur ekki björgunarsveit
fyrr en við höfum þann tækja-
kost sem er nauðsynlegur.
Tækjakost sem er alltaf tiltæk-
ur. í dag erum við nokkurskon-
ar visir að björgunarsveit. Við